Þjóðmál - 01.06.2020, Blaðsíða 59

Þjóðmál - 01.06.2020, Blaðsíða 59
ÞJÓÐMÁL Sumar 2020 57 vélbúnað af IBM og hófu þá rekstur eigin tölvu deilda. Við þessa iðju starfaði sérstök stétt götunarstúlkna. Hlutverk þeirra var að gera gögn lesanleg í vélum og þannig með- færileg í gataspjaldavélum eða tölvum. Þetta var erfitt starf í þröngu húsnæði við mikinn hávaða frá vélum. Talsverður hiti þurrkaði loftið og langar setur gátu leitt af sér ýmsa kvilla. Ein fyrrverandi götunarstúlka, Margrét Bárðardóttir, minnist þess að Ottó hafi verið áhugasamur um að þær hefðu góða stóla og bærilega loftræstingu og leituðu til sjúkraþjálfara við kvillum þannig að þeim liði eins vel við vinnuna og kostur var.16 Einstakur starfsandi Starfsfólk Skrifstofuvéla og IBM ber Ottó ákaflega vel söguna. Gefum Sigríði Óskars- dóttur orðið, en hún starfaði sem einkaritari Ottós: „Það var einstaklega þægilegt og gott að vinna með Ottó hjá IBM á Íslandi. Hann hlustaði vel á starfsfólk og gaf góð ráð og hjálpaði ýmsum persónulega. Einstaklega gjafmildur maður. Hann var mjög hlýlegur, föðurlegur og góður maður. Mannvinur í raun og hjálplegur.“17 Elías Davíðsson var fæddur í Palestínu en settist hér að og hóf störf hjá Ottó skömmu fyrir jólin 1962. Hann vann síðan hjá IBM á Íslandi frá stofnun fram til ársins 1975. Hann segir Ottó hafa lagt mikla áherslu á framhalds- menntun starfsmanna sinna og sjálfur hafi hann notið mjög góðs af námskeiðum erlendis á vegum IBM. Elías lét af störfum hjá IBM vegna ósættis með fyrirkomulag hins alþjóðlega stórfyrirtækis og kom þar ýmislegt til. Hann segir Ottó hafa breyst eftir að hann varð forstjóri IBM á Íslandi og orðið að fylgja fyrirmælum að utan. Grípum niður í samtal við Elías: „Hann varð að framfylgja ýmsum reglum sem honum voru ef til vill ekki að skapi. Einu sinni sagði hann mér að honum hefði verið skipað að kaupa betri bíl (BMW) til að tryggja ímynd forstjóra IBM.“ Elías segir síðan: „Ef það er eitt atriði sem ég tel marka meira en nokkuð annað þau ár sem ég starfaði hjá IBM, þá er það persónuleiki Ottós A. Michelsen. Ég tel hann til merkari persóna sem ég hef mætt á lífsleiðinni. Af honum geislaði óvenjuleg þjónustulund og kærleikur til náungans. Hann var sannkristinn maður. Hann leit aldrei niður á nokkurn mann og taldi sig bera ábyrgð á velferð starfsmanna sinna. Hann gerði sér grein fyrir takmörkunum sínum og lét hæfileika starfsmanna njóta sín.“18 Sverrir Ólafsson, sem stýrði skýrsluvinnslunni hjá IBM, segir Ottó hafa borið mikla umhyggju fyrir starfsfólki sínu. Hann hafi átt gott með að laða fram það besta í mönnum og starfs- menn hans lagt sig sannarlega fram. Hann hafi haft til að bera þýskan aga, en umfram allt hafi Ottó verið heiðarlegur og vandvirkur. „Einfaldlega mjög góður maður“.19 Hjá IBM var notast við afkastahvetjandi kerfi, menn gátu notið kaupauka og var boðið upp á veglegar utanlandsferðir ef tilteknum árangri var náð. Þetta var algjör nýlunda hér á landi. Fyrirtækinu vegnaði vel, veitti um eitt hundrað manns vinnu þegar mest lét og var einn hæsti skattgreiðandi í höfuðborginni. Það var í samræmi við stefnu IBM að vera hvarvetna „góður borgari“. Fyrirtækið skyldi greiða skatta þar sem starfsemin átti sér stað.20 Sverrir Ólafsson, sem stýrði skýrslu- vinnslu IBM, orðar þetta svo: „Engar ívilnanir fékk fyrirtækið til að hefja rekstur hérlendis og kærði sig ekkert um þær. Reksturinn skyldi vera á jafnræðisgrundvelli. Það er auðvelt að ímynda sér að þetta var allt mjög í anda Ottós A. Michelsen. Nú hafa stjórnmálamenn og fjármálaséni nútímans snúið þessu öllu á haus. Skattar erlendra stórfyrirtækja eru greiddir þar sem þeir eru lægstir og arðurinn fluttur óskattaður úr landi, lítið er gefið fyrir að vera góður þjóðfélagsþegn; þykir í besta falli svolítið hallærislegt og erlend fyrirtæki fá hinar og þessar ívilnanir ef þau vilja vera svo vinsamleg að hefja starfsemi hérlendis. Jafnvel er fullveldi landsins hugsanlega falt fyrir rétt verð.“21 IBM veitti ríkulega fé til menningar- og menntamála og var „íslenskara“ en mörg fyrirtæki ef svo má segja, þrátt fyrir að vera útibú alþjóðlegs stórfyrirtækis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.