Þjóðmál - 01.06.2020, Blaðsíða 23

Þjóðmál - 01.06.2020, Blaðsíða 23
ÞJÓÐMÁL Sumar 2020 21 Áliðnaðurinn á Íslandi má hins vegar muna fífil sinn fegurri; verð á áli er í lágmarki og eigendur álversins í Straumsvík hafa nánast gefið það út að þeir séu tilbúnir að gefa hverjum sem er álverið ef viðkomandi tekur yfir raforkusamningana við Landsvirkjun. Mögulega er áliðnaðurinn á Íslandi eins við þekkjum hann að nálgast endastöð og því er ljóst að eins og svo oft áður þarf sjávar- útvegurinn að standa undir stórum hluta verðmætasköpunar á Íslandi á næstu árum. Árið 2019 námu útflutningsverðmæti sjávar- afurða 260 milljörðum og á þar þorskurinn stærstan hlut, en hlutfall hans af heildarmagni er um 44%. Það má því færa sterk rök fyrir því að nú sem endranær eigum við mikið undir þorskinum. Þá er bara þrennt í stöðunni, við getum veitt meira, fengið hærra verð fyrir vöruna eða stóraukið fiskeldi. Nýleg ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar fyrir næsta fiskveiðiár kveður á um 6% lækkun á aflamarki þorsks í ljósi ástands þorskstofnsins og að ýsunni undanskilinni hafa nýliðunarvísitölur margra stofna eins og hlýra, gullkarfa og blálöngu verið lágar undanfarinn áratug. Áhrifa þessa er nú farið að gæta verulega í ráðgjöf stofnunarinnar en ástæða minnkandi nýliðunar er ekki þekkt. Það eru mjög vondar fréttir fyrir ofangreind markmið um aukinn útflutning til að standa undir lífsgæðum á Íslandi og því er ljóst að útflutningstekjur munu ekki aukast með auknum fiskveiðum. Að sama skapi gengur uppbygging fiskeldis á Íslandi hægt og greinin er umdeild vegna umhverfisáhrifa. Þannig framleiddu Íslendingar aðeins 28 þúsund tonn af laxi árið 2019 á meðan Færeyingar framleiddu í kringum 100 þúsund tonn og Norðmenn um 1,3 milljónir tonna. Yfirlýst markmið Norð- manna er að framleiða 5 milljónir tonna af laxi fyrir árið 2030. Það skal ósagt látið hvort við erum að missa af lestinni í laxaframleiðslu en miðað við stöðu helstu keppinauta okkar á mörkuðum er á brattann að sækja fyrir Íslendinga í greininni. Eftir stendur þá ein leið til að auka útflutnings verðmæti og það er að fá hærra verð fyrir vöruna. Villtur íslenskur þorskur er veiddur af hátæknivæddum togurum eða dagróðrarbátum, samkvæmt faglegri ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar sem tryggir sjálfbærni og endurnýjun stofnsins. Loks er hann verkaður þannig að nýting aflans er allt að 80-90% með hjálp háþróaðra sjálfvirkra vinnsluvéla sem margfalda gæði vörunnar og oftast tekst vel til að koma honum ferskum á áfangastað. Slík vara ætti með réttu að seljast sem lúxusvara á alþjóðlegum mörkuðum. Flestir próteingjafar sem neytendum bjóðast á stórum mörkuðum bæði í Evrópu og Banda ríkjunum eru fjöldaframleiddar afurðir úr iðnaðarlandbúnaði eða stórtæku fiskeldi. Margar af þessum vörum eru seldar á mun hærra verði til neytenda en þessi hágæðavara, sem við ættum með réttu að bera meiri virðingu fyrir en svo að við sættum okkur við að losa okkur við hana í Boston, Bremerhaven eða Immingham í þeirri von að einhver vilji taka hana af okkur á kostnaðarverði til þess eins að koma henni í verð hjá einhverju fangelsi eða iðnaðarmötuneyti þar sem vonir og væntingar koma saman til að deyja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.