Þjóðmál - 01.06.2020, Blaðsíða 92

Þjóðmál - 01.06.2020, Blaðsíða 92
90 ÞJÓÐMÁL Sumar 2020 Ef nokkuð mátti marka fyrri yfirlýsingar og afstöðu, varð að ætla að allir Íslendingar yrðu sammála um tillögur nefndarinnar og ekki síst þá, að stofna skyldi íslenskt lýðveldi 17. júní 1944. Við skulum og vona að svo verði er á reynir. En ef sú von á að rætast, þá megum við ekki loka augunum fyrir því að síðustu mánuðina hefur blásið til undanhalds. Þann hljóm verður að kæfa áður en hann nær að æra landslýðinn eða einhvern hluta hans. Þytur í þessa áttina heyrðist fyrst þegar kun- nugt varð um undirskriftir nokkurra góðra og gegnra borgara á síðast liðnu sumri til mót- mæla því að sjálfstæðismálið yrði þá afgreitt. Undirskrifendur þessir hurfu þó von bráðar í skuggann af orðsendingum Bandaríkjanna og er rétt að láta þá eiga sig þar, aðra en þá sem úr skugganum hafa skotist. Næst var sami hljómur, en þó sýnu háværari, í ræðu dr. Björns Þórðarsonar 1. desember sl. Er og sagt, að hann hafi verið einn af undirskrifendunum. Ræða þessi var síðar birt á prenti í tímaritinu Helgafelli, en þó að líkindum eigi fyrr en eftir að doktorinn hafði tekið við ráðherratign. Þá ber að minnast úrslita svokallaðrar skoðana könnunar sem tímaritið Helgafell birti fyrst og Alþýðublaðið blés mjög upp. Sam- kvæmt þeim neitaði naumur meiri hluti þeirra sem svöruðu, því að stofna skyldi lýðveldi hér á landi árið 1943. Spurning þessi var borin upp og svarað eftir að vitað var samkomulag þingflokka um að þetta skyldi eigi gert fyrr en á árinu 1944. Svörin sanna því þegar af þeirri ástæðu ekkert um vilja manna til lýðveldis- stofnunar 1944, en þó verður ekki hjá því komist að vekja athygli á að spurningin eðli sínu samkvæmt var til þess löguð að villa hugi manna og trufla um hvað fyrir lægi. Hafa ber og í huga undirtektir tveggja þeirra blaða sem að almennings áliti eru ómerkust og fjarlægust að njóta nokkurs manns virðingar. Með öllu væri þó óviðeigandi að eyða orðum að úrtölum þeirra. Enn ber að geta frásagnar danska blaðsins Frit Danmark sem gefið er út í London. Þar er frá því hermt að 28. apríl sl. hafi verið svo að skilja á danska útvarpinu frá Kaupmanna- höfn sem danska stjórnin hafi sent íslensku stjórninni orðsendingu til mótmæla tillögum stjórnarskrárnefndar og hafi þar verið sérstök áhersla á það lögð að sambandsslit ættu sér ekki stað fyrr en viðræður hefðu farið fram um þau milli Íslands og Danmerkur. Þegar síðast fréttist hafði orðsending þessi enn eigi borist íslensku stjórninni fyrir milli- göngu réttra aðila. Hins vegar hefur ríkis- stjórninni borist, og hún gert sér alveg sérstakt far um að koma á framfæri, ályktun Íslendinga- fundar sem haldinn var í Kaupmannahöfn 7. maí sl. Í ályktun þessari er þeirri eindregnu áskorun beint til stjórnar og alþingis að fresta úrslitum sambandsmálsins „þangað til báðir aðilar hafa talast við. Sambandsslit án þess að viðræður hafi farið fram, eru líkleg til að vekja gremju gegn Íslandi annarsstaðar á Norður- löndum og gera aðstöðu Íslendinga þar erfiðari, þar sem einhliða ákvörðun Íslendinga í þessu máli, yrði talin andstæð norrænum sambúðar- venjum“. Eftir að þessi skilaboð bárust frá Danmörku hefur svo við brugðið að Alþýðublaðið hefur birt hverja greinina á eftir annarri þar sem hvatt er til undanhalds. Er þetta framferði blaðsins í algerri andstöðu við skýlausar yfirlýsingar fulltrúa flokksins í stjórnarskrárnefndinni. En þar lögðu bæði formaður flokksins og annar aðalmaður eindregið til að lýðveldi yrði eigi stofnað síðar en 17. júní 1944. Bendir þessi klofningur til að rétt sé það sem Þjóðviljinn hvað eftir annað hefur sagt, að alger sundur- þykkja sé með forráðamönnum Alþýðu- blaðsins og þingflokknum. Vonandi verða hin góðu öfl þingflokksins ráðandi í flokknum í heild um þetta mál áður en lýkur. *** Verið er að læða því út að Danir hafi fyllst gremju yfir ráðagerðum Íslendinga. En hvaða ástæðu hafa Danir til að láta sér gremjast fyrirætlanir Íslendinga?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.