Þjóðmál - 01.09.2015, Page 67

Þjóðmál - 01.09.2015, Page 67
ÞJÓÐMÁL hausthefti 2015 65 Stjórnmálamenn á öllum tímum og í öllum ríkjum hafa alltaf staðið fyrir ákveðnum vanda: Hvernig geta þeir fjármagnað gengdarlaus og síaukin ríkisafskipti til að styrkja völd sín og auka vinsældir án þess að það komi í bakið á þeim seinna meir? Til að ná þessu markmiði hafa stjórnmála- menn beitt mörgum úrræðum. Sumir hafa hækkað skatta til að fjármagna útgjaldahug- myndir sínar en sú leið mætir fljótt ákveðinni andspyrnu frá almenningi sem annaðhvort blæs til uppreisnar eða kýs með fótunum og flýr skattheimtuna. Fljótlega er þá gripið til skuldsetningar en lánadrottnar segja líka stopp að lokum. Sumir hafa blásið til stórra átaksverkefna eins og að „endurnýja innviði samfélagsins“ eða „bæta menntun barnanna“ eða „tryggja áhyggjulaus ævikvöld“. Undir fána þess konar yfirlýsinga – sé þeim trúað – má soga gríðar- lega fjármuni inn í hirslur ríkisvaldsins og deila þeim út þar sem helst þarf að afla stuðnings við ríkisreksturinn. Í sumum löndum eru margir aldraðir kjósendur og því upplagt að niður- greiða þeirra aðhlynningu, lyf og sundferðir til að tryggja sér atkvæði þeirra. Í öðrum eru margar barnafjölskyldur og þá liggur beint við að senda þeim reglulega ávísanir og lækka skatta á nákvæmlega þeirra neysluvenjur til að tryggja sér stuðning þeirra. Öryggisnet er ofið Geir Ágústsson Peningaprentvélar sem framleiðendur verðmæta – tálsýn eða blekking?

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.