Þjóðmál - 01.06.2020, Blaðsíða 45

Þjóðmál - 01.06.2020, Blaðsíða 45
ÞJÓÐMÁL Sumar 2020 43 Sjálfbærni er leiðarljósið Ríkisstjórnin hefur lagt áherslu á nýsköpun í atvinnulífinu í öllum greinum. Útflutnings- og markaðsráð og Íslandsstofa, sem er samstarfs- vettvangur stjórnvalda og atvinnu lífs, hafa mótað stefnu í útflutningsáherslum þar sem sjálfbærni er leiðarljósið. Aðrir þættir sem koma sterkt inn í þessa mynd eru nýsköpun, náttúra og síðast en ekki síst fólkið í landinu.1 Þessar áherslur snúa að sex þáttum: • Orka og grænar lausnir • Hugvit, nýsköpun og tækni • Listir og skapandi greinar • Ferðaþjónusta • Sjávarútvegur • Sérhæfð matvæli og náttúruafurðir Áhersla er á hagvöxt og verðmætasköpun, sem byggir á auknum útflutningstekjum, þar sem nýsköpun og sjálfbærni skiptir höfuð máli. Nýsköpun getur snúist um markaðsstarf, að byggja upp sterk vörumerki, gæði afurða, framleiðni í framleiðslu, að nýta auðlindir með arðbærri hætti og bæta menntun, svo nokkur dæmi séu nefnd. Síðast en ekki síst þarf að nýta hugvitið betur. Hugvitið er sjálfbærast allra auðlinda Hugvit verður drifkraftur framfara á 21. öldinni á sama hátt og hagkvæm nýting náttúru auðlinda var drifkraftur framfara á Íslandi á 20. öldinni. Fjórða iðnbyltingin er hafin og framundan eru tækniframfarir sem munu hafa mikil áhrif. Kosturinn við hugvitið er að það þarf ekki að spara það og það minnkar ekki heldur eykst við notkun. Hugvit býr til nýja þekkingu, stuðlar að nýsköpun og laðar til landsins inn- flytjendur sem hafa áhuga á að setjast að og starfa í menningar- og velferðar samfélagi. Þegar ráðist er í nýsköpun sem tengist hug- viti og skapandi greinum verða áföllin lítil í samanburði við atvinnuleysi nú á tímum COVID-kreppu. Fyrir Íslendinga er þetta sérlega mikilvægt vegna þess hve vægi auðlindanotkunar er mikið í sjávarútvegi, orkunýtingu og ferðaþjónustu. Auka þarf fjölbreytni og færa áherslur í menntun, atvinnuþróun og nýsköpun í greinar sem tengjast fjórðu iðnbyltingunni. Fjórða iðnbyltingin tengist sjálfvirkni- væðingu á fjölmörgum sviðum – gervigreind, nýjum öflugum upplýsingakerfum, líftækni, breytingum í fjölmiðlun og viðskiptaháttum. Vægi efnislegra eigna minnkar á sama tíma og óefnislegar eignar verða verðmætari. Óefnislegar eignir er hægt að nýta án þess að verðmæti rýrni við notkun og hægt er að nýta þær á mörgum stöðum á sama tíma. Gott dæmi um þetta er þau verðmæti sem Facebook, Google og Amazon hafa skapað eigendum sínum og eru endalaus dæmi um slíkt um allan heim, einnig hér á landi. Þessar óefnislegu eignir þarf að verðmeta eins og aðrar eignir og til þess þarf oft að skrá einkaleyfi og vernda þannig hugverkið alþjóðlega ef ekki á að stela hugverkinu eins og fasteignum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.