Þjóðmál - 01.09.2015, Blaðsíða 77

Þjóðmál - 01.09.2015, Blaðsíða 77
ÞJÓÐMÁL hausthefti 2015 75 Norður-Kóreu og Íran. Mark Sismey-Durrant (2014) telur, að hinum óvæntu og harkalegu aðgerðum gegn Íslendingum hafi verið ætlað að leiða athyglina frá því, að breska ríkið var þessa sömu daga að moka stórfé í gjaldþrota banka til að halda þeim í rekstri. Endurskoðunarfyrirtækið Ernst & Young var fengið til að annast skiptameðferð Heritable Bank. Starfsmenn þess og breska fjármálaeftir- litsins komu á vettvang fullir grunsemda um, að í bankanum hefði ýmislegt misjafnt farið fram, en eftir að þeir höfðu kynnt sér bókhald hans, breyttist viðhorf þeirra og þeir urðu miklu vin- samlegri (Sismey-Durran, 2014). Skiptaráðendur ákváðu að selja ekki eignir strax, þar sem verðið væri mjög lágt. Þeir fengu £20 milljóna lán hjá austurríska bankanum BAWAG (Bank für Arbeit und Wirtschaft) til að bæta úr lausafjárskorti og urðu vegna árferðisins að greiða háa vexti og ríflega þóknun fyrir. Það lán var greitt aftur eftir nokkra mánuði. Flestum starfsmönnum var sagt upp (Ernst & Young, 2009a). Skiptin gengu vel. Í júlí 2009 höfðu allar forgangskröfur verið greiddar. Allar aðrar kröfur höfðu verið greiddar í ágúst 2013, og fengust 94 pence upp í hvert pund. Skiptaráðendur reiknuðu sjálfum sér þóknun að upphæð £28,9 milljónir og geymdu £39,3 milljónir í varasjóði vegna málaferla og lokauppgjörs (Ernst & Young, 2014a). Þessar tölur eru mjög merkilegar. Þær sýna, að Herit- able Bank var síður en svo gjaldþrota, þegar honum var lokað. Kröfuhafar töpuðu nær engu á skiptameðferð hans, þótt skiptakostnaður væri feikilegur, sex milljarðar íslenskra króna. Í skýrslu, sem fyrrverandi bankastjórar Lands- bankans tóku saman eftir bankahrunið, segir, að bresk stjórnvöld hafi með aðgerðum sínum gert banka, sem hafi verið £200–250 milljóna virði, verðlausan (Halldór J. Kristjánsson o. fl., 2009). Þetta mat bankastjóranna virðist ekki vera út í bláinn, þegar litið er til þess, hversu hátt hlutfall skulda endurheimtist við erfiðar aðstæður, jafnframt því sem nær £30 milljónir runnu í skiptakostnað og £40 milljónir eru geymdar í varasjóði, samtals £70 milljónir. Víst er, að þetta hugsanlega tap er ekkert smáfé á íslenskan mælikvarða, 40–50 milljarðar króna. Kaupthing Singer & Friedlander Julius Singer stofnaði verðbréfafyrirtæki í Lundúnum 1907. Nokkrum árum síðar gekk Ernst Friedlander, sem var af rótgróinni bankamannafjölskyldu í Berlín, til liðs við hann. Í stríðinu var þeim félögum meinað að eiga verðbréfaviðskipti vegna þýsks uppruna þeirra, og sneru þeir þá að bankastarfsemi. Singer & Friedlander var skráður banki árið 1920. Einn starfsmaður bankans á sjötta áratug varð frægur, George Soros fjárfestir (Litterick, 2002). Bankinn var einn af örfáum litlum einka- 8. október beitti breska ríkisstjórnin hryðjuverkalögum gegn Íslandi. Beindist tilskipunin að Landsbankanum, Seðla- bankanum, íslenska fjármálaeftirlitinu og ríkisstjórn Íslands. Á vefsíðu breska fjármálaráðuneytisins voru þessir íslensku aðilar um hríð á lista um ríki og samtök, sem ákvæði hryðjuverkalaganna giltu um, ásamt Al-Kaída, Talibönum, Norður- Kóreu og Íran.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.