Þjóðmál - 01.09.2015, Page 36

Þjóðmál - 01.09.2015, Page 36
34 ÞJÓÐMÁL hausthefti 2015 Fyrir skömmu hlakkaði í dömu sem sagði við mig að nú væri bara komið að skuldadögunum fyrir nýlendustefnu okkar. Þetta er vitleysa reist á vanþekkingu á sögunni og ber auk þess vott um sektarkennd í bland við sjálfspyntingu sem alið er á í menntakerfinu. Jafnvel þó þetta væri rétt kemur það ekki að neinu gagni við úrlausn hinna óviðráðanlegu vandamála sem fólksstraumurinn og aðgerðarlausir stjórn- málamenn skapa. Það má ef til vill segja okkur „ábyrg“ fyrir offjölgun fólks í Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku í þeim skilningi að hinar stórstígu framfarir í heilbrigðismálum megi rekja til evrópsku nýlenduveldanna. Áhrifin má meðal annars greina í hinum heilbrigðu og sterkbyggðu ungu körlum sem eru í fylkingar- brjósti þeirra sem við sjáum nú koma. Með öðrum orðum, hér er ekki um að ræða þjóðflutninga eða flóttamenn í hefðbundnum skilningi. Hér er um það að ræða að andstöðu- laust sýna Evrópumenn undirgefni gagnvart fólki með framandi menningu sem á ekki heima í Evrópu en vill gjarnan njóta ávaxtanna af dugn- aði og sköpunarmætti Evrópumanna. Sé málum í raun þannig háttað að Evrópu- menn séu um það bil að fremja sameiginlegt sjálfsmorð liggur beint við að spyrja hvers vegna þeir hristi ekki bara af sér slenið og geri ráðstafanir til hindra þær hörmungar sem skella á þjóðum Evrópu áður en langt um líður. Fölsk sektarkennd elítunnar, gildahöfnunin, barnaskapurinn og söguvanþekkingin hafa þegar verið nefnd. Rannsókn á hinni óttalegu þróun í Svíþjóð bætir vænum efnivið í svarið. Svíþjóð hefur sérstöðu en sænsku veikinnar verður vart í öllum (vestur-) evrópskum lönd- um. Í Svíþjóð hefur vanhelgu bandalagi frómra stjórnmálamanna og vægðarlausra fjölmiða (gagnvart Svíum) tekist að spenna íbúana í heljargreipar sínar, þeir horfa nú möglunarlaust á fyrrum vel skipulagt þjóðfélag sitt breytast í samfélag þar sem enginn getur lengur talið sig öruggan. Nýleg aftaka fyrir opnum tjöldum án dóms og laga [í IKEA-verslun 10. ágúst 2015] á konu og syni hennar er ekki annað en síðasta drama- tíska dæmið um sænska ástandið. Svipaðir hlutir gerast í Danmörku, Hollandi, Frakklandi og Englandi. Í Frakklandi tryggja mörg þúsund sérþjálfaðir lögreglumenn röð og reglu á strætum og torgum, þeir sporna gegn ofbeldi og hryðjuverkum. Á Englandi undirbúa yfirvöld sambærilegar aðgerðir. Borgarastríðið í Evrópu er sem sagt fyrir löngu hafið, það er hluti þriðju heimsstyrjaldarinnar milli Evrópu/ Vesturlanda og árásargjarnra hryðjuverkasam- taka múslíma. Í raun ætti engan að undra þótt mið-austur- lenskt ástand skapist í evrópskum borgum eftir innflutning á milljónum múslíma frá Mið-Aust- urlöndum og Norður-Afríku. Evrópska elítan og herskari hennar af „sérfræðingum“ og fulltrúar góðmennsku- iðnaðarins trúa þó enn að þeir geti talað eða keypt (að sjálfsögðu á kostnað skattgreiðenda) sig frá vandanum með enn fleiri sjóðum, enn fleiri uppeldisfræðingum, enn meiri „samruna“. Við erum vitni að því sem aldrei fyrr hefur gerst í sögunni: sjálfviljugri uppgjöf siðmenningar. Greinin birtist upphaflega í Jyllands-Posten 22. ágúst 2015. Mynd: Freedom House

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.