Þjóðmál - 01.09.2015, Page 22
20 ÞJÓÐMÁL hausthefti 2015
• Við eigum að innleiða og standa vörð um
netfrelsi og upplýsingafrelsi borgaranna.
• Við skulum leiða umfangsmikla fjárfestingu
í heilbrigðiskerfinu – fjárfestingu sem er
ekki aðeins ein sú arðbærasta sem þjóðinni
býðst, heldur mun hún auka lífsgæði allra
landsmanna ef rétt er að verki staðið. Við
eigum að gera skýr skil á milli þess hver
greiðir (ríkið) og hver veitir þjónustuna (ríki,
einstaklingar, félagasamtök).
• Við verðum að huga að grunnþáttum menntunar – innleiða samkeppni og
auka þar með valmöguleikana ungs fólks
í menntun. (Við eigum ekki að ræða um
framhaldsskólann á þeim nótum að gefið sé
í skyn að ungt fólk á Íslandi sé dugminna en
jafnaldrar þeirra í nágrannalöndunum).
• Við verðum að gera iðn- og tækninám að
raunhæfu vali.
• Við eigum að leiðrétta eitt mesta óréttlætið
sem hefur fengið að grafa um sig á Íslandi.
Þjóðinni hefur verið skiptist í tvo hópa.
Annar hópurinn nýtur ríkisábyrgðar á
lífeyrisréttindum. Hinn hópurinn þarf að
sætta sig við skert lífeyrisréttindi ef illa
gengur.
• Við þurfum að tryggja að launafólk hafi
valfrelsi um lífeyrissjóði og tryggja rétt þeirra
til að hafa áhrif á stjórnir sjóðanna.
• Við eigum að skera upp almannatrygginga-
kerfið og innleiða nýja hugsun við að
aðstoða þá sem þurfa á því að halda og
tryggja þeim mannsæmandi lífskjör.
• Við verðum að gefa fólki á eftirlaunum val-
frelsi til að afla sér atvinnutekna.
• Við eigum að veita fötluðum raunverulegt
valfrelsi í þjónustu.
• Við þurfum að losa landbúnaðinn úr viðjum
ofstýringar og afskipta og nýta þau ótrúlegu
tækifæri sem eru til lands og sjávar þannig
að Ísland verði fyrirmynd í matvælafram-
leiðslu.
• Við eigum að leggja áherslu á hag millistétt-
arinnar – á hagsmuni launafólks og tryggja
að fulltrúum launþegahreyfingarinnar sé
teflt fram á vegum flokksins á Alþingi og í
sveitarstjórnum. Við eigum að koma aftur
á einu þrepi í tekjuskatti en margþrepa
tekjuskattskerfi hefur komið þyngst niður á
millistéttinni.
• Við þurfum að tryggja réttindi borgaranna
gagnvart hinu opinbera, standa vörð um
friðhelgi einkalífsins, eignaréttinn, trúfrelsið
og réttinn til tjáningar og félagafrelsið.
• Við eigum að leggja áherslu á að grund-
völlur jafnréttis er fjárhagslegt sjálfstæði
einstaklingsins.
• Við eigum að draga fram samhengið á milli
fjárhagslegs sjálfstæðis, lágra skatta og
atvinnufrelsis.
Mér dettur ekki í huga að listinn hér að
ofan sé tæmandi – verkefnin eru fleiri og sum
flóknari en ég set þau fram. En ég er sann-
færður um að hann sé góð byrjun enda byggja
allar hugmyndirnar á grunnstefi Sjálfstæðis-
flokksins allt frá 1929 um frelsi einstaklingsins.
Auðvitað dugar ekki að breyta aðeins
orðræðunni. Orð og athafnir verða að fara
saman. Kjósendur verða að geta gengið að því
sem vísu að sjálfstæðismenn hryndi hugmynd-
um sínum og stefnu í framkvæmd þegar þeir fá
til þess tækifæri.
Hægt og bítandi munu sjálfstæðismenn sjá
árangur og ímynd flokksins – sem kerfislægur
og teknókratískur hagsmunaflokkur – breyt-
ist. Í þessu felst engin stefnubreyting heldur
aðeins annað orðfæri með áherslu á grunnstef
sjálfstæðisstefnunnar sem hefur alla tíð átt
góðan hljómgrunn meðal allra Íslendinga, ekki
síst þeirra sem yngri eru.
Eitt er að minnsta víst: Tækifærin eru til staðar
og sjálfstæðismenn geta annað hvort nýtt þau
eða hent þeim frá sér.
Auðvitað dugar ekki að breyta aðeins
orðræðunni. Orð og athafnir verða að fara
saman. Kjósendur verða að geta gengið
að því sem vísu að sjálfstæðismenn hryndi
hugmyndum sínum og stefnu í fram-
kvæmd þegar þeir fá tækifæri.
Hægt og bítandi munu sjálfstæðismenn
sjá árangur og ímynd flokksins –
sem kerfislægur og teknókratískur
hagsmunaflokkur – breytist.