Þjóðmál - 01.09.2015, Page 8

Þjóðmál - 01.09.2015, Page 8
6 ÞJÓÐMÁL hausthefti 2015 Vegna ákvörðunar Vladimírs Pútíns Rússlands- forseta í lok júlí og byrjun ágúst 2015 um að banna innflutning á fiski frá Íslandi og eyði- leggja vestræn matvæli í beinni útsendingu urðu líflegar umræður um samskipti íslenskra og rússneskra stjórnvalda. Því var haldið fram að ákvörðun Gunnars Braga Sveinssonar utan- ríkisráðherra í mars 2014 um að standa með vestrænum ríkisstjórnum að refsiaðgerðum gegn Rússum fyrir brot á alþjóðalögum við inn- limun Krímskaga hefði verið vanhugsuð. Hann hefði átt að sjá fyrir að Rússar mundu beita Íslendinga viðskiptabanni. Þessi krafa um framsýni ráðherrans og embættismanna hans er í anda þess sem sagt var eftir á um hrun íslenska bankakerfisins; stjórnmálamenn og ráðamenn peningamála hefðu átt að sjá það fyrir. Rannsóknarnefnd alþingis birti mörg þúsund blaðsíðna skýrslu sem snerist að nokkru um skort á minnis- blöðum, fundargerðum og áhættumati. Geir H. Haarde forsætisráðherra var ákærður og sakfelldur í landsdómi fyrir að setja ekki hættuástandið í bankakerfinu formlega á dagskrá ríkisstjórnarfunda. Í ljósi þess dóms er þess að vænta að utanríkisráðherra hafi að minnsta kosti lagt minnisblað um þátttöku í refsiaðgerðum gegn Rússum fyrir ríkisstjórn og utanríkismálanefnd. Hvað sem segja má um aðildina að refsi- aðgerðum gegn Rússum er augljóst að ákvörðun Pútíns um að banna allan innflutn- ing á fiski frá Íslandi er langt úr hófi. Íslensk stjórnvöld styðja aðgerðir sem banna Rússum aðild að G8-ríkjasamstarfinu, setja skorður við ferðalögum háttsettra Rússa og binda eignir þeirra á Vesturlöndum, banna samskipti við einstakar rússneskar fjármálastofnanir og sölu á vopnum og hátæknivarningi til hernaðar til Rússlands. Lokun rússneskra fiskmarkaða á vörur frá þjóð sem á um 70 ára viðskiptasögu með Rússum fyrir það eitt að standa siðferði- lega og pólitískt með samherjum sínum án þess að hún valdi beint sjálf Rússum minnsta skaða er einfaldlega freklegt brot á meðalhófsreglu í samskiptum ríkja. Undarlegt er að ýmsir láti eins og Íslend- ingum sé fyrir bestu að sigla sína eigin leið og reyna á þann hátt að blíðka Rússa. Meira að segja er gefið til kynna að ekki eigi að bera á Rússa sakir fyrir að innlima Krím. Þeir séu ekki að gera annað en endurheimta eitthvað sem Nikita Krústjoff Sovétleiðtogi hafi gefið Úkraínu- mönnum árið 1954. Skjalfest er þó að staðið var að afhendingu Krím til stjórnvalda Úkraínu innan Sovétríkjanna að einu og öllu í samræmi við sovésk stjórnlög. Hitt er síðan einnig staðreynd, hvað sem afhendingunni frá 1954 líður, að eftir hrun Sovétríkjanna árið 1991 lýsti ríkisstjórn Rúss- lands skýrt yfir samþykki sínu við því hvernig landamæri Úkraínu voru dregin árið 1991, þetta var bæði gert i Belovezhskaja Pushstja- samningnum frá desember 1991 (samningnum sem býr að baki upplausn Sovétríkjanna og staðfestir hana) og í Búdapest-samkomulaginu frá 1994 þar sem mælt er fyrir um að Úkraína sé kjarnorkuvopnalaust land. af vettvangi stjórnmálanna Björn Bjarnason Frá einni krísu til annarrar – án sannfæringar Vladimír Pútín forseti Rússlands. Ákvörðun Pútíns að banna allan innflutning á fiski frá Íslandi er freklegt brot á meðalhófsreglu í samskiptum ríkja.

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.