Þjóðmál - 01.09.2015, Síða 17
ÞJÓÐMÁL hausthefti 2015 15
glæsileg. Skuldir og skuldbindingar
A-hluta borgarsjóðs hækkuðu um tæp
84% að nafnvirði frá ársbyrjun 2010 til
ársloka 2013 eða alls um 28 þúsund
milljónir. Þetta þýðir að hver fjögurra
manna fjölskylda í Reykjavík skuldaði
liðlega 930 þúsund krónum meira í
byrjun síðasta árs en skömmu áður en
Jón Gnarr og Dagur B. Eggertsson tóku
við lyklunum að Ráðhúsi borgarinnar. Á
sama tíma jukust tekjur borgarsjóðs um
þriðjung eða liðlega 20 þúsund milljónir.
Þetta jafngildir tæpum 660 þúsund
krónum á hverja fjölskyldu.
Þrátt fyrir skuldasöfnun og hærri tekjur
fengju borgarbúar ekki að njóta betri
þjónustu og borgin virtist drabbast niður
– varð skítugri.
Í könnun Capacent Gallup á viðhorfi
íbúa sextán sveitarfélaga kom í ljós að
Reykvíkingar voru almennt óánægðir
með þjónustu borgarinnar. Höfuðborgin
var í þriðja neðsta sæti þegar spurt er um
þjónustuna í heild.
Aðeins helmingur borgarbúa var
ánægður með þjónustu grunnskóla.
Reykjavík var á botninum við mat á
þjónustu leikskóla. Reykjavíkurborg fékk
„falleinkunn“ í þjónustu við eldri borgara
og fatlaða - í langneðsta sæti.
Staðan í höfuðborginni fyrir kosningar var í
fáum orðum þessi:
Skuldasöfnun, óánægja með þjónustu,
hækkandi álögur og undarleg gæluverkefni.
Í aðdraganda kosninga fær minnihluti vart
betri sóknarfæri en vorið 2014.
Úr sjö í fjóra
Þótt meirihluti Samfylkingar og Besta flokksins
(með Bjarta framtíð sem arftaka síðarnefnda
flokksins) hafi ekki haldið velli í kosningunum,
var niðurstaðan í heild viðunandi og raunar
gleðileg fyrir Samfylkinguna. Í heild minnkaði
fylgi meirihlutans um 6,3%-stig en Samfylkingin
jók fylgi sitt um 67% og bætti við sig tveimur
borgarfulltrúum.
Afhroð Sjálfstæðisflokksins gerði sigur Sam-
fylkingarinnar örugglega enn sætari en ella.
Árangur Samfylkingarinnar í Reykjavík er
einnig merkilegur í ljósi þess hve flokkurinn átti
víða erfitt uppdráttar í sveitarstjórnarkosning-
unum. Í Hafnarfirði – gömlu höfuðvígi krata –
hrundi flokkurinn. Fylgið minnkaði um liðlega
helming, fór úr 40,9% árið 2010 í 20,2%. Árið
2006 fékk Samfylkingin hreinan meirihluta í
Hafnarfirði eða liðlega 56% atkvæða. Fylgishrun
Samfylkingarinnar í Hafnarfirði á sér fáar
hliðstæður í íslenskri stjórnmálasögu – það er
helst fall Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Í Kópavogi var ósigur Samfylkingarinnar litlu
minni en í Hafnarfirði, þó hann hafi líklega ekki
verið eins pólitískt sár. Flokkurinn missti 12%-
stig eða nær 43% fylgi á milli kosninga.
Í Garðabæ og á Akranesi minnkaði fylgið einnig
og jafnvel í Reykjanesbær tókst samfylkingum
ekki að nýta sér alvarlega fjárhagsstöðu sveitar-
félagsins undir stjórn Sjálfstæðisflokksins. Þvert
á móti. Samfylkingin missti nær nær fjórðung af
fylgi sínu.
Fyrir hvað er staðið?
Margt bendir til þess að íbúasamsetning
höfuðborgarinnar hafi þróast með þeim hætti
á undanförnum árum að ólíklegt er að Sjálf-
stæðisflokkurinn nái aftur hreinum meirihluta í
borgarstjórn á næstu árum. Leiða má líkur að
Fylgi í Reykjavík skv. meðaltali kannana. Heimild: Gallup.
Hlutfallsleg breyting á þriggja mánaða meðaltali frá 2007 og 2012 til 2015.
Heimild: Gallup en útreikningar eru Þjóðmála.