Þjóðmál - 01.09.2015, Side 24

Þjóðmál - 01.09.2015, Side 24
22 ÞJÓÐMÁL hausthefti 2015 upplýsingaflóðinu. Fyrir bragðið ná þeir ekki að fylgjast með málum eða taka afstöðu til þeirra, því óendanleikinn sem besti vinur barnanna, internetið, býður uppá er allur á fótinn. Hvernig er líka hægt að komast yfir að lesa allt það sem upp kemur þegar slegin eru inn orð eins og gagnrýnin hugsun (critical thinking) eða borgaraleg réttindi (civil rights)? Og hve mikinn tíma má taka til að vinna úr niðurstöðunum og komast að endanlegri niðurstöðu? Svo ekki sé minnst á að móta stefnu að loknu samráði við allt baklandið í netheimum. En þannig munu vinnubrögðin vera við ákvarðanatökur hjá Pírötum. Á meðan Píratar strita við að sía hismið frá kjarnanum hringir bjallan í þingsal og málið ýmist tekið af dagskrá eða fest í lög. Kollegi þeirra Kapteinn Krókur hefði illa fótað sig í þessum sveimhuga félagsskap. Höfundur Reykjavíkurbréfs Morgunblaðsins 7. ágúst bendir á hve galið það er þegar stjórnmálaafl hefur enga sjálfstæða stefnu og hagsmunir íslensku þjóðarinnar liggja við. Grunnstef í efnahagsmálum eða utanríkismálum hefði komið að notum þegar Píratinn í utanríkismálanefnd var inntur eftir afstöðu síns flokks til viðskiptaþvingananna gegn Rússum og hann lýsti svo: „Við stöndum áfram með þeim ríkjum sem við höfum alltaf staðið með þegar kemur að viðskiptaþvingunum.“ Eins og slíkar þvinganir séu daglegt brauð og við alltaf trygg í slagtoginu. Að aðrir fulltrúar í nefndinni hafi tekið sömu afstöðu til bannsins réttlætir ekki þetta einfeldningslega svar Píratans, því aðrir flokkar eru ekki að skreyta sig með slíkum glinguryrðum. Eflaust hefði það þó gagnast nefndinni að viðhafa gagnrýna hugsun og öguð vinnubrögð við lausn verkefnisins. Einfaldari leið til Annað málefni Pírötum hjartkært er svokallað beint lýðræði, þ.e. Píratar vilja að ákvarðanataka í sem flestum málum verði í höndum einstakl- inganna sjálfra. Þetta segja þeir lið í baráttunni við útblásið ríkisvald, því Pírötum geðjast ekki fulltrúalýðræðið. Ég er innilega sammála Píröt- um um að við búum við útblásið ríkisvald og vissulega mætti almenningur leggja það á sig að kynna sér og kjósa um ýmiss konar málefni. Þó er til einfaldari leið og kostnaðarminni sem líklegri er til að draga úr umsvifum ríkisins. Hún felst í að fækka verkefnum þess og draga úr útgjöldum. Ekkert í grunnstefjum Pírata bendir til að það sé á planinu. Beina lýðræðið þeirra á því bara að leggjast ofan á allt hitt. Sjálfsagt er að gefa almenningi kost á þátttöku í ákvarðanatöku þar sem það á við, en til að þjóðaratkvæðagreiðsla spegli vilja almenn- ings verður að tryggja að spurningarnar sem lagðar eru í dóm kjósenda leiði til afdráttar- lausrar niðurstöðu og að þátttaka sé almenn. Þjóðaratkvæðagreiðslur eiga ekki að vera leið sérhagsmunahópa til að ná vilja sínum fram á kostnað annarra. Við höfum vítin til að varast frá síðasta kjörtímabili. Gott dæmi um klúðurs- lega atkvæðagreiðslu og afdrif hennar er svo- kölluð þjóðaratkvæða- greiðsla um „nýja stjórnarskrá“. Þarf varla að fara fleiri orðum um hana svo vel situr allur sá sirkus í minni manna. Gallagripurinn sá virðist þó hafa fallið Pírötum í geð og barátta þeirra nú snýst um fleiri slíkar og þá rafrænar til að auka þátttökuna. Þar mun á brattann að sækja, því áhuginn er lítill. Reykjavíkurborg hefur tvisvar boðið upp á rafrænar kosningar, nú síðasta í upphafi árs og tóku heil 6.7% kjósenda þátt. Mest var þátttakan í þeim hverfum þar sem þjónusta borgar- innar hefur gersamlega verið í molum og náði hún þar þó aðeins til innan við 10% kjósenda. Þurftu kjósendur þó ekki að ómaka sig upp úr sófanum. Þessi lélega þátttaka segir manni að kjósendur vilji láta nálgast sig sem vitibornar Píratar á siglingu: Póstmódernísk fylking sem vill brjóta gamalt fyrirkomulag niður til að setja það saman á nýjan leik samkvæmt formúlum tölvuleikjanna án þess þó að vita hvað í því felst fyrir raunheiminn. Þó er til einfaldari leið og kostnaðar- minni sem líklegri er til að draga úr umsvifum ríkisins. Hún felst í að fækka verkefnum þess og draga úr útgjöldum. Ekkert í grunnstefjum Pírata bendir til að það sé á planinu.

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.