Þjóðmál - 01.06.2020, Blaðsíða 67

Þjóðmál - 01.06.2020, Blaðsíða 67
ÞJÓÐMÁL Sumar 2020 65 Kjartan Fjeldsted Fall múrsins – og sigur kommúnismans? Stjórnmálasaga Á jóladag 1989 stjórnaði Leonard Bernstein níundu sinfóníu Beethovens í gamla konung- lega leikhúsinu í Austur-Berlín í tilefni af falli Berlínarmúrsins, sem átt hafði sér stað flestum að óvörum rúmum mánuði fyrr. Nú þegar liðlega 30 ár eru liðin frá þessum merka atburði í Evrópusögunni er óhjákvæmilegt að staldra við ákveðna þversögn: þó að Sovét- ríkin séu horfin af sjónarsviðinu hafa ýmis afbrigði þeirrar hugmyndafræði sem þau kenndu sig við farið sigurför um Vesturlönd á undanförnum áratugum. Þeir sem fögnuðu sigri í kalda stríðinu voru of fljótir á sér; vofan sem Marx og Engels vísuðu til í Kommúnista- ávarpinu svífur enn enn yfir vötnum þótt í eilítið annarri mynd sé – enn sem komið er. Til að setja þessa fullyrðingu í viðeigandi samhengi er rétt að huga stuttlega að „ættfræði“ múrsins og hugmyndafræðilegum og sögulegum aðdraganda þess að hann var reistur. Rétt er að hefja söguna í upplýsingunni, sem hægt er að tímasetja í grófum dráttum frá lokum þrjátíu ára stríðsins árið 1648 og til upphafs frönsku stjórnarbyltingarinnar árið 1789. Með nokkurri einföldun má segja að helsta einkenni upplýsingarinnar hafi verið sú viðleitni að beita mannlegri rökhyggju til að endurmeta ríkjandi þjóðskipulag og menningararfleifð miðalda í ljósi þeirra fram- fara sem orðið höfðu í vísindum og skilningi manna á náttúrunni á þeim tveimur öldum eða svo sem á undan fóru. Upplýsingin átti sér hins vegar tvær hliðar, aðra róttæka og hina hófsamari. Þekktastir róttæku hugsuðanna eru líklega Voltaire og Rousseau. Hinn fyrrnefndi var þekktur fyrir háðslega gagnrýni á menningu og hugmyndaheim miðalda, ekki síst trúar- brögð, sem hann taldi merki um heimsku og hjátrú; meðfædd rökhyggja mannsins væri lykillinn að öllum framförum. Hinn síðarnefndi er þekktur fyrir kenningu sína um hinn göfuga villimann, sem eignarrétturinn á að hafa hneppt í fjötra, og um hinn „almenna Leonard Bernstein stjórnar níundu sinfóníu Beethovens í gamla konunglega leikhúsinu í Austur-Berlín á jóladag 1989, mánuði eftir fall Berlínarmúrsins. Lítið hefur því orðið úr þeim fyrirheitum sem jóladagstónleikar Bernsteins gáfu, því þó að efnisleg ummerki um múrinn kunni að mestu leyti að vera horfin lifir hann áfram í ríkjandi hugmyndum um markmið og leiðir í stjórnmálum og réttmæta beitingu opinbers valds.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.