Þjóðmál - 01.06.2020, Blaðsíða 72

Þjóðmál - 01.06.2020, Blaðsíða 72
70 ÞJÓÐMÁL Sumar 2020 Fyrr á árinu 2020 var þess minnst að 75 ár eru liðin frá lokum seinni heimsstyrjaldar og afhjúpunar grimmdarverka þýskra nasista og bandamanna þeirra. Meðal annars var þess minnst að Rauði herinn frelsaði Auschwitz og nærliggjandi búðir, sem stóðu nærri Kraká í Póllandi, í janúar 1945 en þá hafði um 1,1 milljón manns verið myrt í búðunum, þar af um 90% Gyðingar. Ég, undirritaður, hef í tímans rás nokkuð rannsakað Helför seinni heimsstyrjaldar og þau grimmdarverk sem þá voru framin. Hvað Ísland snerti rannsakaði ég flóttamanna- vanda Gyðinga á fjórða áratug og skrifaði MA-ritgerð (1995) hjá prófessor Þór Whitehead um það efni og önnur skyld, en Þór var fyrstur Íslendinga til að rannsaka það á fræðilegan hátt, meðal annars í bókunum Ófriður í aðsigi (1980) og Stríð fyrir ströndum (1985). Efnissöfnunin hélt þó áfram með hléum, meðal annars við Yad-Vashem helfararsafnið í Jerúsalem og Bandaríska helfararsafnið í Washington DC (United States Holocaust Memorial Museum, USHMM), þar sem ég bæði rannsakaði skjalasöfn þeirra og skoðaði sýningar. Á síðara safninu var ég reyndar gistifræðimaður hluta árs 1998 og sneri heim með miklar og góðar heimildir. Hluti þeirra upplýsinga birtist í bókinni Erlendur landshornalýður? Flóttamenn og framandi útlendingar á Íslandi, 1853–1940 sem kom út hjá Almenna bókafélaginu 2017. Vegna umræðu um stríðslokin og frelsun Auschwitz ákvað ég að heimsækja USHMM í marsbyrjun og var stefnan að bæta um betur og skoða Varsjá og Kraká í sumar, þar á meðal Auschwitz og fleiri minjar. Slíkt virðist úr sögunni núna vegna kórónuveirunnar. Heimsóknin í Bandaríska helfararsafnið var þó eftirminnileg, en þar stóð yfir sýning um viðbrögð Bandaríkjanna við flóttamanna- vandanum og Helförinni. Ég hafði lesið fjölda bóka um málið (og rætt það lítillega í Lands- hornalýðnum) en aldrei séð umræðuna flutta jafn skilmerkilega í bæði rituðu og myndrænu formi. Þar voru sýndir gripir sem komu við sögu slíkra mála, meðal annars bréf sem var ritað með ritvél af tegundinni Corona, myndir af útifundum nasista, forsíður tímarita og svæsnar fyrirsagnir í blöðum – ekki ósvipaðar því útlendinga- og kynþáttahatri sem til dæmis Vísir og Morgunblaðið höfðu stundum í frammi á fjórða áratug. Norðurlandabúar hafa gert misheiðarlegar tilraunir til að gera upp stríðsárin með tilliti til viðhorfa í garð þýskra nasista annars vegar og fórnarlamba þeirra hins vegar. Þar hefur skipst í tvenns konar horn á innlendum vett- vangi með því að sumir hafa reynt að bera í bætifláka fyrir útlendinga- og kynþátta- hatur, sem var því miður töluvert útbreitt á Norðurlöndum á fyrri hluta 20. aldar, en aðrir gagnrýnt framferði landa sinna. Hér á Íslandi hefur farið hljótt um slík mál en Erlendur lands hornalýður? var tilraun til að koma umræðu um þessi mál af stað. Hér á eftir birtist aðeins styttur kafli úr bókinni og er hann um tilraunir ofsóttra Gyðinga með lífið að veði til að fá hér hæli. Snorri G. Bergsson 75 árum síðar Sagnfræði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.