Þjóðmál - 01.09.2015, Síða 32

Þjóðmál - 01.09.2015, Síða 32
30 ÞJÓÐMÁL hausthefti 2015 fólk er ekki á sama máli. Allt eru þetta málefni sem Heimdallur hefur talað um svo árum skiptir, en boðskapurinn fallið í grýttan jarðveg meðal þingmanna Sjálfstæðisflokksins með örfáum undantekningum. Það er kominn tími til að Sjálfstæðisflokkurinn endurheimti fyrri ímynd sína sem frjálslyndur, borgaralegur og framsækinn flokkur. En til þess að það sé mögulegt, verður hann að hafa þing- menn sem trúa á grunngildi Sjálfstæðisflokksins, gildin um einstaklings- og verslunarfrelsi, og eru í stjórnmálum vegna hugsjóna og láta ekki stjórnast af hversdagslegum pragmatisma og embættismennsku. Frjálshyggjumenn hafa líka blæðandi hjörtu Frumvarp sem heimilar fólki að leigja út bílinn sinn á ekki einungis að vera rökstutt í sjónvarps- fréttum með því að „eigið fé“ fólks sé betur nýtt verði lagafrumvarpið samþykkt. Frekar ætti þingmaðurinn að útskýra að honum finnist sjálfsagt að fólk geti leigt út bifreiðina sína án þess að þurfa að príla í gegnum reglugerðar- frumskóg, sem þjónar fyrst og fremst stórum fyrirtækjum sem eiga auðvelt með að hoppa yfir þær hindranir sem ríkið setur. Eigi frelsis- stefnan að eiga sér einhverja von, þá verður hún að vera rökstutt þannig að venjulegt fólk geti samsamað sig við hana. Því má nefnilega ekki gleyma að frelsi er mannúðarstefna. Engin önnur stefna er betur til þess fallin að bæta kjör almennings, og á þeirri forsendu þarf að sækja fram á við og sannfæra fólk að í frelsinu felist tækifæri og lausnir við þeim vandamálum sem ríkið hefur skapað með afskiptum af markaðnum. Skýrt dæmi um þetta er húsnæðis- markaðurinn í Reykjavík, þar sem velmeinandi en íþyngjandi byggingareglugerðir ýta hús- næðisverði upp samhliða tilbúnum lóðaskorti í boði borgarinnar. Um leið og fólk finnur að kjörnir fulltrúar tala af sannfæringu og frá hjartanu, sannfærist það um að þeir séu í pólitískum störfum á eigin forsendum. Þannig stjórnmálamenn er hægt að treysta – og kjósa á Alþingi og í sveitarstjórnir. Við megum ekki eftirláta jafnaðarmönnunum manngæskuna. Það er of hættulegt. Er það hlutverk Heimdallar að sannfæra unga kjósendur? Sumir af þeim kjörnu fulltrúum, sem síst ná til ungs fólks, telja það vera verk ungliðahreyfing- arinnar að ná til ungra kjósenda. Þeir fría sig allri ábyrgð og kenna ungliðahreyfingunni um fylgistapið. Ef meiri bjór væri á boðstólum og skemmtilegra fólk í stjórn Heimdallar, þá væri flokkurinn á grænni grein, segja þeir sumir. Ég hef vissra hagsmuna að gæta gagnvart þessari gagnrýni, sem fyrrverandi formaður Heimdallar, enda finnst mér hún missa marks. Vissulega geta skemmtilegir og fjölbreyttir viðburðir laðað fleira ungt fólk að starfi Sjálfstæðisflokks- ins. En þegar öllu er á botninn hvolft, þá eru stjórnmálamenn sem geta ekki náð til kjósenda á aldrinum 18-39 ára, ef til vill ekki mjög góðir stjórnmálamenn. Væri það boðlegt ef ég, 22 ára, segðist ekki geta náð til aldurshópsins 35-60 ára? Ron Paul og Bernie Sanders, báðir jaðarþingmenn í Bandaríkjunum, njóta gífurlegs fylgis hjá ungu fólki þrátt fyrir að vera á áttræðisaldri. Einu pólitísku vopnin sem þeir hafa þurft til að ná til ungs fólks er pólitísk sann- færing. Sömu lögmál gilda á Íslandi. Kapphlaup vinnast ekki með því að elta and- stæðingana og draga þá niður í forarpyttinn, heldur með því spyrna fótunum í jörðina og horfa fram á við. Það á líka við um hið pólitíska kapphlaup, sem Sjálfstæðisflokkurinn er ekki að vinna í dag. Eigi frelsisstefnan að eiga sér einhverja von, þá verður hún að vera rökstutt þannig að venjulegt fólk geti samsamað sig við hana. Því má nefnilega ekki gleyma að frelsi er mannúðarstefna. Engin önnur stefna er betur til þess fallin að bæta kjör almennings, og á þeirri forsendu þarf að sækja fram á við og sannfæra fólk að í frelsinu felist tækifæri og lausnir við þeim vandamálum sem ríkið hefur skapað með afskiptum af markaðnum. Ron Paul og Bernie Sanders, báðir jaðarþingmenn í Bandaríkjunum, njóta gífurlegs fylgis hjá ungu fólki þrátt fyrir að vera á áttræðisaldri. Einu pólitísku vopnin sem þeir hafa þurft til að ná til ungs fólks er pólitísk sannfæring. Sömu lögmál gilda á Íslandi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.