Þjóðmál - 01.06.2020, Page 70

Þjóðmál - 01.06.2020, Page 70
68 ÞJÓÐMÁL Sumar 2020 lífið af ævarandi iðrun fyrir syndir forfeðranna og lotningu fyrir hlutskipti fórnarlambsins. Úr varð pólitísk hugmyndafræði undir yfirskini vísindalegrar hlutlægni, sem blandaðist and- fasismanum og endurómaði ákall hans um róttæka menningarbyltingu. Áhrif póststrúktúralismans og póstmódern- ismans eru ekki síst greinileg í þeirri sjón- hverfingu sem felst í því að gera ekki greinar mun í opinberri umræðu á jafnrétti og jöfnuði. Hugtakið jafnrétti á sér víðtæka skírskotun í vestrænni hugsun; það má rekja aftur til sumra af forngrísku heimspekingunum, til kristilegrar siðfræði og síðari tíma hugsuða eins og Hobbes og Locke. Það endurspeglaðist síðar í kröfu frjálslyndisstefnunnar til þess að þau mismunandi réttindi og skyldur einstak- linga sem einkenndu þjóðskipulag síðmiðalda yrðu afnumin og allir nytu sömu réttinda og skyldna að lögum. Hugtakið jöfnuður rekur aftur á móti uppruna sinn til rangtúlkana Rousseaus, samfélagsverkfræði Saint-Simons og útópískrar efnishyggju Marx. Þegar jafnaðar hugtakið er sett í samhengi við dellu heimspeki póstmódernismans og gremju fræði félagsvísindanna ættu leiðir við frjálslyndisstefnuna alfarið að skilja. Síbylja um meintan skort á jafnrétti kynjanna er ef til vill nærtækasta dæmið um þá fölsku orðræðu sem hlýst af því að gera ekki greinar mun á ólíkum hugtökum, því hún snýst í raun að mestu um jöfnuð. Jafnframt byggir hún á þeirri röngu forsendu að kynin séu í raun eins og að jöfn kynjaskipting á öllum sviðum samfélagsins væri þar með „eðli- leg“ niðurstaða ef ekki væri fyrir mismunun, undirokun og menningarlega skilyrðingu. Sú forsenda á sér hins vegar enga stoð í náttúru- vísindunum eða hlutarins eðli. Hið opinbera hefur því enga forsendu til að meta hvað teljist eðlileg kynjaskipting á mismunandi sviðum samfélagsins. Opinber stefnumótun ætti þess í stað að byggja á því að einstaklingar geti ræktað hæfileika sína og tekið þátt í sam- félaginu í samræmi við eigin getu og áhuga- svið og óháð kyni og öðrum óviðkomandi einkennum. En hugtökin jafnrétti og jöfnuður eru að auki í mótsögn hvort við annað. Ákvarðanir sem teknar eru á grundvelli jöfnuðarsjónarmiða byggðra á ímyndaðri aðild einstaklings að einum eða fleiri tilbúnum hópum brjóta gegn jafnréttinu sem byggir á því að einstaklingar séu metnir á grundvelli eigin verðleika en ekki ómálefnalegra forsendna hópskilgrein- inga póstmódernismans. Í kröfu um mismun- andi meðferð einstaklinga eftir því hvaða hópi viðkomandi tilheyrir felst í raun krafa um afturhvarf til þjóðskipulags síðmiðalda. Í þeirri kröfu endurspegla gremjufræðin vel höfnun póstmódernismans á rökhyggju upplýsingarinnar. Þörfin á að leiðrétta það meinta óréttlæti sem felist í ójafnri skiptingu milli tilbúinna hópa póstmódernismans á mismunandi sviðum samfélagsins er samt í síauknum mæli notuð til að réttlæta útþenslu opinbera báknsins og umfangsmikil afskipti þess, í krafti valdboðs og ritskoðunar, af einstaklings- og atvinnu- frelsinu. Svo lengi sem slíkum hugmyndum er leyft að eiga sviðið virðist lítið því til fyrir stöðu að misráðin barátta gegn meintu félagslegu óréttlæti teygi sig sífellt lengra í aðförinni að hinu frjálsa samfélagi með enn frekari afskiptum hins opinbera af alls kyns málefnum sem betur færi á að samfélagið sjálft hefði forræði yfir.

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.