Þjóðmál - 01.06.2020, Blaðsíða 48

Þjóðmál - 01.06.2020, Blaðsíða 48
46 ÞJÓÐMÁL Sumar 2020 hafa mikil áhrif á sviði veirurannsókna, eins og fram kom í viðtali við hann í Fréttablaðinu nýlega. Þetta er líka að koma í ljós í allri þeirri vinnu sem Íslensk erfðagreining hefur komið að. Stuðningur Tækniþróunarsjóðs og skatta- ívilnanir vegna þróunarkostnaðar hafa komið sér vel fyrir Stjörnu-Odda. 3Z 3Z (3z.is) sprettur upp úr rannsóknar stofu í Háskólanum í Reykjavík þar sem gerðar voru svefnrannsóknir. Notaðir voru fiskar í staðinn fyrir rottur eða mýs og í ferlinu voru smíðuð ýmis tæki, þróaður hugbúnaður og búnir til ferlar til að mæla mjög stóra hópa lítilla zebrafiska í einu. Þá vaknaði sú hugmynd hvort ekki væri hægt að nota þessa kraftmiklu ferla í skipulagða lyfjaleit. Karl Ægir Karlsson, frumkvöðull og stofnandi nýsköpunarfyrirtækisins 3Z, hefur lengi unnið að þessu verkefni en svo virðist sem nú séu tímamót í sögu 3Z, sem hefur undanfarið sótt fram í markaðssetningu og fengið góð viðbrögð lyfjafyrirtækja. Þegar hafa verið þróuð sjúkdómalíkön í fiski sem líkja eftir Parkinson, MND, flogaveiki og svefntruflunum, og verið er að þróa fleiri sjúkdómamódel. Margir kostir eru við að nota fiska við þessar rannsóknir. Unnið er mjög þverfaglega og er mikilvægt að hafa sér- fræðinga á mörgum sviðum. Vélaverk fræðingar, forritarar, erfða fræðingar, tauga vísindamenn og sérfræðingar í markaðsmálum. Fyrstu árin upp úr 2010 var félagið ekki með neina viðskiptavini heldur vann eingöngu að því að gera prófanir og safna gögnum. Árin 2015-2017 voru viðskiptavinir orðnir fjórir til fimm, en 2017 var byrjað að vinna fyrir japanskt lyfjafyrirtæki við rannsóknir á lyfjum við MND og það er stærsta verkefni fyrirtækisins núna. Fyrirtækið hefði aldrei komist á koppinn ef ekki hefði verið fyrir góðan stuðning Háskólans í Reykjavík, Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, Tækniþróunarsjóðs og þeirra einkafjárfesta sem komu inn með þekkingu á ólíkum sviðum. Kind.app Kind.app (kind.app) er tiltölulega einfaldur hugbúnaður sem þróaður var í Svíþjóð og er notaður af sjúklingum sem samskiptatæki við lækna og með fjölmörgum gagnlegum upplýsingum fyrir sjúklinga með tiltekinn sjúkdóm. Kind.app hefur verið notað fyrir sjúklinga sem hafa farið í gegnum líffæra- skipti, krabbameinssjúklinga, ófrískar konur og ýmsa sem þurfa að fara í gegnum ákveðið prógramm. Sjúklingurinn fær þá reglulega tilkynningar um ýmislegt eins og hvenær á að koma í skoðun, upplýsingar um mataræði, eyðublöð sem þarf að nota, myndir og mynd- bönd, örugg sjúkraskrárgögn o.fl. Framkvæmdastjóri og einn eigenda fyrirtækisins, Charlotta Tönsgård, kom til Íslands á síðasta ári í tengslum við málþing landssamtakanna „Spítalinn okkar“ og kynnti appið og vakti það talsverða athygli. Crow- berry Capital hefur fjárfest í fyrirtækinu, sem er í sókn inn á Evrópumarkað. Sidekickhealth Heilbrigðisfyrirtækið Sidekickhealth hefur í samstarfi við CCP og fleiri aðila þróað nýtt kerfi sem meðal annars gefur COVID-19 sjúklingum færi á að senda upplýsingar um líðan sína til yfirvalda. Kerfið verður tekið í notkun í þrepum hjá heilbrigðisyfirvöldum og gæti skipt miklu máli við að létta álagi af heilbrigðiskerfinu. Dagsdaglega þróar Sidekickhealth stafrænar heilbrigðismeðferðir, þar sem tækninni er beitt til þess að bæta meðferð sjúklinga með ýmsa langvinna sjúkdóma. Á mettíma þróaði Sidekick, í samvinnu við fjölmarga aðila, kerfi sem gefur COVID-19 sjúklingum færi á að senda upplýsingar um líðan sína í gegnum smáforrit, sem og vefgátt sem leyfir heilbrigðisstarfsfólki að meta hvernig sjúkdómurinn er að þróast. Einnig býður kerfið upp á bein samskipti milli sjúklings og heilbrigðisstarfsfólks. Greint var frá þessu í Fréttablaðinu 3. apríl síðastliðinn.2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.