Þjóðmál - 01.06.2020, Blaðsíða 62

Þjóðmál - 01.06.2020, Blaðsíða 62
60 ÞJÓÐMÁL Sumar 2020 Helga segir að faðir sinn hafi verið strangur en hlýr. Honum hafi verið mikið í mun um að börnin lærðu dönsku og hún minnist þess vel þegar hún var send til Danmerkur, rétt orðin níu ára gömul, í því skyni.25 Eðlilega vann Ottó mikið en gaf sér engu að síður tíma til að sinna börnunum og fór með þeim í útreiðartúra. Hann þurfti reglulega að taka á móti erlendum gestum og notaði þá tækifærið og hafði börnin með í ferðum með gestina út úr bænum. Geirlaug minnist þess vel þegar Tom Watson, forstjóri IBM, kom hingað til lands. Þá slóst hún í för með föður sínum og Watson austur fyrir fjall og Ottó hafði útbúið nesti fyrir gestinn: Rúgbrauð með kæfu og kakó sem snætt var í kræki- berjalyngi. Síðan var haldið með einkaflugvél Watsons til Vestmannaeyja, þar sem spæld voru egg á nýrunnu hrauninu.26 Ottó var flesta daga mættur í sundlaugarnar klukkan sjö að morgni og Geirlaug minnist þess með hlýju þegar faðir hennar hafði til morgunverð handa henni og þá var alltaf það sama á matseðlinum: Rúgbrauð með miklu smjöri og heitt kakó. Starf í þágu kirkjunnar Óhætt er að segja að Ottó hafi verið einn dyggasti þjónn kirkjunnar í leikmannastétt. Hann sat í stjórn Hjálparstofnunar kirkjunnar frá stofnun til ársins 1984, þar af sem formaður síðustu fjögur árin. Þá var hann formaður kirkjubyggingasjóðs Reykjavíkur- borgar. Mestu störfin í þágu kirkjunnar vann hann þó í sinni sókn. Ottó og Gyða fluttu með fjölskylduna í Bústaðahverfið 1960 og sóttu þá messur í Réttarholtsskóla. Ottó lét sig kirkjubyggingu hins nýja safnaðar varða og gerði tillögu að staðsetningu sem varð ofan á. Bygging kirkjunnar hófst 1966 og henni lauk 1971 og Ottó var formaður bygginganefndar. Um svipað leyti höfðu þau hjónin fengið úthlutað lóð fyrir stórt einbýlishús en hættu við smíði þess og ákváðu að helga krafta sína kirkju- byggingunni. Um skeið vann Ottó sjálfur við framkvæmdina öll kvöld, enda með ein- dæmum ósérhlífinn. Gyða lét heldur ekki sitt eftir liggja við byggingu kirkjunnar. Ottó kemst svo að orði í endurminningum sínum: „Það er sannfæring mín að ekkert er þjóð okkar jafn nauðsynlegt og kærleiks- boðskapur kristninnar. Ef henni auðnast að tileinka sér kristilegt siðgæði, þá mun henni vel farnast. Annars ekki.“27 Eftir að Ottó lét af störfum sem forstjóri gafst honum enn betra tóm til að sinna líknarmálum. Árið 1982 skipulagði hann söfnunarátak Krabbameinsfélagsins, sem gafst einstaklega vel, og árið eftir efndi hann til söfnunar fyrir hjartveika telpu sem þurfti á hjartaígræðslu að halda. Sú fjármögnun tókst einnig vel og ígræðslan heppnaðist sömuleiðis. Þau hjónin ferðuðust mikið um heiminn, meðal annars alla leið austur til Japan og vestur til Bahamaeyja, þar sem þau læstust eitt sinni inni í lyftu með Harry Belafonte. Þá fór Ottó á efri árum einn í ferðalag til Gambíu í Vestur-Afríku. Þegar aldurinn færðist yfir endurnýjuðu þau hjónin tengsl við æskustöðvarnar og keyptu sér hús á Sauðárkróki. Þá voru Nafirnar ofan við bæinn örfoka melur, en Ottó beitti sér fyrir því að þær yrðu græddar upp og varði miklum tíma og fjármunum í það verk, að sá fræjum og planta trjám. Nú er þar allt gróið.28 Þrátt fyrir ferðalög vítt og breitt um heiminn undi Ottó sér hvergi jafn vel og í Skagafirði, en sjálfur komst hann svo að orði um æsku- stöðvarnar: „Það er svo undarlegt að þó ég sé búinn að ferðast víða um heiminn þá hef ég aldrei nokkurs staðar orðið eins gagntekinn af fegurð eins og í Skagafirði. Ég hef aldrei getað slitið þær taugar sem ég á til Skaga- fjarðar og alltaf langar mig norður og alltaf fæ ég endurnæringu af því einu að koma og vera fyrir norðan og hitta þar alla mína tryggu vini, sem ég hef átt frá barnæsku.“29 Ottó lést 11. júní árið 2000. Höfundur er doktorsnemi í lögfræði og sagnfræði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.