Þjóðmál - 01.09.2015, Side 47

Þjóðmál - 01.09.2015, Side 47
ÞJÓÐMÁL hausthefti 2015 45 Íslensk vinstrihreyfing á í alvarlegri kreppu. Ítrekaðar tilraunir til sameiningar vinstrimanna hafa ekki borið árangur til langframa og aldrei hafa jafnmargir vinstriflokkar boðið fram og fyrir síðustu alþingiskosningar, eða ellefu alls. Kann- anir benda til að þrautagöngu vinstri- flokkanna sé hvergi nærri lokið og engin teikn á lofti um sameiningu þeirra. Langreyndasti þingmaðurinn á vinstri- vængnum er Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi formaður Vinstri grænna, og enginn ber jafnmikla ábyrgð á stjórnarstefnu áranna 2009–2013 en einmitt hann. Til að skilja umrótið á vinstrivængum undanfarna áratugi er nauðsynlegt að þekkja sögu Steingríms. Steingrímur Jóhann Sigfússon er fæddur hinn 4. ágúst 1955 á Gunnarsstöðum í Þistilfirði. Hann er kominn af rótgrónum framsóknar- ættum í Norður-Þingeyjarsýslu, sonur hjónanna Sigfúsar Aðalbergs Jóhannessonar og konu hans, Sigríðar Jóhannesdóttur. Steingrímur lauk landsprófi frá Héraðs- skólanum á Laugum og þaðan lá leiðin í Menntaskólann á Akureyri. Þar kviknaði áhugi hans á stjórnmálum, en sjálfur sagði hann svo frá að hann hefði færst „jafnt og þétt út á vinstri kantinn“ og þar áttu utanríkismálin sinn þátt, andstaða við veru varnarliðsins og fleira. Steingrímur var skiptinemi á Nýja-Sjálandi og ferðaðist nokkuð um heiminn að þeirri dvöl lokinni, en „eftir það hafði ég sannast sagna ekki mikinn áhuga á að setjast langdvölum að erlendis“, sagði hann í viðtali síðar og bætti við: nærmynd Björn Jón Bragason Af þingeyskum framsóknarættum

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.