Þjóðmál - 01.09.2015, Síða 69

Þjóðmál - 01.09.2015, Síða 69
ÞJÓÐMÁL hausthefti 2015 67 sig inn í hinar óþarfa fjárfestingar síðar meir. Bóla verður til sem springur þegar innistæðan fyrir henni reynist engin vera. Markmið Seðlabanka Íslands er að helminga kaupmátt íslenskra króna í umferð á um einnar kynslóðar fresti, eða með orðum bankans: „Meginmarkmið Seðlabanka Íslands er að halda verðlagi stöðugu og að jafnaði sem næst verðbólgumarkmiðinu sem er 2½%.“[4] Þetta er stefna sem byggist á a.m.k. 100 ára gömlum hagfræðilegum misskilningi um að lág en stöðug verðbólga sé nauðsynleg til að framleiða hagnað og knýja þannig áfram stækkandi hagkerfi. Með því að svipta aldraða ævisparnaði sínum í hæfilegum skömmtum og halda launafólki í eilífu launataxtakapphlaupi við kaupmátt peninganna eru gölluð vísindi að leggja grunninn að skammtímahugsun, hvetja til eyðslu, draga úr sparnaði og setja alla viðskiptaútreikninga í eilíft uppnám (eða það sem heitir að leiðrétta fyrir síbreytilegri verðbólgu). Andstæða verðbólgunnar, verðhjöðnun (almennt lækkandi verðlag), er reglulega rædd eins og einhvers konar ógn sem vofir yfir hagkerfinu ef ekkert er aðhafst. Þó gerist ekki annað í umhverfi verðhjöðnunar en að kaup- máttur almennings eykst, gjarnan vegna aukinnar framleiðni, á meðan framleiðend- ur halda áfram að keppast um neytendur. Ef tölvur eða bílar lækka um 5% í verði, t.d. vegna harðnandi samkeppni framleiðenda og aukinnar framleiðslu, en annað verðlag stendur í stað birtast rauðar tölur verðhjöðn- unar á Excel-skjölum seðlabankamanna og þeir blása til nýrrar peningaprentunar. Verðhjöðnun er samt eðlilegt ástand í umhverfi þar sem peningamagn helst nokkuð stöðugt á meðan tækniframfarir og fjárfesting eykur skilvirkni og framleiðslu. Að seðlabankamenn óttist hana er til merkis um að höfuð þeirra séu komin of nálægt tölvuskjánum og of fjarri raunveru- leikanum. Um meintar ógnir verðhjöðnunar og um verðbólgu sem stjórntæki yfirvalda má fræðast miklu meira um í litlu kveri sem hér er með er bent á.[5] Ríkisvaldið hvikar samt ekki frá stefnu sinni. Áratugum saman hefur því verið haldið fram að ríkisvaldið eitt geti staðið að útgáfu peninga og er þá eins og sögu slíkrar útgáfu sé skipulega sópað undir teppið. Á Íslandi eru skuldir hins opinbera e.t.v. ekki fjármagnaðar beint með peningaprentun (með því að prenta peninga beinlínis til að borga af ríkisskuldabréfum) en peningaprentunarvaldið er samt nýtt í ýmsum tilgangi. Löng hefð er t.d. fyrir því að „fella gengið“ til að halda útflutnings- fyrirtækjum á floti en á kostnað launþega, sparifjáreigenda og innflutningsaðila. Í kjölfar bankahrunsins haustið 2008 varð íslenskt vinnuafl ódýrt á alþjóðlegan mælikvarða þegar krónan tók dýfu á meðan launataxtar stóðu í stað. Sparnaður margra varð sömuleiðis að engu á meðan skuldirnar ruku upp, en stór fyrirtæki með pólitísk tengsl rökuðu inn seðlum í erlendri mynt og borguðu laun í verðlitlum krónum. En er þá ekkert til í því að hin opinbera peningaútgáfa og „[v]el mótuð peningastefna“ geti „stuðlað að aukinni hagsæld í landinu með því að tryggja stöðugt verðlag“ og á þann hátt „dregið úr efnahagssveiflum“?[4] Nei, í raun ekki. Ekki þarf hið opinbera að framleiða skó til að fólk labbi ekki berfætt eða ráði ekki við verðsveiflur af nýjum skófatnaði, t.d. í kjölfar innflutnings á þrjátíu gámum af skóm. Ekki þarf ríkisvaldið að flytja inn tannbursta til að tennur landsmanna haldist hreinar. Framleiðsla pen- inga er sérstök að því leyti að allir nota peninga en að öðru leyti ekki. Framboð og eftirspurn eftir peningum, þ.e. framleiðsla og notkun þeirra, fylgir lögmálum sem hagfræðin hefur lýst fyrir löngu líkt og hún hefur fyrir hvern annan varning og þjónustu. Hins vegar nær ríkisvaldið góðu kverkataki á Þetta er stefna sem byggist á a.m.k. 100 ára gömlum hagfræðilegum misskiln- ingi um að lág en stöðug verðbólga sé nauðsynleg til að framleiða hagnað og knýja þannig áfram stækkandi hagkerfi. Með því að svipta aldraða ævisparnaði sínum í hæfilegum skömmtum og halda launafólki í eilífu launataxtakapphlaupi við kaupmátt peninganna eru gölluð vísindi að leggja grunninn að skamm- tímahugsun, hvetja til eyðslu, draga úr sparnaði og setja alla viðskiptaútreikn- inga í eilíft uppnám (eða það sem heitir að leiðrétta fyrir síbreytilegri verðbólgu).
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.