Þjóðmál - 01.09.2015, Side 59
ÞJÓÐMÁL hausthefti 2015 57
flokkanna. Þess í stað var samin samstarfs-
yfirlýsing, en hún var ekki kynnt þingmönnum
Vinstri grænna fyrr en á flokksráðsfundi þeirra
10. maí, en síðar sama dag skyldi ríkisstjórnin
taka við völdum.
Samstaða Vinstri grænna brestur
Sjaldgæft er að Alþingi starfi mikið um sumar-
tímann, en sumarþingið 2009 varð hið lengsta í
manna minnum og meira eða minna lagt undir
Icesave-málið. Mikill titringur varð innan Vinstri
grænna vegna málsins og urðu samskipti þeirra
Steingríms J. og Ögmundar stirð. Samningur
Svavars tók miklum breytingum og inn í hann
var bætt efnahagslegum og lagalegum fyrir-
vörum. Lögin voru loks samþykkt á Alþingi hinn
28. ágúst með atkvæðum allra stjórnarþing-
manna. Fyrirvararnir féllu í grýttan jarðveg hjá
Bretum og Hollendingum og duldist engum
lengur hvernig stjórnvöld beggja ríkja höfðu
notað Alþjóðagjaldeyrissjóðinn til að kúga
Íslendinga. Því var haldið fram á þessum tíma
að réttast hefði verið fyrir íslensk stjórnvöld
að slíta viðræðum um Icesave þar til þessari
misnotkun á Alþjóðagjaldeyrissjóðnum lyki.
Forystumenn ríkisstjórnarinnar voru þó ekki
til í að ganga svo langt, þvert á móti. Á opnum
fundi Samfylkingarinnar hinn 30. september
2009 lét Jóhanna Sigurðardóttir svo um mælt
að ríkisstjórnin væri í viðræðum við Breta
og Hollendinga um breytingar á fyrirvörum
Alþingis, svo þær þjóðir myndu láta af þrýstingi
sínum á Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.
Jóhannes Þór Skúlason, einn forsprakka
InDefence-hópsins, kallaði þetta „óskiljanlega
þrælslund“ og bætti við:
„Ríkisstjórnin er að uppfylla kröfur kúgarans
til að biðja hann um að hætta að kúga sig. Í
slíkri stöðu gerist alltaf það sama: Kúgarinn
nær markmiðum sínum, kúgunin virkar.“
Ögmundi Jónassyni féll verulega illa að
breyta ætti samþykkt málsins á þingi og segir
Steingrímur í bók sinni Frá hruni og heim að
Ögmundur hafi verið „órólegur og vanstilltur
á þessum tíma“. Jóhanna var orðinn þreytt á
ástandinu hjá samstarfsflokknum og hótaði
opinberlega stjórnarslitum næðist ekki sam-
staða um Icesave-málið. Sama dag og þau
ummæli birtust hringdi Steingrímur í Ögmund
sem svaraði ekki, en kom skömmu síðar upp
í fjármálaráðuneyti til Steingríms mjög æstur
og tilkynnti Steingrími að hann væri á leið niður
í stjórnarráð til Jóhönnu að segja af sér. Stein-
grímur kom engu tauti við hann og Jóhanna
ekki heldur. Hann sagði því af sér og Álfheiður
Ingadóttir, flokkshollur þingmaður Vinstri
grænna, varð heilbrigðisráðherra.
Ýmis fleiri mál ollu deilum innan Vinstri
grænna. Ríkisstjórnin skar mjög niður fjárfram-
lög til heilbrigðismála og fyrsta verk stjórnar-
innar var að lækka örorkubætur. Þetta gramdist
mörgu flokksfólki.
Evrópumálin
Evrópusambandsumsóknin var helsta ágrein-
ingsefni flokkanna. Á flokksþingi Vinstri grænna
í marsmánuði 2009 hafði verið samþykkt
ályktun þar sem sagði að brýnt væri að fram
færi opin og lýðræðisleg umræða um samskipti
Íslands og Evrópusambandsins og að aðild
yrði leidd til lykta í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Hér kvað við nýjan tón í stefnu Vinstri grænna,
en Ögmundur Jónasson átti nokkurn þátt í að
semja þessa ályktun. Vart dylst nokkrum að hér
var búið í haginn fyrir áframhaldandi sam-
starf Vinstri grænna og Samfylkingarinnar, en
síðarnefndi flokkurinn hafði haft aðild Íslands
að Evrópusambandinu á dagskrá frá árinu 2003.
Ögmundur hafði verið fulltrúi Vinstri grænna
við fyrstu formlegu þreifingar milli stjórnarflokk-
anna um miðjan janúar 2009.
Steingrímur var kunnur af andstöðu við aðild
Íslands að sambandinu og hafði í blaðagrein
árið 2002 farið hörðum orðum um þær búsifjar
sem finnskur landbúnaður hefði orðið fyrir
vegna inngöngu í sambandið. Afstaða Stein-
gríms hafði ekkert breyst þegar komið var fram
á árið 2009 og aðeins fjórum dögum áður en
minnihlutastjórnin tók við völdum sagði hann
Evrópusambandsaðild ekki á dagskrá.
Jón Bjarnason, fyrrverandi þingmaður Vinstri
grænna, hefur látið þess getið í samtali við
höfund að hreina vinstristjórnin hafi í reynd
verið framhald af minnihlutastjórninni og marg-
vísleg málefni ekki afgreidd gagnvart þingflokki
Vinstri grænna. Að mati forystumanna flokksins
var talið óþarft að ræða málin upp á nýtt –
áfram skyldi haldið þar sem frá var horfið. Vinstri
grænir hafi gengið til ríkisstjórnarsamstarfs á for-
sendum Samfylkingarinnar og þar hafi Evrópu-
sambandsumsóknina borið langhæst.
Í huga Jóns Bjarnasonar og fleiri þingmanna
Vinstri grænna kom aldrei til greina að Evrópu-