Þjóðmál - 01.06.2020, Blaðsíða 90

Þjóðmál - 01.06.2020, Blaðsíða 90
88 ÞJÓÐMÁL Sumar 2020 Skal sú saga ekki rakin að öðru leyti en því, að skýrt skal frá því hvað kom fram af hálfu Bandaríkjanna um réttarstöðu landsins því að málaleitanir þeirra hafa verið affluttar á hinn freklegasta hátt. Í fyrstu orðsendingu Bandaríkjastjórnar, sem er dagsett 31. júlí 1942, er að því vikið að á Íslandi séu uppi ráðagerðir um ógildingu sambandslagasamningsins milli Íslands og Danmerkur fyrir tilskilinn tíma og þess farið á leit, að vegna hagsmuna beggja, Íslands og Bandaríkjanna, sé frá því horfið að samningur- inn sé nú einhliða ógiltur, gagnstætt ákvæðum sambandslaganna í þessu efni. Annað og meira en þetta segir ekki um réttar- stöðuna. Ljóst er að lögð er áhersla á, að einhliða ógilding samningsins fyrir tilskilinn tíma er talin geta haft óheppileg áhrif. En hvergi er að því vikið hvort ógildingin eða riftingin sé heimil eða óheimil samkvæmt almennum reglum þjóðarréttarins. Um réttarstöðuna skipti þetta þó mestu. Íslendingum var að sjálfsögðu ljóst að samkvæmt bókstaf sambandslaganna var ógilding þeirra óheimil á árinu 1942. Þeir byggðu riftingarréttinn á allt öðrum reglum, en eigi síður viðurkenndum í þjóðaréttinum. Hvort skilyrði til riftingar séu fyrir hendi sam- kvæmt þeim er sem sagt látið liggja milli hluta í fyrstu orðsendingu Bandaríkjanna. Þessu næst var af Íslands hálfu í ítarlegri orð sendingu m.a. gerð grein fyrir á hverju Íslendingar byggðu riftingarrétt sinn. Eftir að ríkisstjórn Bandaríkjanna hafði að eigin sögn „íhugað gaumgæfilega“ þessa orðsendingu svarar hún með annari dagsetningu 20. ágúst 1942, hinni fyrri sýnu ítarlegri. Þar er ekki, gagnstætt hinni fyrri, vikið einu orði að því að Íslendingar ætli gagnstætt ákvæðum sam- bandslagasamningsins að ógilda hann fyrir tilskilinn tíma. Nú segir aftur á móti orðrétt: Ríkisstjórn Bandaríkjanna viðurkennir, að ógilding samningsins og sambandsins og hinar fyrirhuguðu breytingar á grundvallar- atriðum í stjórnarfari Íslands, séu mál, sem íslenska þjóðin ætti á friðartímum að taka ákvörðun um, eftir eigin óskum sínum og þörfum. - Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur ekki minnstu löngun til þess að skerða á nokkurn hátt athafnafrelsi íslensku þjóðar- innar í þessu máli… Meira er ekki um réttarstöðuna sagt í þessari orðsendingu, enda geta Íslendingar vart óskað skýrari viðurkenningar á rétti sínum en þarna kemur fram. Getur nokkrum dottið í hug að ríkisstjórn Bandaríkjanna viðurkenndi beinlínis berum orðum að Íslendingar ættu að taka ákvörðun um réttarbrot gegn Danmörku, „eftir eigin óskum sínum og þörfum“? Eða hún talaði um „athafnafrelsi“ íslensku þjóðarinnar til að fremja brot á alþjóðalögum? Hvorki menn né ríki hafa frelsi til lögbrota. Það, að maður sé frjáls að einhverju, merkir einmitt að honum sé það heimilt, að það sé löglegt. En úr því að Bandaríkin fallast á skoðun Íslendinga um réttarstöðuna, hvernig stendur þá á afskiptum þeirra? Nú eru ekki friðartímar, heldur ófriðar. Ekki tímar réttarins, heldur rægivaldsins, a.m.k. á meginlandi Norðurálfu. Bandaríkin eru í ófriði, þar sem þau telja að um allt sé að tefla, bæði fyrir Bandaríkin og Ísland. Þau eru að vísu viss um sigur, en þau þurfa samt á öllu að halda. M.a. telja þau sér nauðsynlegt að halda vináttu undirokuðu þjóðanna á meginlandinu. Þau vilja ekki gefa andstæðingum sínum færi á að rógbera sig fyrir að í þeirra skjóli séu gerðar ráðstafanir sem undirokuðu þjóðirnar af einhverjum ástæðum taka óstinnt upp. Bandaríkin hafa hervarnir Íslands með höndum og töldu því mögulegt að Danir tæki bæði þeim og Íslendingum óstinnt upp ógilding sambandslagasamningsins fyrir tilskilinn tíma, þ.e. árslok 1943, hvað sem öllum réttar- skoðunum liði. Eftir árslok 1943 telja Banda- ríkin aftur á móti allar ástæður til hugsanlegrar gremju Dana brottu fallna. Þess vegna lyktaði orðsendingum Bandaríkjanna á þann veg, eftir að Íslendingar höfðu ákveðið að fresta málinu um óákveðinn tíma, að hinn 14. okt. sl. tilkynnti sendiherra Bandaríkjanna hér, að stjórn hans myndi alls ekkert hafa á móti því að Ísland verði gert að lýðveldi 1944.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.