Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1956, Síða 200

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1956, Síða 200
1956 — 198 — sem ekki skiptir miklu máli um, þótt skrykkjótt náist saman? Slíkt kemur að vísu til greina, en aðeins stórum og sjaldan og ætíð tvisýnt, hvern tog'a hefur, enda þótt fagmann- lega sé á haldið og vel eftir fylgt, því að stefnunni ráða sundurleit öfl lýð- ræðislegra skipulags- og stjórnarhátta og sjónarmið iðulega mjög fjarri fag- legu sjónarmiði. Á siíkt geta fagmenn fjarri vettvangi bent og undrazt og enda hneykslazt á spakvitringslega, en vara mega þeir hinir sömu sig á þvi, að þeir séu þá ekki óvitandi að hneykslast á sjálfu hinu vegsamaða lýðræðisskipulagi og láti sig lienda að dæma það ófagmannlega. Höfuðstarf landlæknis er hin dag- lega önn að hafa umsjá með og taum- hald á framkvæmd þeirrar heilbrigðis- málaskipanar, sem er, samkvæmt gild- andi lögum, reglurn og venjum, er árin hafa réttlætt og lielgað, en samkvæmt „skynsamlegu viti“, þegar annað hrekkur ekki til. Ef vel á að takast, þarf landlæknir að hafa alla heil- brigðislöggjöfina og' tilheyrandi helg- aðar venjur á fingrum sér, glögga yfir- sýn yfir allt kerfi heilbrigðisþjónust- unnar, nána þekkingu á staðháttum um land allt og góðan skilning á lands- högum og landsháttum. Fyrir þessa yfirsýn á landlæknir að vera öðrum færari um að samræma kröfur hinna ýmsu greina heilbrigðisþjónustunnar, sem hver otar sínum tota, oft án nægi- legs skilnings á ef til vill enn brýnni þörfum, jafnvel neyðarástandi annarra greina, sem þá yrði að láta ósinnt, nema öllum nauðsynjakröfum væri unnt að sinna samtimis, sem aldrei er hægt. Jafnvel flest mál, sem til landlæknis kasta koma, krefjast skjótrar afgreiðslu án allra vafninga, oft á stundinni og engan veginn ætið á venjulegum skrif- stofutíma. — Ráðuneyti æskir umsagn- ar um mál og leiðbeiningar um með- ferð þess, og það mál þolir ekki að bíða lengur afgreiðslu en það hefur þegar gert. Aðili að málinu er ef til vill utanbæjarmaður, staddur í bæn- um og nú á förum. — Hraðskeyti berst frá útlöndum og krefst dagsvars. — Læknir í héraði, sem með engu móti getur verið læknislaust degi lengur, ef til vill með fullan spítala af sjúkling- um, forfallast skyndilega frá störfum. Hér stoða engar vangaveltur, heldur skjót viðbrögð. Og reyndar þarf þeirra við um allar útveganir lækna til þjón- ustu i læknishéruðum, ekki útgengi- legri en þau eru nú, flest hver — og hrekkur þó ekki til. Gefist gæs, verður að grípa hana glóðvolga, ella flýgur hún — til Svíþjóðar. Núverandi land- læknir hefur lagt sig fram um að láta ráðuneyti þvi, sem hann vinnur, skilj- ast — en engan veginn enn með full- nægjandi árangri, að þvi er honum þykir — að þessi læknaskipunarmál og reyndar flest önnur hans mál, er um hendur ráðuneytisins þurfa að fara, verða að afgreiðast með meiri hraða en önnur mál; hann stjórni forvirkj- um i fremstu víglínu, er hvert af öðru verði óvigt, ef ráðuneytið temur sér ekki þá starfsreglu að afgreiða mál þeirra fyrst, en klóra sér býrókratiskt i höfðinu á eftir. — Skip kemur að landi, og hlutaðeigandi héraðslæknir gerir viðvart um sótt í skipinu. Til hverrar ráðstöfunar á hann að gripa, af öllum þeim margvíslegu ráðstöfun- um, sem sóttvarnarlög gera ráð fyrir, að til greina komi? Ef til vill er sá hinn sami héraðslæknir ekki enn orð- inn æskilega útsmoginn í fræðum sótt- varnarlaganna. — Mannslík hefur fundizt á vegi. Á tilkallaður héraðs- læknir að leyfa sér að gefa þegar út dánarvottorð eftir lauslega líkskoðun? Á hann að kalla lögreglustjóra til í því skyni, að efnt verði til opinberrar mannskaðarannsóknar? Á hann að krefjast krufningar? Á hann að hætta á að framkvæma lcrufninguna sjálfur, eða er rétt að senda líkið til Reykja- víkur? — Óvenjulegt mál ber undir héraðslækni eða annan lækni. Hvernig á hann að bregðast við þvi? Eru til nokkur lagaákvæði honum til leiðbein- ingar? Hvar er þau lagaákvæði að finna? Og hvernig á að skilja þau laga- ákvæði? — Þannig mætti endalaust nefna dæmin, en þetta ætti að nægja til skilningsauka á því, að störf land- læknis eru allra einbættisstarfa fjarst þvi að vera eðlilegt viðfangsefni nefnd- ar. Enda þótt tekið sé með nokkrum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216
Síða 217
Síða 218
Síða 219
Síða 220
Síða 221
Síða 222
Síða 223
Síða 224
Síða 225
Síða 226
Síða 227
Síða 228
Síða 229
Síða 230
Síða 231
Síða 232

x

Heilbrigðisskýrslur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.