Þjóðmál - 01.06.2020, Blaðsíða 14

Þjóðmál - 01.06.2020, Blaðsíða 14
12 ÞJÓÐMÁL Sumar 2020 VII. Á þessu stigi er of snemmt að fullyrða hvernig íslenskt samfélag kemst frá hremm- ingum heimsfaraldursins. Hægt og varlega er hvert skrefið stigið eftir annað út úr vandanum. Faraldurinn minnti allar þjóðir rækilega á að engin þeirra er ein í heiminum. Þær eiga allar mikið undir því að starfa saman þótt ágreiningur sé um margt. Í alþjóðlegum samanburði um viðbrögð við veirunni standa Íslendingar vel að vígi. Héðan hafa verið fluttar fréttir sem segja þeim sem huga til ferðalaga eftir heimadvöl að öruggt sé að ferðast til Íslands, sóttvarna sé gætt og heilbrigðiskerfið sé gott. Þetta kann að örva ferðaþjónustu að nýju. Takmarkanir á ferðalögum hafa minnt Íslendinga sjálfa á hve mikils virði land þeirra og náttúrufegurðin er. Vonandi verður það til að stuðla að meiri umhyggju við landið á þeim stöðum sem vinsælastir eru meðal ferðamanna. Í byrjun júlí 2020 sagði fjármálastöðugleika- nefnd Seðlabanka Íslands að eiginfjár- og lausafjárstaða stóru bankanna þriggja væri sterk. Þó að óvissa ríkti um raunvirði útlána- safns fjármálafyrirtækja við núverandi aðstæður benti sviðsmyndagreining Seðla- bankans til þess að eiginfjárstaða þeirra stæðist álagið vel. Kröfur til eiginfjárstöðu stóru bankanna eru reistar á reynslu bankahrunsins 2008. Undir lok júní 2020 sendi fjármála- og efnahagsráðuneytið frá sér tilkynningu um að nær allar mótvægisaðgerðir vegna COVID-19-heimsfaraldursins væru komnar til framkvæmda. Eftir stæði greiðsla launa á uppsagnarfresti, en stefnt væri að því að fyrsti hluti kæmi til greiðslu fyrir 20. júlí, og stuðningslán en lögð væri lokahönd á umsóknargátt vegna lánanna. Þá kom fram að meirihluti fyrirtækja væri ánægður með aðgerðirnar samkvæmt könnun sem Gallup gerði fyrir fjármála- og efnahagsráðuneytið í apríl og maí. Um helmingur fyrirtækja sem þátt tók í könnun inni teldi sig vel í stakk búinn til að takast á við tímabundin áföll á næstu mánuðum, en innan við fjórðungur stæði illa. Hátt hlutfall fyrirtækja sem teldi stöðu sína ágæta virtist endurspeglast í minni eftirspurn eftir viðbótar- og stuðningslánum og frestunum skattgreiðslna en búist hafði verið við í upphafi. Þetta gæti bent til þess að lausa fjárvandi fyrirtækja væri ekki jafn alvarlegur og óttast var um tíma, m.a. vegna annarra aðgerða. Frá 15. júní 2020 var öllum ferðamönnum sem komu til landsins boðið að fara í skimun fyrir COVID-19 við landamærin eða að fara í 14 daga sóttkví. Mánuði síðar höfðu tæplega 49.000 ferðamenn komið til landsins og höfðu samtals 36.738 próf verið tekin. Af þeim greindust 83 sýni jákvæð. Virk smit voru 12 en rúmlega 60 greindust með gömul og óvirk smit. Þessi krafa um skimun eða sóttkví náði aldrei til ferðamanna frá Færeyjum og Grænlandi og 16. júlí 2020 bættust Danmörk, Noregur, Finnland og Þýskaland í hóp „öruggra“ ríkja. Þannig opnaðist landið stig af stigi og ferða- menn sáust að nýju á götum Reykjavíkur og annars staðar. Fjarvera þeirra af landinu gaf Íslendingum einstakt tækifæri til að kynnast gífurlegum áhrifum ferðaþjónustunnar og breytinga í hennar þágu á undanförnum 10 árum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.