Þjóðmál - 01.09.2015, Side 73

Þjóðmál - 01.09.2015, Side 73
ÞJÓÐMÁL hausthefti 2015 71 Kaupþingi neyðarlán að upphæð €500 milljónir, tilkynnti lögfræðingur Kaupþings dönsku hlutafélagaskránni, að FIH banki hafði verið veðsettur Seðlabankanum. Tókst að ljúka gerð veðsamnings síðdegis mánudaginn 6. október. Miklu máli skipti, að þetta var allsherjarveð: Það var ekki aðeins sett gegn þessu eina láni, heldur gegn öllum þeim öðrum kröfum, sem Seðla- bankinn kynni að hafa á Kaupþing. Var lánið veitt til fjögurra daga (Eiríkur Guðnason, 2011). Seðlabankinn greiddi Kaupþingi út neyðarlánið, €500 milljónir, í þremur greiðslum af reikningi sínum í Seðlabanka New York inn á reikning Kaupþings í Frankfurt. Tvo næstu daga notuðu Kaupþingsmenn þetta fé til þess að reyna að halda uppi útibúum og dótturfélögum sínum og leysa úr kröfum úr öllum áttum. En þegar bresk stjórnvöld lokuðu dótturfélagi Kaupþings í Bretlandi, KSF, á hádegi 8. október, urðu allir lánasamningar lausir, og varð Kaupþing að biðja um gjaldþrotaskipti aðfaranótt 9. október. Kaupþing gat því ekki endurgreitt á tilskildum tíma lánið, sem það hafði tekið í Seðlabankan- um, og mátti því bankinn ganga að veðinu. Hins vegar urðu skilanefnd Kaupþings, sem tók við öllum eignum og skuldbindingum Kaupþings, og Seðlabankinn sammála um að reyna að selja bankann sem fyrst, en hafa sam- ráð um rekstur hans fram að sölu. Ekki tókst að selja FIH banka haustið 2008, enda áraði þá illa. Hins vegar hafði hinn öflugi danski lífeyrissjóður ATP (Arbejdsmarkedets Tillægspension) hagsmuna að gæta, því að hann hafði árið 2007 veitt FIH banka lánalínu, sem nam 15 milljörðum danskra króna (FIH, 2009, 7). Þegar danska ríkið bjargaði mörgum innlendum bönkum frá falli í hinni alþjóðlegu lánsfjárkreppu með neyðaraðstoð, fékk FIH banki sinn skerf: Honum var lagður til 1,9 milljarður danskra króna, auk þess sem veitt var ríkisábyrgð á skuldbindingum hans allt að 50 milljörðum danskra króna, en sú ríkisábyrgð skyldi renna út haustið 2010 (Rangved o. fl. 2013, 444 og 446). Henrik Sjøgreen tók við bankastjórastöðunni af Lars Johansen á miðju ári 2009. Þegar leið að hausti 2010, lögðu dönsk stjórnvöld hart að Seðlabankanum og skila- nefnd Kaupþings að selja bankann sem fyrst innlendum aðilum. Hermdu ónefndir heimildar- menn danska blaðsins Børsen (Nielsen o. fl., 2010a), að Íslendingum hefðu verið settir úrslitakostir: Þeir yrðu að selja bankann, áður en ríkisábyrgðin rynni út, annars yrði hún ekki framlengd. Haustið 2010 gerðu tveir aðilar til- boð í FIH banka, annars vegar lífeyrissjóðurinn ATP ásamt tveimur öðrum lífeyrissjóðum og dönskum fjárfesti, Christian Dyvig, hins vegar fjárfestingasjóðurinn Triton ásamt nokkrum litlum dönskum lífeyrissjóðum. Seðlabankinn, sem nú var undir forystu Más Guðmundssonar, ákvað í samráði við dönsk stjórnvöld að taka tilboði ATP og Dyvigs. Ónefndir heimildarmenn viðskiptablaðsins Børsen hermdu, að skila- nefnd Kaupþings hefði frekar viljað taka tilboði Þar eð eigendurnir þurftu ekki að greiða Íslendingunum, sem seldu þeim bankann, nema 1,9 milljarð danskra króna, gátu þeir næstu ár gert ráð fyrir að þrefalda fjárfestingu sína. Christian Dyvig getur búist við að græða um 400 milljónir danskra króna, um 8 milljarða íslenskra króna, á þessum kaupum . Bankastjórarnir tveir og Fritz Schur eiga von á því að hagnast um 20 milljónir danskra króna hver, um 400 milljónir íslenskra króna hver.

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.