Þjóðmál - 01.06.2020, Blaðsíða 88

Þjóðmál - 01.06.2020, Blaðsíða 88
86 ÞJÓÐMÁL Sumar 2020 Alþingi taldi rétt Íslands skýlausan en þótti samt ekki „að svo stöddu tímabært, vegna ríkjandi ástands, að ganga frá formlegum sambandsslitum og endanlegri stjórnskipun ríkisins, enda verði því ekki frestað lengur en til styrjaldarloka“, svo sem segir í ályktuninni frá 17. maí 1941. Hvert var „hið ríkjandi ástand“, sem gerði það að verkum, að Alþingi þótti eigi tímabært að ganga frá formlegum sambandsslitum þegar í stað þótt rétturinn til þess væri talinn tvímælalaus? Um það leyfi ég mér að vísa til ummæla minna í Andvara 1941 þar sem þetta mál er rakið á hlutlausan hátt svo eigi hefur verið að fundið. Þar segir: Þótti sumum sem varhugavert væri að gera úrslitaákvarðanir í þessu efni á meðan erlendur her væri í landinu og frelsi landsins því skert með enn alvarlegri hætti en sambands- samningi þeim, sem ætlunin væri að losna við. Þeir, sem svo litu á, töldu m.a. hættu á því, að lítið mark yrði tekið á þeim samþykkt- um, er gerðar væru meðan svo stæði, enda viðbúið, að þær yrðu raktar til stórveldis þess, sem hér hefur haft her, og einmitt þess vegna óvirtar af andstæðingum þess. Ég hafði og þegar árinu áður í Andvaragrein minni 1940 bent á, að gildi ákvarðananna 10. apríl 1940 væri hins vegar miklu meira en ella vegna þess, að þær voru teknar fyrir hernám Breta en ekki eftir. Ef þá fyrst hefði verið hafist handa um þær, þá hefði verið erfitt að sannfæra nokkurn um, að þær væru ekki beinlínis gerðar að undirlagi Breta, meðal annars til ögrunar hinum ófriðaraðiljanum. Þessar tilvitnanir, sem út af fyrir sig herma ekki frá minni skoðun heldur þeirra er þá réðu málefnum landsins, sanna tvímælalaust að menn töldu varhugavert að gera úrslita- ákvarðanir í sjálfstæðismálinu á meðan landið væri hernumið, og þess vegna þótti Alþingi ekki tímabært að slíta sambandinu formlega strax 1941. Rétt er og að geta þess, að alveg eins og Íslendingar töldu vegna sinna hagsmuna varhugavert að slíta sambandinu fyrir fullt og allt á meðan hernáminu stæði, þá töldu Bretar það eigi heldur heppilegt vegna sinna hagsmuna. Einmitt af því að Bretar höfðu hernumið landið, sneri breski sendiherrann sér til íslensku ríkisstjórnarinnar og réð frá því að sambandinu væri slitið þegar í stað og ráðlagði þess í stað að halda sér alveg að ákvæðum sambandslaganna. Ráðlegging þessi er sem sagt skiljanleg af þeirri ástæðu, að Bretar vildu ekki að þeim yrði kennt um, vegna hertöku landsins, að sambandinu væri slitið fyrir tilskilinn tíma, þ.e. árslok 1943. Hitt er annað mál að Bretar urðu fyrstir til þess af erlendum þjóðum að viðurkenna í verki að sambandslögin hefðu misst gildi sitt. Því að þeir höfðu strax 10. maí 1940 sent hingað sendiherra, sem var alveg óheimilt samkvæmt sambandslögunum. *** Ástæðan til þess að sambandinu var eigi slitið strax 1941 var sem sagt sú að landið var þá hernumið og fullveldi þess þar með skert. En hernámið stóð skemur en nokkurn hafði grunað í maí 1941. Strax í næsta mánuði var gerður um það samningur milli Breta og Bandaríkjamanna annars vegar og Íslands hins vegar að hernámi Breta skyldi aflétt og þar með vera úr sögunni sú skerðing á fullveldi Íslands sem því hafði verið samfara. Í stað þess samdi Ísland um það við Bandaríkin að þau skyldu taka að sér hervarnir landsins til ófriðarloka. Samningsgerð þessi er um margt merkileg. Sjálf sýnir samningsgerðin svo ótvírætt sem verða má að Bretland og Bandaríkin töldu að sambandslögin væru ekki í gildi, a.m.k. þegar samningurinn var gerður, því að ef svo hefði verið, þá var með öllu óheimilt að gera slíkan samning við íslensku ríkisstjórnina í Reykjavík, heldur hefði orðið að gera hann við danska utanríkisráðherrann og konunginn í Kaupmannahöfn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.