Þjóðmál - 01.09.2015, Blaðsíða 17

Þjóðmál - 01.09.2015, Blaðsíða 17
ÞJÓÐMÁL hausthefti 2015 15 glæsileg. Skuldir og skuldbindingar A-hluta borgarsjóðs hækkuðu um tæp 84% að nafnvirði frá ársbyrjun 2010 til ársloka 2013 eða alls um 28 þúsund milljónir. Þetta þýðir að hver fjögurra manna fjölskylda í Reykjavík skuldaði liðlega 930 þúsund krónum meira í byrjun síðasta árs en skömmu áður en Jón Gnarr og Dagur B. Eggertsson tóku við lyklunum að Ráðhúsi borgarinnar. Á sama tíma jukust tekjur borgarsjóðs um þriðjung eða liðlega 20 þúsund milljónir. Þetta jafngildir tæpum 660 þúsund krónum á hverja fjölskyldu. Þrátt fyrir skuldasöfnun og hærri tekjur fengju borgarbúar ekki að njóta betri þjónustu og borgin virtist drabbast niður – varð skítugri. Í könnun Capacent Gallup á viðhorfi íbúa sextán sveitarfélaga kom í ljós að Reykvíkingar voru almennt óánægðir með þjónustu borgarinnar. Höfuðborgin var í þriðja neðsta sæti þegar spurt er um þjónustuna í heild. Aðeins helmingur borgarbúa var ánægður með þjónustu grunnskóla. Reykjavík var á botninum við mat á þjónustu leikskóla. Reykjavíkurborg fékk „falleinkunn“ í þjónustu við eldri borgara og fatlaða - í langneðsta sæti. Staðan í höfuðborginni fyrir kosningar var í fáum orðum þessi: Skuldasöfnun, óánægja með þjónustu, hækkandi álögur og undarleg gæluverkefni. Í aðdraganda kosninga fær minnihluti vart betri sóknarfæri en vorið 2014. Úr sjö í fjóra Þótt meirihluti Samfylkingar og Besta flokksins (með Bjarta framtíð sem arftaka síðarnefnda flokksins) hafi ekki haldið velli í kosningunum, var niðurstaðan í heild viðunandi og raunar gleðileg fyrir Samfylkinguna. Í heild minnkaði fylgi meirihlutans um 6,3%-stig en Samfylkingin jók fylgi sitt um 67% og bætti við sig tveimur borgarfulltrúum. Afhroð Sjálfstæðisflokksins gerði sigur Sam- fylkingarinnar örugglega enn sætari en ella. Árangur Samfylkingarinnar í Reykjavík er einnig merkilegur í ljósi þess hve flokkurinn átti víða erfitt uppdráttar í sveitarstjórnarkosning- unum. Í Hafnarfirði – gömlu höfuðvígi krata – hrundi flokkurinn. Fylgið minnkaði um liðlega helming, fór úr 40,9% árið 2010 í 20,2%. Árið 2006 fékk Samfylkingin hreinan meirihluta í Hafnarfirði eða liðlega 56% atkvæða. Fylgishrun Samfylkingarinnar í Hafnarfirði á sér fáar hliðstæður í íslenskri stjórnmálasögu – það er helst fall Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Í Kópavogi var ósigur Samfylkingarinnar litlu minni en í Hafnarfirði, þó hann hafi líklega ekki verið eins pólitískt sár. Flokkurinn missti 12%- stig eða nær 43% fylgi á milli kosninga. Í Garðabæ og á Akranesi minnkaði fylgið einnig og jafnvel í Reykjanesbær tókst samfylkingum ekki að nýta sér alvarlega fjárhagsstöðu sveitar- félagsins undir stjórn Sjálfstæðisflokksins. Þvert á móti. Samfylkingin missti nær nær fjórðung af fylgi sínu. Fyrir hvað er staðið? Margt bendir til þess að íbúasamsetning höfuðborgarinnar hafi þróast með þeim hætti á undanförnum árum að ólíklegt er að Sjálf- stæðisflokkurinn nái aftur hreinum meirihluta í borgarstjórn á næstu árum. Leiða má líkur að Fylgi í Reykjavík skv. meðaltali kannana. Heimild: Gallup. Hlutfallsleg breyting á þriggja mánaða meðaltali frá 2007 og 2012 til 2015. Heimild: Gallup en útreikningar eru Þjóðmála.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.