Þjóðmál - 01.09.2015, Side 21

Þjóðmál - 01.09.2015, Side 21
ÞJÓÐMÁL hausthefti 2015 19 Orðfæri og lokuð eyru Þjóðarframleiðsla, afnám gjaldeyrishafta, kaupmáttur launa, þjóðartekjur á mann, greiðslujöfnuður, framlegð, auðlegðarskattur, auðlindaskattur, ríkisreikningur, frumjöfnuður, greiðsluafkoma ríkissjóðs, vaxtamunur, skulda- hlutfall, þorskígildisstuðlar, rammaáætlun, nýtingaráætlun, biðflokkur, náttúrupassi, vöruskiptajöfnuður, greiðslujöfnuður, fram- leiðni, kerfisáhætta, A-hluti, B-hluti, C-hluti, samgönguáætlun, heilbrigðisáætlun, bótaréttur, greiðslumark og greiðsluþátttökukerfi . Allt eru þetta dæmi um orð sem kjörum fulltrúum sjálfstæðismanna eru töm í munni og auðvitað er mikilvægt að þeir skilji hugtökin, kunni að meta mikilvægi þeirra og geti þar með tekið mikilvægar ákvarðanir. En um leið eru orðin lýsandi dæmi um orðfæri sem nær aldrei að fagna athygli kjósenda og ber fremur með sér teknókratíska hugsun, en leiftrandi hug- sjónir um frelsi einstaklingsins, þar sem valfrelsi er grunnstefið. Nokkrar tillögur Fyrr á þessu ári átti ég þess kost að hitta forystufólk Sjálfstæðisflokksins í nokkrum sveitarfélögum. Í samtölum mínum við öfluga samherja reyndi ég að draga upp raunsanna mynd af stöðu flokksins í einstökum kjör- dæmum og á landinu í heild. En um leið setti ég fram lista yfir þau mál sem Sjálfstæðisflokkur- inn á að setja á oddinn á komandi misserum og árum. Í raun eru þetta einfaldar tillögur um hvernig við sjálfstæðismenn eigum að nálgast kjósendur, jafnt ungt fólk og þá sem eldri eru: • Við þurfum að leggja grunn að því að ungt fólk eigi a.m.k. ekki síðri tækifæri til að eignast eigið húsnæði en foreldrar þeirra, afar og ömmur. Við eigum að reisa raunveru- lega skjaldborg um séreignastefnuna þannig að fólk eigi raunverulegt val um hvort það vill eiga eða leigja þak yfir höfuðið. • Við verðum að skera upp lánakerfi náms- manna og tryggja að námslán verði ungu fólki ekki fjötur um fót að námi loknu og komi í veg fyrir að það eigi möguleika á að eignast eigið húsnæði og öðlast fjárhagslegt sjálfstæði. • Við eigum að gera það aftur eftirsóknarvert að stofna og eiga fyrirtæki – setja sjálfstæða atvinnurekandann aftur á sinn stall. Þannig á að hætta að refsa framtaksmönnum fyrir að ná árangri í rekstri, einfalda regluverk og standa að nýju vörð um samkeppni. • Við verðum að opna alla stjórnsýslu hins opinbera þannig að almenningur geti fylgst með gerðum og ákvörðunum stjórnmála- manna og embættismanna. • Við eigum að opna allt bókhald ríkisins, ríkisfyrirtækja- og stofnana, sveitarfélaga og fyrirtækja þeirra. Kjörorðið á að vera: Allt upp á borðum! Mynd: Maxime De Ruyck

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.