Þjóðmál - 01.09.2015, Side 61
ÞJÓÐMÁL hausthefti 2015 59
aldrei átti sér stað raunverulegt samtal milli
manna, engar umræður.
Lilja Mósesdóttir sagðist eitt sinn hafa gengið
á Steingrím J. á þingflokksfundi vegna skulda
útgerðinnar. Án niðurfellingar þeirra yrði aldrei
unnt að gera breytingar á fiskveiðistjórnunar-
kerfinu, líkt og kveðið var á um í samstarfs-
samningi stjórnarflokkanna. Steingrímur sagði
að ekki væri gert ráð fyrir neinum afslætti á
skuldum útgerðarinnar. Þá sagði Lilja:
„Þú ert þá að segja að ekkert verði gert til að
breyta kvótakerfinu.“
Steingrímur svaraði Lilju engu.
Lilja segir samskipti í þingflokknum hafa verið
í hæsta máta yfirborðsleg og til þess fallin að
halda málum leyndum. Sama hafi verið upp
á teningnum í þingsalnum. Lilju sýndist þó
ástandið sýnu verra í Samfylkingunni. Þar
hafi aldrei mátt ræða nokkurn skapaðan hlut.
Hún kveðst fljótt hafa náð ágætu sambandi
við þingmenn Framsóknarflokks og Sjálf-
stæðisflokks og þaðan fékk hún miklu meiri
upplýsingar um ýmis málefni heldur en frá
samflokksmönnum.
Alltaf voru það sömu þingmenn Vinstri
grænna sem létu í sér heyra, en þeir hinir sömu
skilgreindir sem „nöldurseggir“. Þetta var hópur-
inn í kringum Ögmund Jónasson, Lilja sjálf,
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, Atli Gíslason og
að nokkru leyti Ásmundur Einar Daðason. Þessi
hópur hittist oft, ýmist heima hjá Ögmundi
eða Lilju. Hún segir ástandið hafa verið mjög
undarlegt, en stundum voru þingflokksfundir
haldnir á miðnætti og reglulega var „órólega
fólkið“ minnt á að það fengi „íhaldið aftur“ með
þessu áframhaldi: „Þið viljið íhaldið aftur,“ var
viðkvæðið. „Ég var til í að fella ríkisstjórnina, en
ekki allir. Það urðu örlög hópsins,“ segir Lilja og
vísar til „órólega hópsins“.
Jóhanna Sigurðardóttir vandaði þessum
þingmönnum Vinstri grænna ekki kveðjurnar
á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar þegar
hún sagði um þennan hóp að „of mikil orka
og tími“ færi í að „smala þeim saman og ná
málum í gegn“. Þá vísaði hún til orða ónefndrar
flokkssystur sinnar sem sagt hafði að þetta væri
„eins og að smala köttum“.
Lilja Mósesdóttir segir Steingrím J. hafa talað
á þessum tíma í predikunartón og mikið stuðst
við biblíulegar tilvitnanir og bætir við:
„Steingrímur J. Sigfússon er mjög merkileg
týpa. Hann upplifði sjálfan sig sem frelsara.“
Eins og áður var minnst á mun Steingrímur
telja að hann hafi bjargast úr bílslysinu forðum
fyrir forsjón almættisins og að hann hefði verk
að vinna hér á jörð. Á þingflokksfundum varð
honum tíðrætt um „göngin“. Það var sífellt
verið að ræða um „göngin“ og „ljósið við enda
ganganna“. Það væri engu líkara en hann teldi
sig vera að sinna guðlegri köllun.
Jón Bjarnason tekur í sama streng í samtali
við höfund og segir að Steingrímur hafi ítrekað
rætt um það á þingflokksfundum að hann
væri „blóðrisa á bakinu“ eftir erfiðið og þyrfti
stöðugt að bæta á sig verkefnum. Í raunum
sínum bar það við að Steingrímur hótaði þing-
flokknum að segja af sér. Í eitt skipti er hann
gerði það mælti Atli Gíslason þingmaður:
„Góði besti segðu þá af þér!“
Fátt var um svör hjá Steingrími.
Líklega hefur enginn stjórnarflokkur hér-
lendis þurft að glíma við jafnmikla stjórnarand-
stöðu meðal eigin þingmanna og vinstristjórnin
2009–2013. Ekki einasta gekk Ögmundur úr
ríkisstjórn heldur vann Jón Bjarnason, þing-
maður og ráðherra flokksins, nokkrum sinnum
á móti stefnu stjórnarinnar og fleiri þingmenn
greiddu atkvæði gegn stjórnarfrumvörpum.
Steingrímur segir Ögmund hafa fengið bak-
þanka yfir því að ganga úr stjórninni.
Ögmundur kom þó ekki aftur inn í stjórnina fyrr
en í september 2010 og settist í stól innanríkis-
ráðherra. Alls gengu fjórir þingmenn úr þing-
flokki Vinstri grænna á kjörtímabilinu og einn
afsalaði sér þingmennsku. Heldur betur hafði
orðið breyting, því áður ríkti mikil eindrægni
meðal þingmanna flokksins á sama tíma og
hinir þrír höfuðflokkarnir glímdu reglulega við
innbyrðis erjur. Steingrímur telur að hér hafi
mestu skipt að margt nýtt fólk hafði komið
inn 2009. Það hafi ekki haft neinn „tíma til að
skólast til“ eins og hann orðar það í bókinni Frá
hruni og heim.
Steingrímur einkavæðir bankana
Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og Stein-
gríms J. Sigfússonar varði gríðarlegum fjármun-
um, milljörðum á milljarða ofan, til vonlausra
„Steingrímur J. Sigfússon er mjög
merkileg týpa. Hann upplifði
sjálfan sig sem frelsara.“