Þjóðmál - 01.06.2020, Blaðsíða 32

Þjóðmál - 01.06.2020, Blaðsíða 32
30 ÞJÓÐMÁL Sumar 2020 Er þörf á kortlagningu upplýsinga og handleiðslu yfirvalda? Þremur mánuðum eftir að ljóst var að við stæðum frammi fyrir heimsfaraldri veit ég ekki til þess að ein einasta falsfrétt hafi náð flugi á Íslandi. Á hinn bóginn er nokkuð um að upplýsingar settar fram í góðri trú hafi reynst rangar. Sem dæmi má nefna fullyrðingar sóttvarnalæknis um að einkennalausir smiti ekki.10 Annað dæmi er hugmyndin um hjarð- ónæmi. Blessunarlega hvarf sóttvarna læknir fljótt frá þeirri hugmynd sem hann boðaði á fyrstu dögum faraldursins að hjarðónæmi myndi á endanum ráða niðurlögum veirunnar, sbr. t.d. orð hans á upplýsinga- fundi þann 25. mars: Það er algjörlega ljóst að smit sem verður í samfélaginu það mun skapa hjarðónæmi og við höfum alltaf sagt það að við getum ekki komið í veg fyrir smit.11 Nú er komið í ljós að hjarðónæmi er hvergi að myndast, ekki heldur á svæðum þar sem lítil áhersla var lögð á varúðarráðstafanir. Þessar röngu upplýsingar voru settar fram af yfirvöldum sjálfum og náðu eyrum alls þorra þjóðarinnar. Ætli þær séu meðal þess sem vinnuhópur Þjóðaröryggisráðs flokkar sem upplýsingaóreiðu? Og hvaða miðlar hafa svo sýnt í verki að þeir séu traustsins verðir? Þess má geta að Viljinn, sem ekki telst meginstraumsmiðill, benti á heimildir fyrir því að einkennalausir gætu verið smitberar, sama dag og Þórólfur sóttvarnalæknir hafnaði því.12 Hefur Viljinn þá sannað trúverðugleika sinn? Allir meginstraumsmiðlar hafa birt rangar upplýsingar frá fundum Almannavarna en einnig hafa útbreiddir miðlar flutt fréttir sem byggja á misskilningi um vísindarannsóknir. Ríkisútvarpið birti til að mynda frétt þann 25. maí um lyf sem sagt var minnka lífshættu af völdum kórónuveirunnar um 80%. Sú tala byggir á röngum útreikningum og hefur enn ekki verið leiðrétt nema að hluta, þótt klausu um lagfæringu hafi verið bætt við fréttina.14 Upplýsingaóreiða meginstraumsmiðla er ekkert séríslenskt vandamál. Þann 11. júní birti Science Norway frétt um að norski ríkis miðillinn NRK hefði birt ranga frétt um uppruna kórónuveirunnar. Í fréttinni var full yrt að kórónuveiran gæti ekki verið upprunnin í náttúrunni og væri líklegast af sprengi vísindatilrauna. Tveir heimildar- menn voru nafngreindir, annar er vísinda- maður og hinn fyrrverandi njósnari Breska ríkisins. Fréttin hafði náð augum milljóna lesenda áður en hún var leiðrétt.15 Hlutverk yfirvalda gagnvart upplýsingafrelsi Upplýsinga- og tjáningarfrelsi eru mikilvægar undirstöður lýðræðisins. Við getum ekki komist hjá því að rangfærslur og misskilningur nái eyrum almennings en í frjálsu upplýsinga- samfélagi er viðleitni til að leiðrétta rangar fréttir sjálfsprottin. Það er ekki hægt að sannfæra alla sem hafa fallið fyrir falsfréttum, sama hversu skýrar sannanir liggja fyrir, en upplýsinga- og skoðanafrelsi felur í líka í sér rétt til að leggja trúnað á þvælu. Tilraunir ríkisvaldsins til að hafa áhrif á frétta- mat almennings og það hvar fólk aflar sér upplýsinga eru í besta falli gagnslausar en það eru líka ákveðnar hættur fólgnar í slíkum tilburðum. Í fyrsta lagi eru yfirvöld ekki handhafar sannleikans og mat valdamikilla einstaklinga á áreiðanleika frétta getur verið vafasamt og litað af pólitískri afstöðu. Í öðru lagi liggur ekki alltaf fyrir hver sannleikurinn er. Sérfræðingar eru ekki alltaf sammála og ef almenningur treystir á einhliða upplýsingar getur það farið forgörðum sem réttara reynist. Í þriðja lagi eru hvorki upplýsingaveitur hins opinbera né meginstraumsmiðlar óskeikulir. Það er ekki í þágu upplýsingar og lýðræðis að stjórnvöld gefi út yfirlýsingar sem bjóða upp á þá túlkun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.