Þjóðmál - 01.06.2020, Blaðsíða 36

Þjóðmál - 01.06.2020, Blaðsíða 36
34 ÞJÓÐMÁL Sumar 2020 stöð. Þá spruttu upp fleiri einkareknar heilsugæslustöðvar og biðlistar hurfu. Þannig að fyrirmyndin er fyrir hendi og við eigum að gera meira af þessu.“ Þetta hljómar allt rétt og skynsamlegt, en mun varla nást í ríkisstjórn með VG, er það? „Nei, því miður sé ég það ekki gerast,“ segir Óli Björn. „Við þurfum að horfast í augu við það, bæði þingflokkur Sjálfstæðisflokksins og flokkurinn í heild, að okkur hefur ekki tekist nægilega vel að sannfæra samstarfsflokk okkar né heldur almenning um það hversu mikilvægt það er að vera með öflugt heilbrigðiskerfi, sem miðar ekki bara við kerfið sjálft og þarfir þess, heldur við þarfir hinna sjúkratryggðu. Þegar málið er nálgast út frá hagsmunum sjúkra- tryggðra fæst annað skipulag en verið hefur. Þetta á að snúast um að tryggja ákveðna þjónustu en ekki hvort einhver opinber stofnun hefur nægilega fjármuni. Krafan um að nýta fjármunina með betri hætti verður þá háværari og kerfið skilvirkara. Við fáum meira fyrir hverja krónu sem við setjum inn í heilbrigðiskerfið ef það er keppt innan þess á grundvelli þess að tryggja hagsmuni hinna sjúkratryggðu. “ Uppstokkun á tekjumódeli ríkisins Gerðar hafa þó verið grundvallarbreytingar á tekjuskattskerfinu. Við gerð Lífskjarasamn- ingsins fyrir rúmu ári var á ný tekið upp þriggja þrepa tekjuskattskerfi, þó þannig að fyrsta þrepið var lægra en verið hefur. Það féll í hlut Óla Björns að leiða þá vinnu sem formaður efnahags- og viðskiptanefndar. „Það er kannski dæmi um að þurfa að gera málamiðlun við sjálfan sig,“ segir Óli Björn. „Ég hef aldrei talað fyrir þrepaskiptu tekjuskattskerfi heldur flötum tekjuskatti með stiglækkandi persónuafslætti eða skatt- leysismörkum eftir tekjum. Ég tel það mun skynsamlegra, skilvirkara og um leið rétt- látara kerfi. Við fórum hins vegar í aðra átt. Niðurstaðan var að innleiða hér nýtt þrep, lægra þrep. Það var erfitt fyrir mig en á móti kom að við lækkum tekjuskatt á einstaklinga um 21 milljarð króna á ári. Á móti kemur, og ég geri mér grein fyrir því, að þrepaskiptingin gerir það síðan að verkum að það verður auðveldara fyrir þá sem starfa hér við Austur- völl hverju sinni að hækka skatta með því að skrúfa upp einstök þrep.“ Nú er þrepaskiptingin sjálf innan við tíu ára gömul. Er hún búin að festa sig í sessi óháð því hvort þrepin eru tvö, þrjú eða fleiri? „... tryggingargjaldið er vondur skattur, það er eins vondur skattur og hugsast getur, verri en margþrepa tekju skattur. Þetta er skattur á að hafa fólk í vinnu og það þarf að finna aðrar leiðir fyrir ríkissjóð til að fjármagna sig til lengri tíma.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.