Þjóðmál - 01.06.2020, Blaðsíða 9

Þjóðmál - 01.06.2020, Blaðsíða 9
ÞJÓÐMÁL Sumar 2020 7 Árið 2012 voru þrír karlmenn og þrjár konur í framboði: Andrea Jóhanna Ólafs- dóttir (1,80% af greiddum atkv.), Ari Trausti Guðmundsson (8,64%), Hannes Bjarnason (0,98%), Herdís Þorgeirsdóttir (2,63%) og Þóra Arnórsdóttir (33,16%) gegn Ólafi Rag- nari Grímssyni (52,78%). Kjörsókn var 69,32% af rúmlega 235.000 á kjörskrá. Árið 2020 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hlaut 89,4% greiddra atkvæða (92,2% gildra atkvæða) en Guðmundur Franklín Jónsson 7,6%. Kjörsókn var 66,9%, en 168.821 greiddi atkvæði. Þar af voru auð og ógild atkvæði 5.111, eða 4.043 auðir og 1.068 ógildir. Á kjörskrá voru 252.267. II. Án þess að farið sé í mannjöfnuð vegna forseta kosninga má fullyrða að fyrst árið 2012 þegar Ólafur Ragnar Grímsson bauð sig fram í fimmta sinn hafi í raun verið tekist á um hvort fella ætti sitjandi forseta. Ólafur Ragnar talaði um framtíð sína í embættinu í véfréttarstíl í áramótaávarpi 1. janúar 2012 en tók síðan af skarið um framboð 4. mars 2012. Gaf hann til kynna að annars blasti við óbærileg upplausn vegna skorts á framboði einhvers sem hefði burði til að sameina þjóðina að baki sér. Athyglisvert er að við skýringu á úrslitum kosninganna árin 2004 og 2012 var tekið til við að ræða hve mörg atkvæði frambjóðendur hefðu fengið miðað við fjölda manna á kjör- skrá. Þá varð hlutfall Ólafs Ragnars 42,5% árið 2004 og ekki nema 35,68% árið 2012. Með þessu var leitast við að vega að ímynd Ólafs Ragnars sem sameiningartákns. Skömmu fyrir kosningarnar 2004 beitti hann synjunarvaldi forseta samkvæmt 26. gr. stjórnarskrárinnar í fyrsta sinn – gegn fjölmiðlalögunum. Lögin voru dregin til baka. Á kjörtímabilinu 2008 til 2012 beitti Ólafur Ragnar þessu valdi tvisvar gegn Icesave- lögum og hafnaði þjóðin lögunum í bæði skiptin í atkvæðagreiðslu. Í kosningabaráttunni 2020 sagði Guðmundur Franklín Jónsson að Ólafur Ragnar væri fyrir mynd sín og talaði um sjálfan sig sem „öryggisventil“ gagnvart ákvörðunum alþingis. Fyrir sér vekti að beita 26. gr. stjskr. til að stöðva framgang mála sem kæmu frá alþingi og vísa þeim til þjóðarinnar hvort sem fleiri eða færri skoruðu á hann að gera það. Þegar Guðni Th. Jóhannesson ræddi spurningu um 26. gr. heimildina og beitingu hennar brá hann sér í gervi sagnfræðiprófessorsins og vísaði til fordæma úr forsetasögunni. Óráðinn fjölda fólks þyrfti til að hann velti fyrir sér að beita heimildinni í greininni. Sitjandi forseti gefur höggstað á sér með því yfirleitt að ræða að með undirskriftum sé unnt að knýja hann til að beita 26. gr. stjskr. og synja því að staðfesta lög frá alþingi. Eina vald kjósenda gagnvart húsbóndanum á Bessastöðum er á kjördag. Þar fyrir utan á forseti að sitja á friðarstóli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.