Þjóðmál - 01.09.2015, Síða 23
ÞJÓÐMÁL hausthefti 2015 21
Ragnhildur Kolka
Á toppnum
en skrapa
þó botninn
Þeir eru á mikilli siglingu í skoðanakönnunum
þessa dagana flokkurinn sem kennir sig við
sjóræningja. Minnir um margt á hjarðbylgjuna
sem gekk yfir íslenska þjóð þegar Sylvía Nótt
söng sig uppá og útaf Eurovisionpallinum.
Sama þörfin og þá fyrir „eitthvað annað“. Fólk
af öllum gerðum segist ætla að kjósa Píratana
þótt þeir bjóði lítið annað en afgreiðslustörf
við þjóðaratkvæðakassann - og auðvitað fría
nettengingu. Þrátt fyrir þetta lítilræði segjast
kjósendur tilbúnir að leggja traust sitt á þessa
talsmenn tölvuleikja, því Píratar þreyta þá ekki
með lausnamiðuðu stagli. Þeir bjóða engar
lausnir og það þykir í dag bæði heiðarlegt og
kúl. Sama þjóðin og hvatti galvaska bankstera,
eins og Eva Joli kallaði útrásarhetjurnar okkar,
til að velta um sparibaukum landsmanna, í
rússneskri rúllettu fjármálamarkaða heimsins,
er nú komin til vits og vill ekki lengur láta
„staðnaða flokksjálka“ véla um sín mál. „Nú get
ég“ segir þjóðarsálin og tekur örlög sín í eigin
hendur. Það er svo sem ástæðulaust að gera
því skóna að þessir geðþekku sjóræningjar
hafi í hyggju að ræna þjóðarskútunni og sigla
með hana í Karíbahafið, en traust upp á 35%
er ekkert smá. Sérstaklega þegar ekkert liggur
fyrir um hvað þeir geta annað en eigin orð um
að standa fyrir lýðræði, gagnsæi og heiðarleika.
Minnist einhver þess að stjórnmálamaður hafi
gefið sig út fyrir að standa fyrir nokkuð annað?
Og þótt ég vilji kannski ekki kasta köldu vatni
á þetta nýjabrum í stjórnamálaflóru landsins
finnst mér ástæða til að staldra við og skoða
verk og stefnu Pírata, ef þau er einhvers staðar
að finna.
Þegar stefnumál Pírata (sem þeir kalla
reyndar grunnstef ) eru skoðuð má segja að
þau hljómi að ýmsu leyti sem músík í mínum
eyrum. Réttindi borgaranna eru kjarninn sem
þeir vinna útfrá; kosningarétturinn, trúfrelsið,
tjáningarfrelsið, fjölmiðlafrelsið og rétturinn
til að mótmæla á friðsaman hátt. Allt þetta
höfum við nú þegar, það eina sem vantar í
stefnuskrána er frelsið til athafna, þ.e.a.s. fyrir
utan frelsi Pírata til að gramsa í eigum annarra.
En trúir nafngift sinni þá er Pírötum eignaréttur-
inn ekkert sérlega heilagur samanber nálgun
þeirra við höfundarréttarvarið efni á netinu og
sjávarútvegsstefnuna sem byggir á tillögu um
eignarnám aflaheimilda. Lítið fer fyrir skyldum
borgaranna. Auðvitað eiga borgaraleg réttindi
alltaf að vera til skoðunar, en þegar nánar er
að gáð fellur ósjaldan ryð á þennan anarkíska
sjarma sem glitrar á yfirborði grunnstefsins, en
það vill helst gerast þegar upp dúkka gamal-
kunnar klisjur úr hugmyndafræði sem margir
trúðu hafa lognast útaf í Evrópu um 1990.
Flokkur Pírata er nefnilega einhvers konar
bræðingur af anarkisma, frjálshyggju,
kommúnisma og rómantísku hipparússi
síðustu aldar klætt í búning hátækninnar.
Póstmódernísk fylking sem vill brjóta gamalt
fyrirkomulag niður til að setja það saman á
nýjan leik samkvæmt formúlum tölvuleikjanna
án þess þó að vita hvað í því felst fyrir raunheim-
inn. Aðalatriðið virðist vera að gera það með
hjálp átrúnaðargoðsins, tölvutækninnar. Þau vilja
vel, elska næstum alla, en draumsýn sína mest.
Pírötum er tíðrætt um gagnrýna hugsun og
sannarlega leggjast þeir af alefli í hana. Með
misjöfnum árangri þó. Hún birtist okkur úr
þingsölum aðallega í tilraunum til að tala sig
að niðurstöðu í ræðustól með ótæpilegum
áherslum á aukaatriði og flækjustigi sem fylgir