Þjóðmál - 01.06.2020, Blaðsíða 46

Þjóðmál - 01.06.2020, Blaðsíða 46
44 ÞJÓÐMÁL Sumar 2020 Fjölmörg tækifæri á sviði heilbrigðis- og líftæknimála Þekking Íslendinga hefur verið mikil í tengslum við heilbrigðismál, rekstur og rannsóknir hjá Landspítala, innan ýmissa heilbrigðisstofnana og hjá sjálfstætt starfandi fyrirtækjum á þessu sviði. Síðast en ekki síst má nefna fyrirtæki á sviði erfðatækni og lyfjaþróunar. Litið hefur verið á heilbrigðis- og velferðar- mál sem byrði og kostnað á fjárlögum. Fram undan virðist vera nánast óstöðvandi þörf fyrir aukin útgjöld en aukin tækni þekking, m.a. þróun stafrænna miðla og fjórða iðn- byltingin, getur lækkað kostnað og aukið hagkvæmni í þessum geira. Á síðustu misserum hefur greinarhöfundur ásamt Hans Guttormi Þormar, Hannesi Ottóssyni og fleirum, meðal annars Samtökum iðnaðarins og og Íslandsstofu, kannað möguleika á stofnun líf- og heilbrigðis- tækniklasa sem gæti stuðlað að aukinni nýtingu tækifæra sem við höfum á þessu sviði. Oft hefur þetta verið rætt og skoðað í gegnum árin en lítið orðið um formlegan samstarfsvettvang. Þekking Íslendinga hefur verið mikil í tengslum við heilbrigðis- menntun og rekstur Landspítala og fleiri heilbrigðisstofnana og síðan fyrirtækja á sviði erfðatækni og lyfjaþróunar. Smæð landsins, góð menntun starfsfólks í heilbrigðis- vísindum víða um heim og sterk alþjóðleg tengsl skapa einnig fjölmörg tækifæri. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, hefur bent á nokkur dæmi um ný viðhorf sem hafa komið upp í tengslum við COVID-baráttuna. Sett var upp COVID-göngudeildarþjónusta og í raun var um fjargöngudeildarþjónustu að ræða. Einnig hefur heimsóknabann aðstandenda kallað á möguleika á fjarfunda- búnaði fyrir inniliggjandi sjúklinga og fyrir eldri borgara á hjúkrunarheimilum. Sjá má fyrir sér fjölskyldumiðstöðvar á sjúkrahúsum og hjúkrunarheimilum tengdar fjarfundabúnaði. Fyrir framan okkur eru stórkostleg tækifæri til atvinnusköpunar og útflutningstekna fyrir samfélagið þegar horft er til vandamála heimsins og tækniþróunar á þessu sviði. Heilbrigðismál snúast ekki eingöngu um velferð og heilbrigði heldur einnig tækifæri til verðmætasköpunar og hagvaxtar. Um þessi verkefni getur heilbrigðis- og líftækniklasi snúist. Að auka samstarf, byggja upp sterkara tengslanet og vera suðupottur nýrra verkefna og fyrirtækja. Þetta hefur tekist vel með sjávarklasa og tækifæri bláa hagkerfisins, þar sem Þór Sigfússon hefur lyft grettistaki. Ef skilgreina má heilbrigðis- og líftækni sem rauða og græna hagkerfið eru ekki síður tækifæri þar en í bláa hagkerfinu. Sjávargeirinn, orkugeirinn, ferðageirinn og fjármálageirinn eru með sína klasa, en með sambærilegu samstarfi má styrkja verulega stöðu heilbrigðis- og líftæknimála á þessu sviði. Útflutnings- og markaðsráð mat aukin útflutningstækifæri á þessu sviði einna mest af öllum greinum næsta áratuginn. Óplægður akur sem tími er kominn til að nýta. Nefna má nokkur dæmi um verkefni og fyrirtæki sem hafa verið í þróun á þessu sviði og sum náð umtalsverðum árangri. Ég nefni hér aðeins örfá dæmi og vona að nokkuð rétt sé farið með upplýsingar um þessi félög og biðst þá velvirðingar ef einhverra ónákvæmni gætir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.