Þjóðmál - 01.06.2020, Blaðsíða 82

Þjóðmál - 01.06.2020, Blaðsíða 82
80 ÞJÓÐMÁL Sumar 2020 Jóhann J. Ólafsson Fullveldi gegn mannréttindum 1. desember 2018 héldum við upp á 100 ára afmæli fullveldis íslensku þjóðarinnar og buðum Margréti II. Danadrottningu í heim- sókn af því tilefni. Þegar talað er um fullveldi er oftast átt við fullveldi ríkis sem ræður sjálft yfir eigin málum. Fullveldi Íslendinga var undir yfirráðum Norð manna og Dana í 656 ár, 1262–1918. Á 19. öld hófst sjálfstæðisbarátta okkar, sem vildum breyta þessu ástandi og vinna full- veldi þjóðarinnar úr höndum Dana. Fullveldi ríkis skiptist í tvennt. Ytra fullveldi fjallar um rétt ríkisins til að koma fram gagn- vart öðrum fullvalda ríkjum. Innra fullveldi lýtur að því að ráða yfir eigin borgurum og setja þeim takmörk með lögum og reglum. Fullvalda ríki hefur forræði yfir eigin landsmönnum og eignum þeirra. En er þetta vald takmarkalaust? Það var svo lengst af, sérstaklega í einvaldsríkjum. Fyrst eftir sjálfstæðisbaráttu og byltingu Bandaríkjamanna og Frakka á ofanverðri 18. öld töldu menn að lýðræði og kosningar til fulltrúaþings kæmu í veg fyrir misnotkun fullveldis ríkisins gegn eigin landsmönnum. Brátt sáu menn þó að lýðræðislega kosnir fulltrúar gátu misnotað meirihlutavald sitt til að kúga samborgara sína á margan hátt. Vegna þessa sömdu Bandaríkjamenn viðbót við stjórnarskrá sína, „Bill of Rights“, mann- réttindi, sem áttu að vernda einstaklinga gegn misnotkun valdhafanna. Mannréttindin eru fullveldi einstaklingsins gegn fullveldi ríkisins. Fullveldi ríkisins nær ekki lengra en að mörkum fullveldis einstaklinganna, mannréttindum þeirra, sem eru ósnertanleg samkvæmt orðanna hljóðan. Félagsleg réttindi Fullveldi einstaklinganna, mannréttindin, komu til Íslands á undan fullveldi ríkisins. Baráttumenn fyrir sjálfstæði Íslands höfðu lítinn áhuga á mannréttindum. Hugur þeirra snerist allur um fullveldi þjóðarinnar, endur reisn og stofnun íslensks ríkis. Yfirráð íslenskrar valdastéttar yfir samborgurum sínum, öðrum Íslendingum, í stað Dana. Fullveldi landsins kom fyrst árið 1918. Menn gefa því lítinn gaum að mannréttindin, fullveldi einstaklinganna gegn ríkisvaldinu, hlotnaðist Íslendingum 1874, eða 44 árum fyrr en fullveldi ríkis þeirra. Það er eins og fólk hafi hvorki tekið eftir þessu né hugsað út í það. Á þessum tíma taldi almenningur mannréttindi ekki skipta miklu máli. Flestir voru bláfátækir og höfðu mjög lítil tök á að berjast fyrir eða standa á réttindum sínum, jafnvel þó að þau væru komin í stjórnar skrá landsins. Menn höfðu lítinn skilning á þessum réttindum og gildi þeirra. Það notfærði yfirstéttin sér. Lögfræði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.