Þjóðmál - 01.09.2015, Síða 75

Þjóðmál - 01.09.2015, Síða 75
ÞJÓÐMÁL hausthefti 2015 73 banka, þótt bókfært eigið fé bankans við söluna haustið 2010 hafi verið um €1 milljarður og í árslok 2014 um €769 milljónir. Jafnframt verður að hafa í huga, að veðið var allsherjarveð, og Kaupþing skuldaði Seðlabankanum meira en €500 milljóna neyðarlánið. Hinum dönsku kaupendum er ekki um að kenna. Þeir sættu vissulega lagi, en þeir gerðu ekkert ólöglegt, að því er virðist. Margar spurningar vakna því: Hvers efnis var kaupsamningurinn haustið 2010? Var hagstæðara tilboðinu tekið? Var gert ráð fyrir afskriftum jafnt og tapi til frádráttar kaupverði? Hvers vegna létu íslensk stjórnvöld undan hótunum danskra stjórnvalda? Gat forsætisráðherra ekki gert sér ferð til Kaup- mannahafnar og beðið starfsbróður sinn ásjár í einlægu einkasamtali? Hefði ekki verið skyn- samlegra að nota eitthvað af lánum Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins til að leysa til sín bankann en að geyma þetta fé óhreyft á vöxtum í banka í New York? Og hefði íslenska ríkið ekki átt að setja það skilyrði í upphafi, að hann hefði mann eða menn í stjórn til að fylgjast með rekstri bankans, á meðan viðskiptunum var ólokið? Hvers vegna átti hinn íslenski kröfuhafi ekki að njóta góðs af því, þegar danska ríkið veitti bankanum óbeinan stuðning að upphæð 425 milljónum danskra króna að mati ráðherra- nefndar Evrópusambandsins? Hefði ekki átt að reikna það til lækkunar bókfærðu tapi? Hugsanlegt hefði líka verið að selja ekki allan bankann, heldur aðeins til dæmis helminginn lífeyrissjóðnum ATP, sem átti tvímælalaust hagsmuna að gæta og naut stuðnings danskra stjórnvalda. Enn annar möguleiki hefði verið að setja bankann í skiptameðferð, leysa hann upp, eins og nýju eigendurnir gerðu raunar að lokum. Hvers vegna áttu þeir Christian Dyvig, Bjarne Graven Larsen, Henrik Sjøgreen og Fritz Schur að græða hundruð milljóna og milljarða á þessum kaupum, á meðan Seðlabankinn tapaði tugmilljörðum á þeim? Erfitt er að meta, hvað þessi handvömm kostaði Seðlabankann, en ef reiknað er með sama eigið fé FIH banka og nú er bókfært, þá er það €769 milljónir, sem þarf þá að draga €225 milljónir frá, af því að það verð greiddu núverandi eigendur fyrir bankann. Samkvæmt því er tjónið €544 milljónir. Þá er gert ráð fyrir, að allsherjarveðið hefði nýst til að lækka skuldir Kaupþings við Seðlabankann. Ef svo er ekki, þá nemur tjónið að minnsta kosti €275 milljónum, sem er afgangurinn af skuld Kaupþings við Seðlabankann, eftir að €225 milljónir höfðu verið greiddar í fyrstu (og einu) útborgun fyrir bankann. Heritable Bank Heritable Bank var stofnaður í Glasgow 1877, en skráður 1887. Hann var fluttur til Lundúna 1950 og hafði aðsetur að 8 Hill Street við Berkeley- torg í vesturhluta borgarinnar, West End. Þegar leið að aldamótum og Halldór J. Kristjáns- son, bankastjóri Landsbankans, hugðist færa út kvíarnar og veita efnuðum Íslendingum fjármálaþjónustu í Bretlandi, benti fjármálaráð- gjafinn John Quitter honum á þennan litla, en trausta banka, sem sérhæfði sig í fasteigna- lánum (Páll Hreinsson o. fl., 2010, b. 8, Viðauki 1, 89). Í júlí 2000 keypti Landsbankinn 70% í bankanum af Wachovia bankanum og nokkrum stjórnendum. Í febrúar 2002 keypti Lands- bankinn afganginn af hlutabréfunum. Samtals greiddi bankinn £25,9 milljónir fyrir bankann. Martin Young, sem hafði verið bankastjóri, hélt starfi sínu, en samtals störfuðu 32 menn í bank- anum. Árið 2002 dró Young sig í hlé, og Mark Sismey-Durrant, sem hafði starfað hjá HSBC bankanum í Bretlandi og Sun Life Financial í Kanada, var ráðinn bankastjóri. Bankinn óx hægt og örugglega í höndum hans. Árið 2003 hóf bankinn að taka á móti heildsölulánum og árið 2004 venjulegum innlánum einstaklinga. Árið 2004 hóf bankinn líka að veita sérhæfð fasteignaveðlán. Heildarvelta bankans hafði verið um £175 milljónir, þegar Landsbankinn keypti hann, en hún var orðin um £450 milljónir árið 2005 og nálgaðist einn milljarð punda, er yfir lauk. Í árslok 2004 var Heritable Bank metinn á um £355 milljónir. Árið 2005 stofnaði Landsbankinn síðan sérstakt útibú í Lundúnum, sem hafði aðsetur að 15 St. Botolph Street í fjármálahverfinu, City. Tók það smám saman að sér ýmis fjármögnunarverkefni og veitti fjármálaþjónustu (Halldór J. Kristjánsson o. fl., 2009; Sismey-Durrant, 2014). Í október 2006 hóf Landsbankinn að taka við innlánum á svokallaða Icesave-reikninga á Netinu, en hugmyndina átti Sismay-Durrant bankastjóri, sem var í leit að nýjum tækifærum (Björgólfur Thor Björgólfsson, 2014, 162). Þótt reikningarnir væru í útibúi Landsbankans, hafði Heritable Bank yfirumsjón með þeim, en bakvinnu annaðist Newcastle Building Society. Heritable Bank starfaði eftir skoskum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.