Þjóðmál - 01.09.2015, Page 26

Þjóðmál - 01.09.2015, Page 26
24 ÞJÓÐMÁL hausthefti 2015 sem á að tryggja allt milli himins og jarðar. Lág- marks framfærslu, afþreyingu og menntun fyrir alla, viðeigandi húsnæði sem ríkið á að taka, að því er virðist, til afnota fyrir „þurfandi“ með góðu eða illu. Og til að tryggja frið um aðgerð- irnar leggja Píratar til að „[a]fnema [...] hugtakið „bótakerfi’”.” Það vill segja, að þegar ekki er lengur um að ræða að tilfærslan sé form bóta, svo óskiljanleg sem það hugtak er þegar stærsti hluti þjóðarinnar er á einhvers kona bótum, þá er tilfærslan bara réttmæt dreifing auðsins. Þetta orwellska newspeak tröllríður umræðunni nú um stundir. Til að toppa gömlu kommana sem nú kalla sig Vinstri-græn, sem fyrir aðeins liðlega ári síðan lögðu fram frumvarp til laga um lágmarkslaun (Lilja Rafney Magnúsdóttir, Steingrímur Sigfússon og með þeim í slagtogi Birgitta Jónsdóttir nú kapteinn Pírati), gera Píratar nú kröfu um að allir njóti lágmarksfram- færslu. Þessi krafa er af sama meiði og lág- markslaunin enda aðkallandi eftirfylgni þegar atvinnuleysi lágmarkslaunanna fer að bíta. En svo undarlegt sem það má virðast þá gera Píratar sér ekki grein fyrir að nú þegar njóta allir landsmenn lágmarksframfærslu, þ.e. lágmarks- launa eða lágmarksbóta. Það er hinsvegar ekkert að því að Píratar hafi það að markmiði að hækka framfærsluviðmiðin. Þeir hafa t.d. núna gullið tækifæri til að láta að sér kveða í þeim málum með sinn mann í borgarstjórn. Mættu þeir t.d. stinga því að borgarfulltrúanum að lækkun útsvars myndi svo sannarlega koma þeim tekjulægstu vel. Eins mætti inna borgar- stjórann eftir kosningaloforði hans um gífur- legar framkvæmdir í félagslega íbúðakerfinu. En síðustu fregnir af þeim vettvangi eru að félagslegum leiguíbúðum hefur fækkað um 27 frá árinu 2010 þrátt fyrir kosningaloforð borgarstjórans um fjölgun sem svarar 100 félagslegum íbúðum á ári frá 2010-2014. Loforð sem enn er falið upp í jakkaermi borgarstjórans. Það gleymdist nefnilega að taka fram að hann ætlaði öðrum að standa undir kostnaði við ofrausn sína. Má þakka skeleggum fulltrúum Framsóknarflokksins fyrir hversu iðnir þeir eru við að upplýsa almenning um snákaolíuna sem núverandi meirihluti smurði á kosningaloforð sín við síðustu og þar síðustu borgarstjórnar- kosningar. Barnslega falleg atvinnustefna Atvinnustef Pírata er einfalt. Það felst í því að koma umheiminum í skilning um hverslags snillingar búa á Íslandi og hve vel þeir séu netvæddir. Í krafti þess eiga atvinnutilboðin að streyma inn svo að öll þjóðin geti setið sveitt við tölvur sínar. En þar sem þeir sjá framá að þessi ofuruppgötvun geti tekið tíma þykir þeim réttast að bregðast strax við og stytta vinnu- vikuna um 12.5% í einum rykk. Val um að stytta hana enn frekar ef ekki rætist úr verkefnum er í option pakkanum. Enginn skal þó lækka í launum og mun Stóri Bróðir eiga að fylgjast vel með því. Aðrir atvinnuvegir eru ekki tilnefndir og varð maður hugsi yfir hver ætti að sjá um allt hitt. En Píratar leyna á sér. Með því að lýsa sig fjölmenningarsinna og kalla eftir óheftum innflutningi flóttafólks megi auka fjölbreytni starfa í samfélaginu. Fjölmenning er fínt orð yfir aðflutt vinnuafl í störf sem innfæddir nenna ekki lengur að sinna; fólk í fiskvinnslu og öðrum þjónustustörfum. Það er eitthvað óendanlega krúttlegt við þessa einfeldni himinblámans sem umlykur Píratana. Trú þeirra á að öll þjóðin geti leikið á lyklaborð sér til framfærslu er svo barnslega falleg. Einhvers konar aldingarðurinn Eden, hér og nú. En svo gerðist það einn dag að Píratar vöknuðu upp við veruleikann; hrjúfan og kaldann. Það gerðist þegar fögru orðin og hugmyndirnar á spjallborðinu keyrðu á steinsteyptan vegg raunheimsins. Áreksturinn olli stórfelldu tjóni á ímynd hreinleikans. Þannig fauk gagnsæið í maí síðastliðnum, þegar Píratinn í borgarstjórn greiddi atkvæði gegn auknu gagnsæi í skólamálum foreldrum til handa. Hið háleita gagnsæi, sem átti að En svo gerðist það einn dag að Píratar vöknuðu upp við veruleikann; hrjúfan og kaldann. Það gerðist þegar fögru orðin og hugmyndirnar á spjallborðinu keyrðu á steinsteyptan vegg raun- heimsins. Áreksturinn olli stórfelldu tjóni á ímynd hreinleikans. Þannig fauk gagnsæið í maí síðastliðnum, þegar Píratinn í borgarstjórn greiddi atkvæði gegn auknu gagnsæi í skólamálum foreldrum til handa. Hið háleita gagnsæi, sem átti að vera þríheilagt með gagnrýninni hugsun og lýðræðiskröfunni keyrði þarna beinustu leið útaf.

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.