Þjóðmál - 01.06.2020, Qupperneq 70

Þjóðmál - 01.06.2020, Qupperneq 70
68 ÞJÓÐMÁL Sumar 2020 lífið af ævarandi iðrun fyrir syndir forfeðranna og lotningu fyrir hlutskipti fórnarlambsins. Úr varð pólitísk hugmyndafræði undir yfirskini vísindalegrar hlutlægni, sem blandaðist and- fasismanum og endurómaði ákall hans um róttæka menningarbyltingu. Áhrif póststrúktúralismans og póstmódern- ismans eru ekki síst greinileg í þeirri sjón- hverfingu sem felst í því að gera ekki greinar mun í opinberri umræðu á jafnrétti og jöfnuði. Hugtakið jafnrétti á sér víðtæka skírskotun í vestrænni hugsun; það má rekja aftur til sumra af forngrísku heimspekingunum, til kristilegrar siðfræði og síðari tíma hugsuða eins og Hobbes og Locke. Það endurspeglaðist síðar í kröfu frjálslyndisstefnunnar til þess að þau mismunandi réttindi og skyldur einstak- linga sem einkenndu þjóðskipulag síðmiðalda yrðu afnumin og allir nytu sömu réttinda og skyldna að lögum. Hugtakið jöfnuður rekur aftur á móti uppruna sinn til rangtúlkana Rousseaus, samfélagsverkfræði Saint-Simons og útópískrar efnishyggju Marx. Þegar jafnaðar hugtakið er sett í samhengi við dellu heimspeki póstmódernismans og gremju fræði félagsvísindanna ættu leiðir við frjálslyndisstefnuna alfarið að skilja. Síbylja um meintan skort á jafnrétti kynjanna er ef til vill nærtækasta dæmið um þá fölsku orðræðu sem hlýst af því að gera ekki greinar mun á ólíkum hugtökum, því hún snýst í raun að mestu um jöfnuð. Jafnframt byggir hún á þeirri röngu forsendu að kynin séu í raun eins og að jöfn kynjaskipting á öllum sviðum samfélagsins væri þar með „eðli- leg“ niðurstaða ef ekki væri fyrir mismunun, undirokun og menningarlega skilyrðingu. Sú forsenda á sér hins vegar enga stoð í náttúru- vísindunum eða hlutarins eðli. Hið opinbera hefur því enga forsendu til að meta hvað teljist eðlileg kynjaskipting á mismunandi sviðum samfélagsins. Opinber stefnumótun ætti þess í stað að byggja á því að einstaklingar geti ræktað hæfileika sína og tekið þátt í sam- félaginu í samræmi við eigin getu og áhuga- svið og óháð kyni og öðrum óviðkomandi einkennum. En hugtökin jafnrétti og jöfnuður eru að auki í mótsögn hvort við annað. Ákvarðanir sem teknar eru á grundvelli jöfnuðarsjónarmiða byggðra á ímyndaðri aðild einstaklings að einum eða fleiri tilbúnum hópum brjóta gegn jafnréttinu sem byggir á því að einstaklingar séu metnir á grundvelli eigin verðleika en ekki ómálefnalegra forsendna hópskilgrein- inga póstmódernismans. Í kröfu um mismun- andi meðferð einstaklinga eftir því hvaða hópi viðkomandi tilheyrir felst í raun krafa um afturhvarf til þjóðskipulags síðmiðalda. Í þeirri kröfu endurspegla gremjufræðin vel höfnun póstmódernismans á rökhyggju upplýsingarinnar. Þörfin á að leiðrétta það meinta óréttlæti sem felist í ójafnri skiptingu milli tilbúinna hópa póstmódernismans á mismunandi sviðum samfélagsins er samt í síauknum mæli notuð til að réttlæta útþenslu opinbera báknsins og umfangsmikil afskipti þess, í krafti valdboðs og ritskoðunar, af einstaklings- og atvinnu- frelsinu. Svo lengi sem slíkum hugmyndum er leyft að eiga sviðið virðist lítið því til fyrir stöðu að misráðin barátta gegn meintu félagslegu óréttlæti teygi sig sífellt lengra í aðförinni að hinu frjálsa samfélagi með enn frekari afskiptum hins opinbera af alls kyns málefnum sem betur færi á að samfélagið sjálft hefði forræði yfir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.