Þjóðmál - 01.09.2015, Page 80

Þjóðmál - 01.09.2015, Page 80
78 ÞJÓÐMÁL hausthefti 2015 af eigin fé, og átti kaupandi að vera fjárfest- ingafyrirtækið J. C. Flowers. Starfsmenn þess þurftu hins vegar meiri tíma en fram á næsta morgun, svo að ekki varð úr kaupunum. Mið- vikudagsmorguninn 8. október kynnti breska ríkisstjórnin £500 milljarða björgunaraðgerðir við breska banka. Hreiðar Már Sigurðsson sendi Hector Sants fyrirspurn um það, hvort KSF fengi aðild að þessum aðgerðum, en fékk ekkert svar. Hreiðar Már og Ármann Þorvalds- son héldu áfram tilraunum til að útvega lausafé, en töldu sig þurfa meiri tíma. Klukkan tíu um morguninn birtu sjónvarpsstöðvar hins vegar fréttir af því, að Kaupþing væri fallið, en breska fjármálaráðuneytið hefði fært innlánsreikninga KSF yfir í hollenska bankann ING. Þetta kom Ármanni mjög á óvart. Hann hafði samband við samstarfsaðila sinn hjá fjármálaeftirlitinu, Juliu Dunn, sem var líka hissa. Hún kannaði málið, hringdi aftur í Ármann og sagði, að KSF yrði ekki lokað, ef lagðar yrðu £300 milljónir inn á reikning bankans (Ármann Þorvaldsson, 2009, 226). En eftir sjónvarpsfréttirnar um morguninn varð ekki aftur snúið. Kaupþing hélt að sér hönd- um í stað þess að leggja strax fé inn á reikning KSF, og klukkan 11:30 gaf breska fjármálaeftir- litið út tilskipun til KSF, þar sem bankanum var bannað frá og með 13:30 þennan sama dag að taka á móti innlánum. Með þessu lokaði fjármálaeftirlitið í reynd bankanum. Klukkan tólf tilkynnti Alistair Darling í beinni útsend- ingu frá breska þinginu, að Kaupþing væri komið í gjaldþrotameðferð og hann hefði þess vegna fært innlánsreikninga þess yfir í skoska bankann ING (Páll Hreinsson o. fl., 2010, b. 7, k. 20, 170; Treasury, 2008c). Darling hafði að vísu ekki rétt fyrir sér um þetta: Kaupþing fór í skiptameðferð síðdegis þennan dag. Þeir Hreiðar Már og Ármann héldu símafund með Sants í hádeginu, og þungt í þeim hljóðið. Lýstu þeir yfir sárum vonbrigðum með það, að breska fjármálaeftirlitið hefði lokað KSF eftir að hafa samþykkt neyðaráætlun bankans um sölu eigna til að bæta eiginfjárstöðuna. Hreiðar Már sagði, að eftir lokunina væri tilgangslaust að færa £300 milljónir inn á reikning KSF, eins og að hefði verið stefnt. Hann endurtók fyrirspurn sína til Sants um, hvort KSF, sem væri breskur banki, gæti fengið aðild að björgunaraðgerðum breska ríkisins. Svarið var stutt og laggott: „Þetta fé er ekki ykkur ætlað“ (Ármann Þor- valdsson, 2009, 226; Páll Hreinsson o. fl., 2010, b. 7, k. 20, 171). Um leið og KSF var lokað, varð Kaupþing gjaldþrota vegna ákvæða í lánasamningum um uppsögn þeirra, kæmi til slíks atviks. Endur- skoðunarfyrirtækið Ernst & Young var fengið til að sjá um skiptameðferð KSF. Var talsvert verk að flytja 170 þúsund Edge reikninga með £2,6 milljarða innlán samtals úr kerfi KSF í kerfi ING. Eins og fyrri daginn fékk ING þessa viðskiptavini endurgjaldslaust. Aðrir innstæðu- eigendur voru um þrjú þúsund, og námu innlán þeirra £2,3 milljörðum. Í fyrstu skýrslu sinni til kröfuhafa sögðu skiptaráðendur, að líklega yrðu endurheimtur um 50 pens á pund (Ernst & Young, 2009b). Þetta breyttist. Þegar síðast var greitt út til kröfuhafa í desember 2014, voru endurheimtur orðnar 82,5 pence á pund. Telja skiptaráðendur líklegt, að endurheimtur verði að lokum um 85–86,5 pence á pund. Hins vegar nemur skiptakostnaður £73 milljónum og lög- fræði- og ráðgjafarkostnaður £51 milljón (Ernst & Young, 2014b; Ernst & Young, 2014c). Greiðslur til skiptaráðenda hafa því verið hvorki meira né minna en 14 milljarðar íslenskra króna. En ljóst er af hinu háa endurheimtuhlutfalli, að KSF var alls ekki gjaldþrota, þegar bankanum var lokað og hann settur í skiptameðferð. Ekki er fráleitt að ætla, að fengist hefðu £500 milljónir fyrir bankann, hefði hann verið seldur í fullum rekstri á miðlungsári, hvorki í miðri uppsveiflu né miðri niðursveiflu. Þetta var kaupverð hans 2005, og eftir það hafði bankinn vaxið talsvert. Eftir lokun KSF hóf fjármálaeftirlitið rannsókn á starfsháttum yfirmanna KSF og Kaupþings, eins og við var að búast eftir yfirlýsingar Alistairs Darlings og Gordons Browns við íslenska ráðamenn, þótt athyglisvert sé, að tal um ólöglega fjármagnsflutninga til Íslands þagnaði Greiðslur til skiptaráðenda hafa því verið hvorki meira né minna en 14 milljarðar íslenskra króna. En ljóst er af hinu háa endurheimtuhlutfalli, að KSF var alls ekki gjaldþrota, þegar bankanum var lokað og hann settur í skiptameðferð. Ekki er fráleitt að ætla, að fengist hefðu £500 milljónir fyrir bankann, hefði hann verið seldur í fullum rekstri á miðlungsári, hvorki í miðri uppsveiflu né miðri niðursveiflu.

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.