Þjóðmál - 01.09.2015, Qupperneq 88
86 ÞJÓÐMÁL hausthefti 2015
sókna og kostamats sé skilvirkt, og það verður
að gæta þess að fara ekki of djúpt í saumana
á virkjunartilhögun á þessu stigi, því að dýpri
rannsóknir eru hlutverk þess, sem rannsóknar-
leyfið hlýtur, eða virkjunarfyrirtækisins við mat á
umhverfisáhrifum og við verkhönnun virkjunar-
innar, sem síðan að lokum þarf samþykki
Orkustofnunar og framkvæmdaleyfi viðkomandi
sveitarfélags. Löggjafinn hefur sett mýmarga
varnagla, sem hindra eiga einsýni við val á
tilhögun eða óafturkræf náttúruspjöll. Í raun
virðist grunnstefið yfirleitt vera, að náttúran fái
að njóta vafans, með þeirri undantekningu, að
of ágeng nýting jarðhitasvæða, einkum háhita,
hefur verið leyfð. Vinda þarf ofan af því, þó að
það geti leitt til meiri þarfar á vatnsafls-
virkjunum um sinn.
Síðan á 7. áratugi 20. aldarinnar, þegar
áhugamenn um nýtingu orkulindanna hér á
landi óttuðust samkeppni frá kjarnorkuverum,
hafa menn talið, að íslenzkar orkulindir væru
samkeppnishæfar í alþjóðlegu samhengi.
Gríðarleg þróunarvinna hefur síðan 1990 farið
fram til leysa orkuvandamál heimsins, sem
stafar af gríðarlegum bruna jarðefnaeldsneytis
við raforkuvinnslu og til að knýja farartæki.
Margvíslegur árangur hefur náðst, en nú er
komin fram á sjónarsviðið ný tilhögun kjarn-
orkuvera, sem strax á næsta áratugi er talin
geta keppt við nýtingu íslenzku orkulindanna.
Ef væntingar til Þóríum-kjarnorkuveranna
rætast, stórra og smárra, þá munu íslenzku
orkulindirnar hrapa í verði, ef marka má grein7)
í Morgunblaðinu í sumar, þar sem spáð var
vinnslukostnaði raforku frá Þóríum-orkuverum
árið 2030 undir 10 USD/MWh8 . Greininni lýkur
á eftirfarandi hátt:
„Frumefnið Þóríum heitir í höfuðið á
norræna þrumuguðinum Þór. Það er kannski
táknrænt, að Þóríum mun væntanlega hafa
mikil áhrif hér á Sögueyjunni. Í mínum huga
er það þannig, að við höfum um þrjú ár til
að fá hingað orkusækinn iðnað. Eftir það fer
varla nokkur norður í Ballarhaf til að ná sér í
orku. Enginn veit því fyrir víst í hvaða stöðu
við verðum til að semja um raforkuverð eftir
nokkur á.“
Af öllum þeim ástæðum, sem raktar hafa
verið í þessari grein, ber brýna ástæðu til að
auka skilvirkni frummats og flokkunarferlis
orkulindanna jafnframt því, sem tryggja þarf,
að áhrif stjórnmálamanna komi ekki við sögu
bráðabirgða kostnaðarmats og umhverfismats,
sem eru undanfari endanlegrar flokkunar í
nýtingarflokk, biðflokk eða verndarflokk. Eðli-
legt má hins vegar telja, að endanleg flokkun sé
á hendi Alþingis, enda hafa margir þingmenn
jafnan mikinn áhuga á þessu máli, og það varðar
ríka hagsmuni í bráð og lengd. Þingmenn hafa
í þessu máli sem öðrum frjálsar hendur, en
aðeins í undantekningartilvikum ættu þeir að
hafa ástæðu til að sniðganga leiðbeiningarnar,
sem fólgnar eru í bráðabirgða kostnaðar- og
umhverfismati, sem hér er lagt til, að OS annist,
og þá er jafnframt gerð krafa um ítarlegan
rökstuðning.
Til að einfalda stjórnsýsluna í þessum efnum
og bæta núverandi ferli, eins og rakið hefur
verið, liggur beint við að fela OS verkefni
Verkefnastjórnunar Rammaáætlunar með laga-
breytingu um OS um leið og lögin um „verndar
og orkunýtingaráætlun“ verða afnumin eða
heimfærð á OS.
Tilvísanir og skýringar:
1) Heimasíða Orkustofnunar, OS.
2) ON – Orka náttúrunnar, er dótturfélag Orku-
veitu Reykjavíkur, OR
3) Ólafur Flóvenz er dr. scient í jarðeðlisfræði og
forstjóri Íslenskra orkurannsókna, ÍSOR.
4) Guðni Axelsson er PhD í forðafræði jarðhita og
sviðsstjóri kennslu og þróunar hjá ÍSOR.
5) Vefsetur höfundar:
http://www.bjarnijonsson.blog.is
6) TWh/a: les terawattstundir á ári, tera =1000
giga = 1000´000 mega
7) Kjartan Garðarsson, vélaverkfræðingur,
Morgunblaðið 11. júlí 2015, „Orkubyltingin
mikla er að hefjast“.
8) 10 USD/MWh = 1,30 kr/kWh m.v. 1 USD=130 kr .
Af öllum þeim ástæðum, sem raktar hafa
verið í þessari grein, ber brýna ástæðu til
að auka skilvirkni frummats og flokkunar-
ferlis orkulindanna jafnframt því, sem
tryggja þarf, að áhrif stjórnmálamanna
komi ekki við sögu bráðabirgða
kostnaðarmats og umhverfismats, sem
eru undanfari endanlegrar flokkunar í
nýtingarflokk, biðflokk
eða verndarflokk.