Þjóðmál - 01.09.2015, Side 90
88 ÞJÓÐMÁL hausthefti 2015
nýjar bækur
Á þessum tíma var forgangsverkefni mitt að
reyna að stöðva þann stórfellda þjófnað sem
átti sér stað á eignasafni sjóðsins. Hermitage
Fund hafði þegar tapað 90% af verðgildi sínu á
rússneska greiðslufallinu og nú voru ólígarkarnir
að stela þeim 10% sem stóðu eftir. Sjóðurinn yrði
tæmdur ef ég gerði ekkert í málinu.
Þessi þjófnaður átti sér stað í öllum geirum
viðskiptalífsins, frá bönkum að
náttúruauðlindum en stærsta
fyrirtæki Rússlands stóð öllum
öðrum framar í þessu athæfi,
olíu- og gasrisinn Gazprom.
Þegar litið var til framleiðslu og
mikilvægis var Gazprom eitt
af mikilvægustu fyrirtækjum
heims en þó var allt markaðs-
virði þess, 12 milljarðar dala,
lægra en markaðsvirði meðal-
stórs olíu- og gasfyrirtækis í
Bandaríkjunum. Vetniskolefnis-
lindir Gazprom voru 8 til
12 sinnum stærri en lindir
tveggja stærstu olíufyrirtækja
í heiminum, ExxonMobil og
BP en samt gengu hlutabréf í
Gazprom kaupum og sölum á
99,7% lægra verði en hlutabréf í þeim miðað
við lindir mældar í olíufötum.
Hvers vegna var verðið svo lágt? Einfalda
svarið var að flestir fjárfestar töldu að 99,7%
af eignum fyrirtækisins hefði verið stolið.
En hvernig var hægt að stela næstum öllum
eignum eins stærsta fyrirtækis í heiminum?
Enginn vissi það með vissu en þó var litið á það
sem staðreynd. Þrátt fyrir að ég vissi hversu
viðsjárverðir Rússar geta verið gat ég varla
trúað því að stjórn Gazprom hefði stolið öllu
þessu. Ég gæti grætt stórfé ef einhvern veginn
væri hægt að sýna fram á að mat markaðarins
væri rangt. Ég þurfti að greina þetta fyrirtæki
og finna út hvað raunverulega var í gangi.
Ég þurfti með öðrum orðum að framkvæma
„þjófnaðargreiningu“.
Hvernig er þjófnaðargreining gerð á rúss-
nesku fyrirtæki? Ekkert slíkt var kennt í viðskipta-
deildinni í Stanford. Ég gat augljóslega ekki
gengið fyrir stjórn Gazprom og storkað henni.
Ég gat ekki heldur spurt greinendur neins
alþjóðlegs fjárfestingarbanka.
Það eina sem skipti þá máli var
að fá greitt fyrir vinnu sína sem
fól í sér að þeir voru svo háðir
stjórn Gazprom að þeir viður-
kenndu aldrei opinberlega
þann svívirðilega þjófnað sem
átti sér stað fyrir augunum á
þeim.
Þegar ég velti þessu fyrir mér
varð mér ljóst að reynslan frá
BCG var einhvers virði í þessu
sambandi. Í ráðgjafastarfinu
hafði ég lært að besta leiðin
til að fá svör við erfiðum
spurningum var að finna fólk
sem þekkti svörin og spyrja það.
Ég setti því saman lista yfir fólk
sem vissi eitthvað um Gazprom:
keppnauta, viðskiptavini, birgja, fyrrum starfsfólk,
eftirlitsaðila og svo framvegis. Ég bauð síðan
hverjum og einum í morgunverð, hádegisverð,
kvöldverð, te, kaffi eða eftirrétt. Ég vildi ekki
hræða fólkið of fljótt og sagði því þess vegna
ekki í neinum smáatriðum eftir hverju ég væri
að sækjast. Ég sagði bara að ég væri fjárfestir
frá Vesturlöndum og hefði áhuga á að ræða við
það. Mér til undrunar þáðu boðið þrír af hverjum
fjórum af þeim um það bil 40 manneskjum sem
voru á listanum mínum.
Sá sem við hittum fyrst var yfirmaður áætlana-
gerða hjá litlum keppinaut Gazprom. Hann var
sköllóttur og dálítið of feitur, með sovéskt úr
Eftirlýstur
Kaflabrot úr bókinni Eftirlýstur eftir Bill Browder. Viðskipti og
stjórnmál í Rússlandi samtímans. Mögnuð sönn frásögn af
spillingu, ofbeldi og morði. Almenna bókafélagið gefur út.