Þjóðmál - 01.09.2015, Side 87
ÞJÓÐMÁL hausthefti 2015 85
gaumgæfa nýtnina við nýtingu auðlindanna, en
til þess þarf hún væntanlega þingsályktunar-
tillögu sem bakhjarl. Sem lágmarksorkunýtni
virkjunar í rekstri, yfir árið, mætti nefna 40 %,
en það er tæplega ferföld nýtni raforkuvera, þar
sem aðeins háhitavarminn er nýttur, en með
lághitanýtingu að auki fimmfaldast nýtni orku-
versins. Baðvatn fyrir ferðamenn er verðmæt
aukaafurð jarðgufuvirkjana auk vinnslu kísils og
steinefna fyrir húðkrem o.fl. úr jarðvökvanum.
Heildarnýtni vatnsorkuvera við umbreytingu
fallorku vatns í raforku er yfir 90% og
mengun frá þessari gerð orkuvera er ekki önnur
en lítilsháttar metangas, sem stígur upp úr
miðlunarlónum um tíma, þar sem gróður hefur
lent undir vatni. Þetta er að líkindum minna
metanmagn en stígur upp af fjóshaugum og
haughúsum landsins. Metan er rúmlega 20
sinnum sterkari gróðurhúsalofttegund en
koltvíildi, CO2.
Bráðabirgða reynsla af vindmyllum hér-
lendis bendir til nýtni yfir rekstrartímann,
sem er rúmlega 40 %, og þar sem þarna er
ótvírætt um endurnýjanlega orku að ræða,
þurfa yfirvöld ekki að gæta hagsmuna komandi
kynslóða gagnvart vindmyllum með kröfum
um lágmarks nýtni þeirra, enda er undir hælinn
lagt, hvernig vindar blása. Um ölduvirkjanir og
sjávarfallavirkjanir framtíðarinnar gegnir svipuðu
máli og um vindmyllurnar. Verði hér reist
Þóríum-kjarnorkuver, mun líklega gilda svipað
um þau og jarðgufuvirkjanirnar, því að lögmál
varmafræðinnar gera engan greinarmun á
frumorkugjöfum, en taka mið af hitastigsmuni
varmagjafa og varmaþega.
Betra fyrirkomulag
Í þessari grein hefur komið fram, að núverandi
kerfi við mat og flokkun virkjunarkosta er óskil-
virkt (seinvirkt), og verklagið orkar tvímælis,
enda er Verkefnisstjórn Rammaáætlunar skipuð
af ráðherra. Ennfremur hefur komið fram, að
tvíverknaðar gæti gætt í kerfinu, enda er lýs-
ingin á hlutverki og viðfangsefnum OS þannig,
að hún getur hæglega spannað viðfangsefni
Verkefnisstjórnar Rammaáætlunar með lítils
háttar áréttingu.
Í því augnamiði að einfalda þessa stjórn-
sýslu og leggja enn meiri áherzlu á fag-
mennskuna en nú virðist vera raunin, er lagt
til að breyta lögum nr. 48/2011 í þá veru, að
OS yfirtaki alfarið hlutverk Verkefnisstjórnar
um Rammaáætlun, sem eru forrannsóknir á
virkjanakostum, röðun þeirra eftir kostnaði
og umhverfisáhrifum, en flokkunin, í nýtingu,
bið eða vernd, verði í höndum Alþingis. Eftir
atvikum verður þá væntanlega í framtíðinni
hægt að skjóta miklum ágreiningsefnum um
flokkunina til úrskurðar þjóðarinnar.
Niðurstaða
Tæknilega nýtanleg orka fallvatnanna er
talin nema 64 TWh/a6), en af hagkvæmni- og
umhverfisverndarástæðum má telja, að aðeins
um helmingur eða 35 TWh/a verði fyrir val-
inu í nýtingarflokk, þegar upp verður staðið.
Tæplega 40% þeirrar orku hefur verið virkjaður
nú þegar.
Að teknu tilliti til sjálfbærni jarðgufusvæða,
sem gerð hefur verið að umræðuefni í þessari
grein, er ekki líklegt, að meiri jarðgufa verði
nokkru sinni sett í nýtingarflokk en nemur 15
TWh/a í raforkuvinnslu. Nú þegar á að heita,
að vinnslugeta raforku úr jarðgufuvirkjunum
nemi 5,3 TWh/a eða 35 % af líklegu hámarki
í nýtingarflokki. Vinnslugeta rafmagns með
virkjunum í rekstri um þessar mundir er þannig
um 19 TWh/a af væntanlegri vinnslugetu, 50
TWh/a, eða 38%.
Væntar beinar tekjur óvirkjaðrar raforku úr
fallvötnum og jarðgufu, alls um 30 TWh/a, gæti
numið ISK 150 milljörðum á ári, og alls gæti
verðmætasköpun við nýtingu á þessari raforku
hér innanlands numið um ISK 300 milljörðum,
sem væri 15% aukning á núverandi landsfram-
leiðslu. Það er þess vegna til lengri tíma litið
mikill auður fólginn í óvirkjaðri orku á Íslandi,
og það er skoðun höfundar, að hagsmunir
þessarar orkunýtingar séu með góðu móti
samrýmanlegir hagsmunum ferðaþjónustunn-
ar með því að nýta beztu fáanlegu tækni við
mannvirkjagerð og leita lausna, þar sem siglt
verður á milli skers og báru. Þetta verkfræði-
lega viðfangsefni hefur höfundur gert stundum
að umfjöllunarefni á vefsvæði sínu5 .
Af þessum ástæðum þjóðarhagsmuna er
mikils um vert, að langtímasjónarmið um
hámörkun þjóðhagslegs ávinnings af orku-
lindunum séu lögð til grundvallar í stað þess
að reyna að slá einhvers konar pólitískar keilur,
þar sem mjög þröngsýn og jafnvel ofstækisfull
sjónarmið náttúruverndar ráða ríkjum, við val
á virkjunarkostum og verndunarkostum. Það
er jafnframt mikilvægt, að þetta ferli frumrann-