Þjóðmál - 01.09.2015, Blaðsíða 8

Þjóðmál - 01.09.2015, Blaðsíða 8
6 ÞJÓÐMÁL hausthefti 2015 Vegna ákvörðunar Vladimírs Pútíns Rússlands- forseta í lok júlí og byrjun ágúst 2015 um að banna innflutning á fiski frá Íslandi og eyði- leggja vestræn matvæli í beinni útsendingu urðu líflegar umræður um samskipti íslenskra og rússneskra stjórnvalda. Því var haldið fram að ákvörðun Gunnars Braga Sveinssonar utan- ríkisráðherra í mars 2014 um að standa með vestrænum ríkisstjórnum að refsiaðgerðum gegn Rússum fyrir brot á alþjóðalögum við inn- limun Krímskaga hefði verið vanhugsuð. Hann hefði átt að sjá fyrir að Rússar mundu beita Íslendinga viðskiptabanni. Þessi krafa um framsýni ráðherrans og embættismanna hans er í anda þess sem sagt var eftir á um hrun íslenska bankakerfisins; stjórnmálamenn og ráðamenn peningamála hefðu átt að sjá það fyrir. Rannsóknarnefnd alþingis birti mörg þúsund blaðsíðna skýrslu sem snerist að nokkru um skort á minnis- blöðum, fundargerðum og áhættumati. Geir H. Haarde forsætisráðherra var ákærður og sakfelldur í landsdómi fyrir að setja ekki hættuástandið í bankakerfinu formlega á dagskrá ríkisstjórnarfunda. Í ljósi þess dóms er þess að vænta að utanríkisráðherra hafi að minnsta kosti lagt minnisblað um þátttöku í refsiaðgerðum gegn Rússum fyrir ríkisstjórn og utanríkismálanefnd. Hvað sem segja má um aðildina að refsi- aðgerðum gegn Rússum er augljóst að ákvörðun Pútíns um að banna allan innflutn- ing á fiski frá Íslandi er langt úr hófi. Íslensk stjórnvöld styðja aðgerðir sem banna Rússum aðild að G8-ríkjasamstarfinu, setja skorður við ferðalögum háttsettra Rússa og binda eignir þeirra á Vesturlöndum, banna samskipti við einstakar rússneskar fjármálastofnanir og sölu á vopnum og hátæknivarningi til hernaðar til Rússlands. Lokun rússneskra fiskmarkaða á vörur frá þjóð sem á um 70 ára viðskiptasögu með Rússum fyrir það eitt að standa siðferði- lega og pólitískt með samherjum sínum án þess að hún valdi beint sjálf Rússum minnsta skaða er einfaldlega freklegt brot á meðalhófsreglu í samskiptum ríkja. Undarlegt er að ýmsir láti eins og Íslend- ingum sé fyrir bestu að sigla sína eigin leið og reyna á þann hátt að blíðka Rússa. Meira að segja er gefið til kynna að ekki eigi að bera á Rússa sakir fyrir að innlima Krím. Þeir séu ekki að gera annað en endurheimta eitthvað sem Nikita Krústjoff Sovétleiðtogi hafi gefið Úkraínu- mönnum árið 1954. Skjalfest er þó að staðið var að afhendingu Krím til stjórnvalda Úkraínu innan Sovétríkjanna að einu og öllu í samræmi við sovésk stjórnlög. Hitt er síðan einnig staðreynd, hvað sem afhendingunni frá 1954 líður, að eftir hrun Sovétríkjanna árið 1991 lýsti ríkisstjórn Rúss- lands skýrt yfir samþykki sínu við því hvernig landamæri Úkraínu voru dregin árið 1991, þetta var bæði gert i Belovezhskaja Pushstja- samningnum frá desember 1991 (samningnum sem býr að baki upplausn Sovétríkjanna og staðfestir hana) og í Búdapest-samkomulaginu frá 1994 þar sem mælt er fyrir um að Úkraína sé kjarnorkuvopnalaust land. af vettvangi stjórnmálanna Björn Bjarnason Frá einni krísu til annarrar – án sannfæringar Vladimír Pútín forseti Rússlands. Ákvörðun Pútíns að banna allan innflutning á fiski frá Íslandi er freklegt brot á meðalhófsreglu í samskiptum ríkja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.