Þjóðmál - 01.09.2015, Síða 58

Þjóðmál - 01.09.2015, Síða 58
56 ÞJÓÐMÁL hausthefti 2015 andliti sem fortíð hans sýndi“, eins og hún orðaði það. Hún taldi einnig að staða Svandísar, dóttur Svavars, í þingflokknum gæti torveldað hreinskiptnar umræður um málið. Guðfríður Lilja gekk því á fund Steingríms, reifaði áhyggjur sínar og velti því upp hvort ekki væri hentugra að fá til verksins mann með alþjóðlega reynslu og fjarlægan flokkakerfinu. Henni varð ekki að ósk sinni og það átti eftir að þyrma yfir hana þegar hún komst að því að pólitískur aðstoðarmaður Steingríms, Huginn Freyr Þorsteinsson, var starfsmaður Icesave- nefndarinnar og því sameiginlegur aðstoðar- maður þeirra Svavars og Steingríms, líkt og fram kemur í bók Sigurðar Más Jónssonar um Icesave-málið. Svavar hafði heldur ekki sinnt starfinu lengi þegar Steingrímur J. lét svo um mælt að hann þættist fullviss um að hann væri „að gera góða hluti“ og bætti við: „og ég skal lofa þér því að það er í sjónmáli að hann landi, og hans fólk, glæsilegri niðurstöðu fyrir okkur“. Steingrímur dró þessi ummæli til baka nokkrum dögum síðar og sagði þau hafa verið óheppileg. Kosningasigur Alþingiskosningarnar í aprílmánuði 2009 gerbreyttu pólitísku landslagi, enda tímarnir óvenjulegir í meira lagi og kjörtímabil hafði ekki verið rofið síðan 1979. Aldrei fyrr höfðu jafnmargir nýir þingmenn sest á Alþingi að loknum kosningunum, eða alls 27 talsins. Í fyrsta skiptið frá stofnun lýðveldis var Sjálf- stæðisflokkur ekki stærstur á þingi, hann galt afhroð og þingflokkurinn skrapp saman í aðeins 16 menn. Í kosningum tæpum tveimur árum fyrr náði flokkurinn inn 25 mönnum. Sjálfstæðisflokkurinn hafði þó gengið í gegnum mikla endurnýjun með nýjum formanni, Bjarna Benediktssyni. Kosningabarátta flokksins var sú máttlausasta sem um gat, enda flokkurinn í sárum eftir miklar ófarir. Samfylkingin varð nú stærst þingflokka, fékk alls 20 menn kjörna. Þetta var langmesti kosningasigur flokksins frá stofnun og mesta fylgi sem vinstriflokkur hafði nokkru sinni hlotið í þingkosningum hérlendis. Steingrímur J. þakkar sér þennan kosningasigur Samfylkingar og segir Vinstri græna hafa leyst Samfylkinguna úr gíslingu, eins og hann orðar það í bókinni Frá hruni og heim og bætir við: „Þau eiga okkur mikið að þakka í þeim efnum. Það er enginn vafi á að útkoma þeirra í kosningunum 2009 er algjörlega því að þakka að við björguðum þeim út úr samstarf- inu við Sjálfstæðisflokkinn. Þau fengu á sig nýjan svip með því að vera komin í samstarf við okkur með Jóhönnu í forystu og sluppu ótrúlega vel frá því að hafa verið í stjórn með Sjálfstæðisflokknum þegar allt hrundi. Aftur á móti var misjöfn hamingja með samstarfið við okkur í Samfylkingunni. Í baklandi flokks- ins var fólk sem ekki vildi vinna til vinstri.“ Fjórtán þingmenn komu í hlut Vinstri grænna. Þar með hafði myndast naumur þing- meirihluti þessarra tveggja flokka og engin þörf lengur á stuðningi Framsóknarflokks, sem fékk níu menn kjörna. Nýr flokkur sem spratt upp úr mótmælunum, Borgarahreyfingin, hlaut fjóra þingmenn. Einsýnt var að þeir flokkar sem myndað höfðu minnihlutastjórnina héldu áfram samstarfi en nýja stjórnin gerði ekki með sér eiginlegan stjórnarsáttmála, slíkur var ágreiningur Kosningaauglýsing Vinstri grænna vorið 2009. Flokkurinn var með byr í seglum og fékk 14 þingmenn kjörna.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.