Þjóðmál - 01.09.2015, Page 86

Þjóðmál - 01.09.2015, Page 86
84 ÞJÓÐMÁL hausthefti 2015 á HS Orku og ON2) fyrir áform um nýtingu jarðgufu, sem hann telur ósjálfbær, en flokkun viðkomandi jarðgufuvirkjana í nýtingarflokk var samþykkt í 2. áfanga Rammaáætlunar. Það er skylt að geta þess , að 27. ágúst 2015 andmæltu Ólafur G. Flóvenz, forstjóri ÍSOR3) og Guðni Axelsson, sviðsstjóri hjá ÍSOR4), rök- semdum Gunnlaugs, sem sýnir, að um málefnið ríkir fræðilegur ágreiningur, en í ljósi mikilvægis málsins í bráð og lengd bar Verkefnisstjórn Rammaáætlunar „að láta náttúruna njóta vafans“, sem er reyndar alræmd klisja umhverfis- ráðherra ríkisstjórnarinnar 2009-2013. Gagnrýni Gunnlaugs var m.a. svo hljóðandi: „Rammaáætlun um jarðvarma fór út af sporinu, þegar hún skipti litlum lands- væðum, eins og Reykjanesi/Svartsengi annars vegar og Hengli hins vegar, upp í marga virkjunarkosti, en hvort þeirra er í eðli sínu aðeins einn virkjunarkostur. Þegar kemur að stórfelldri nýtingu jarðvarma, eins og raforkuvinnsla óhjákvæmilega er, með borholum, sem geta teygt sig allt að þrjá kílómetra niður í jörðina og mörg hundruð eða þúsundir metra til hliðar frá borsvæðun- um, þarf hver virkjun helgunarsvæði, sem nær 10 km út frá virkjuninni, og sambæri- lega virkjun mætti ekki setja nær en í 20 km fjarlægð.“ Ekki er ástæða til að efast um jarðeðlisfræði- leg rök hins virðulega eðlisfræðings að baki þeirri kenningu, sem hann setur hér fram sem almenna reglu, væntanlega varúðarreglu, því að jarðlög, gleypni og gufuinnstreymi eru auðvitað mismunandi frá einu landsvæði til annars. Verður að ætla, að innan viðkomandi sérfræðingahóps 2. áfanga um jarðgufuvirkjanir hafi mönnum verið kunn téð varúðarregla, og það er kyndugt, að Verkefnisstjórnin skyldi snið- ganga hana með þeim hætti að setja Eldvörp og Stóru-Sandvík, sem brjóta fjarlægðarreglu Gunnlaugs á Reykjanesi, ásamt Hverahlíð, Gráuhnúkum og Meitlinum á Hengilssvæðinu, í nýtingarflokk. Þrír virkjunarkostir á Hengils- svæðinu eru settir í biðflokk, en aðeins tveir í verndarflokk, þ.e. Bitra og Grændalur. Í ljósi þess, að umrædd tvö vinnslusvæði eru núna alls ekki í jafnvægi, heldur dregur á köflum óeðlilega mikið niður í þeim, er óvarlega fram gengið að hálfu Verkefnisstjórnar um Ramma- áætlun, áfanga 2, að gefa grænt ljós á svo mikinn þéttleika, fjölda/km2 , jarðgufuvirkjana. Í ljósi tregðu hennar við að setja vel rannsakaða, hagkvæma og umhverfisvæna vatnsvirkjunar- kosti í nýtingarflokk, vekja þessi vinnubrögð tortryggni um hlutlægni Verkefnisstjórnar. Síðar í grein sinni setur Gunnlaugur H. Jóns- son fram skoðun um nýtingu og nýtni virkjana, sem höfundur þessarar Þjóðmálagreinar hefur iðulega viðrað á vefsetri sínu5) með hag komandi kynslóða að leiðarljósi, þar sem sjálfbærni nýtingarinnar er ekki örugg. Væri ekki úr vegi, að atvinnuveganefnd Alþingis tæki nýtnikröfuna til umræðu í því skyni, að þingið setji virkjunar- fyrirtækjum lágmarkskröfur um heildarnýtni virkjana. Gefum Gunnlaugi, eðlisfræðingi, orðið: „Það er góð orkustefna að framleiða raf- magn, með jarðhita sem aukaafurð með lághitanýtingu í hitaveitum, en það er orkusóun að láta raforkuframleiðsluna hafa forgang, og stýra álaginu á jarðhitasvæðin. Þetta á einkum við á svæðum Orkuveitu Reykjavíkur og Hitaveitu Suðurnesja, þar sem orkuþörf [aflþörf – innskot höf.] vex um tugi MW árlega, á sama tíma og gengið er á jarðhitann með því að senda árlega meiri varmaorku út í loftið um kæliturna en sem nemur framleiddri raf- og varmaorku og menga andrúmsloftið óhóflega í leiðinni.“ Undir þetta er heils hugar hægt að taka. Þegar OS gefur út virkjunarleyfi, ætti hún að Ekki er ástæða til að efast um jarðeðlis- fræðileg rök hins virðulega eðlisfræðings að baki þeirri kenningu, sem hann setur hér fram sem almenna reglu, væntanlega varúðarreglu, því að jarðlög, gleypni og gufuinnstreymi eru auðvitað mismunandi frá einu landsvæði til annars. Verður að ætla, að innan viðkomandi sérfræðinga- hóps 2. áfanga um jarðgufuvirkjanir hafi mönnum verið kunn téð varúðarregla, og það er kyndugt, að Verkefnisstjórnin skyldi sniðganga hana með þeim hætti að setja Eldvörp og Stóru-Sandvík, sem brjóta fjarlægðarreglu Gunnlaugs á Reykjanesi, ásamt Hverahlíð, Gráu- hnúkum og Meitlinum á Hengilssvæðinu, í nýtingarflokk.

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.