Þjóðmál - 01.06.2020, Blaðsíða 74

Þjóðmál - 01.06.2020, Blaðsíða 74
72 ÞJÓÐMÁL Sumar 2020 Athygli vekur að 1939–1940 sóttu 72 Gyðingar um landvistarleyfi frá öðrum löndum en þessum þremur. Þar áttu jafnan í hlut þýsk- austurrískir Gyðingar sem fengið höfðu „transitvisa“ í öðrum Norðurlandaríkjum og í nágrannaríkjum Þýskalands, auk 33 nafn- greindra ungverskra Gyðinga sem vildu flytja hingað af einhverjum ástæðum.3 Sumir umsækjendur útskýrðu í bréfum sínum að þeir ættu enga framtíð í hinu nýja Þýskalandi og báðu auðmjúklegast um hæli. Stundum mátti greina örvæntingu í bréfum þessa fólks, enda má ætla að það hafi þá þegar reynt að fá hæli í nokkrum álitlegri löndum Vestur-Evrópu en verið synjað. Einstaka menn leituðu eftir íslenskum ríkisborgara rétti og aðrir sóttu um slíkan rétt fyrir hönd ættingja í fanga- eða þrælkunar- búðum. Aðrir báru sig mannalega og höguðu bréfum sínum eins og um atvinnuumsókn væri að ræða. Rafeindavirkinn Fritz Hahlo, sem sótti hér um dvalarleyfi í desember 1938 fyrir sig og konu sína Edith (f. Pinner), var einn þeirra, en hann hafði mátt sæta ofsóknum vegna ætternis síns. Svar ráðherra var samkvæmt venju „Nei HJ“. Hahlo-hjónin áttu síðan eftir að kynnast ofsóknum nasista betur á komandi misserum. Þau styttu sér aldur í janúarlok 1942 og fækkaði því um tvo væntanlega farþega í gripaflutningalestum nasista til Póllands.4 Annar „starfsumsækjandi“ var Berlínarbúinn Erich Salinger, sem óskaði eftir dvalarleyfi í Reykjavík fyrir sig og fjölskyldu sína um svipað leyti og Hahlo. Hann hafði á undangengnum misserum starfað við fatahreinsun og viðgerðir og vonaðist þannig til að sjá sér farborða á Íslandi. Hann óskaði eftir bráðu svari í ljósi aðstæðna þar sem hann gæti þurft að yfirgefa landið hið fyrsta. Í hjálögðu æviágripi sagði Salinger (f. 1892) frá fjölskylduhögum sínum, námi og störfum. Hann hefði meðal annars barist í fremstu víglínu 1915–1918 og síðar verið yfirmaður hjá Landssambandi handverksmanna af gyðingaættum, gengið að eiga Gertrud Lohde 1929 og eignast með henni dóttur, Steffi, í nóvember 1930. Ráðherra neitaði.5 Fyrr en varði var fokið í flest skjól og í nóvemberlok 1942 var Erich Salinger sendur ásamt 997 öðrum Gyðingum til Auschwitz með „sendingu 23“ og myrtur þar.6 Gertrud og Steffi fóru með „sendingu 29“ frá Berlín til Auschwitz hinn 19. febrúar 1943 og virðast hafa verið myrtar við komuna í búðirnar. Í þeim hópi voru einnig átta gyðinga flóttamenn sem Finnar höfðu fram- selt í hendur Þjóðverja í Eistlandi.7 Þriðja Berlínarbúann má nefna, timburkaup- manninn Alfred Pulvermacher (f. 1889), sem talaði reiprennandi fjögur höfuðtungumál auk móðurmálsins og einnig ágæta tyrknesku. Hann hafði barist í heimsstyrjöldinni en tekið við fyrirtæki föður síns í stríðslok. Pulver- macher var kvæntur og átti tvö börn. Einnig átti hann nokkurt fé utanlands. Hann bauðst til að taka verksmiðju sína með sér og setja hana upp á Íslandi en ætlaði að öðrum kosti að koma á fót bifreiðasölu eða píanóframleiðslu, vildi íslenska ríkisstjórnin það frekar. Hvernig sem málin æxluðust yrði Pulvermacher- Kápa bókarinnar Erlendur landshornalýður? Flóttamenn og framandi útlendingar á Íslandi, 1853–1940 sem kom út hjá Almenna bókafélaginu 2017.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.