Þjóðmál - 01.09.2015, Blaðsíða 95

Þjóðmál - 01.09.2015, Blaðsíða 95
ÞJÓÐMÁL hausthefti 2015 93 Breyttur heimur er í raun óbreyttur Jón Ormur Halldórsson: Breyttur heimur. Mál og menning, Reykjavík 2015, bls. 445. Björn Bjarnason Heimsmyndin breytist svo að segja dag frá degi líti menn til þróunar stjórnmála, hermála og efnahagsmála. Stóru drættirnir sem urðu til eftir lok síðari heimsstyrjaldarinnar með tilkomu Sameinuðu þjóðanna (SÞ), Atlants- hafsbandalagsins (NATO), Evrópuráðsins, Evrópusambandsins (ESB), Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins svo að nokkur alþjóðasamtök séu nefnd móta þó enn megin- umgjörð alþjóðamála. Innan hennar eru hins vegar sífelldar breytingar og jafnvel kollsteypur eins og með hruni Sovétríkjanna fyrir aldarfjórðungi, upplausninni í arabaheiminum, viðskiptasókn Kína og tilkomu nýmarkaðsríkj- anna svo að fátt sé nefnt. Jón Ormur Halldórsson alþjóðastjórnmálafræðingur fjall- ar um þessa alþjóðlegu þróun í bók sinni Breyttur heimur sem kom út í sumarbyrjun. Á kápu hennar segir að bókin varpi „ljósi á ýmsar óraflóknar og hnattrænar átakalínur okkar tíma“ og sýni „þær sem samhangandi og skiljanlega heild“. Þetta er ekki lítið ætlunarverk. Jón Ormur er stundum orðmargur í lýsingum sínum á hinum „óraflóknu“ málum þegar hann bregður upp mynd af álitaefnum hvort sem hann sest í dómarasæti eða ekki. Hann nefnir oft dæmi eða sviðsmyndir í nokkrum töluliðum til að skýra það sem ekki verður skilgreint á einfaldan hátt eða þegar hann getur sér til um það sem gerast kann. Honum verður tíðrætt um Kína án þess að geta svarað spurningunni um hvert ráðamenn þess stefni á alþjóðavettvangi. Nokkur vandi er að skrifa bók sem þessa án þess að lesandanum finnist hún úrelt vegna breytinga sem hafa orðið frá því að textinn var festur á blað. Jón Ormur siglir fram hjá þessum vanda með efnistökum sínum. Stundum jaðrar afdráttarleysi hans við yfirlæti. Þá hefur margt af því sem hann leggur mat á svo nýlega gerst að lyktir mála eru enn óráðnar. Hefur hann haft auga með þróun þeirra þátta alþjóðastjórnmála sem hann lýsir eins lengi og honum var fært þar til bókin fór í prentun. Bókin skiptist í tíu meginkafla: Tími byltinga; Horft á heiminn; Skipting heimsins; Heimurinn sem einn staður; Vald í heimi átaka; Heimur stórvelda; Vegið að skipan valdsins; Heimurinn og Kína; Risarnir í kringum Kína; Í heimi upp- reisnar. Þá eru heimilda- og nafnaskrár. Heims- kort er á opnu aftast í bókinni. Það hefði orðið lesandanum til glöggvunar að birta svæðis- bundin landakort í meginmáli bókarinnar til að hann áttaði sig betur á landfræðilegum staðreyndum sem ráða miklu um afstöðu ríkja og samskipti þeirra. Bókin snýst að verulegu leyti um geópólitík – landafræði og stjórnmál. Hverjum meginkafla bókarinnar er skipt í fjölda undirþátta sem hver ber eigin fyrirsögn. Auðveldar það almennt lesturinn. Við frágang bókarinnar hljóta að hafa vaknað spurningar um röðun þessara kafla. Til dæmis má velta fyrir sér hvort kafli sem felur í sér skýringu á hugtakinu heimsvæðing (alþjóðavæðing eða hnattvæðing) hefði ekki átt heima fyrr í bókinni en á bls. 163 það hefði auðveldað lesandanum að skilja það sem á eftir fer. Jón Ormur setur Ísland stundum í samhengi við það sem hann ræðir. Hann segir í framhaldi á skýringu á heimsvæðingunni (bls. 165): „Lítil hefð er hins vegar fyrir því í íslenskri umræðu að setja það staðbundna í almennt og alþjóðlegt samhengi. Í anda þeirrar hefðar hefur umræða um heimsvæðingu verið frekar lítil og sennilega minni en í flest- um sambærilegum samfélögum. […] Þegar vel er að gáð sést glöggt að jafnvel hin sérviskulegustu og staðbundnustu mál í íslenskri þjóðfélagsumræðu eiga sér ekki bókadómur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.