Þjóðmál - 01.06.2020, Blaðsíða 94

Þjóðmál - 01.06.2020, Blaðsíða 94
92 ÞJÓÐMÁL Sumar 2020 lýðveldis? Nei, þvert á móti. Samvinnan er gerð haldbetri en nokkru sinni fyrr, hornsteinar hennar fleiri og öruggari en áður. Á glundroðann í viðhorfi þessara ríkja til heimsviðburðanna verður hins vegar ekki aukið frá því sem nú er. Eða hvernig hafa Norðurlönd brugðist við atburðum ófriðarins? Noregur er ein af öndvegisþjóðunum í liði Bandamanna í baráttu við Þjóðverja. Finnland er í bandalagi með Þjóðverjum. Ísland hefur falið Bandaríkjunum hervarnir sínar á meðan ófriðnum stendur. Danmörku er gegn mót- mælum sínum haldið í hernámi Þjóðverja. En Svíþjóð er hlutlaus og hefur þó leyft Þjóð- verjum nokkra herflutninga um land sitt. Hvaða fimm ríki í veröldinni, skyld eða óskyld, hafa valið sér eða neyðst til að velja sér ólíkari stöðu í ófriðnum en þessar fimm friðsömu frændþjóðir? Eða er nokkur sá, að hann haldi að Norður- löndum hefði orðið það til styrktar í þessum ægilega hildarleik, sem svo herfilega hefur sundrað þeim, þótt einstök þeirra hefðu verið tengd nánari stjórnskipulegum böndum en var? Varð Dönum styrkur að sambandinu við Ísland á örlagastund sinni? Höfðu Íslendingar gagn af yfirráðum Dana? Þvert á móti. Þau færðu aukna hættu yfir landið. Ætli Svíum hefði tekist að halda sér hlutlausum ef þeir enn hefðu ráðið yfir Finnlandi eins og þeir gerðu fram í Napóleonsstyrjaldirnar? Myndi Svíþjóð enn vera friðsæll reitur í styrjaldar- rótinu ef samband hennar við Noreg hefði haldist fram á þennan dag? Ef til vill segja undanhaldsmennirnir að þetta komi málinu ekki við. Allir séu sammála um að sjálfsagt sé að slíta hinum stjórnskipulegu tengslum milli Íslands og Danmerkur. Deilu- efnið sé einungis það hvort slitin eigi að fara fram í samræmi við norrænar sambúðarvenjur. En hverjir vilja brjóta gegn norrænum sam- búðarvenjum með sambandsslitunum? Hvernig hafa sambandsslit áður fram farið með þessum þjóðum? Hverjar eru sambúðar- venjur þeirra í þessu efni? Við skulum einungis líta á síðustu sam- bandsslitin á Norðurlöndum, milli Noregs og Svíþjóðar 1905. Þá höfðu Norðmenn og Svíar átt í áratugalöngum illvígum deilum. Hinn 27. maí 1905 skarst í odda. Þá sagði norska stjórnin af sér vegna ósamkomulags við Svía- konung. Í ellefu daga reyndi konungur, hinn ágætasti maður, árangurslaust að jafna ágreininginn eða mynda nýja stjórn. Hinn 7. júní töldu Norðmenn sér eigi fært að bíða lengur. Þá samþykkti Stórþing þeirra með samhljóða atkvæðum að sambandinu við Svíþjóð væri slitið, vegna þess að „konungur inn hefur lýst sér ómögulegt að útvega landinu nýja stjórn og þar sem hin þingbundna konungsstjórn hefur þannig hætt störfum“. Íslendingar höfðu þessa samþykkt m.a. til fyrirmyndar 10. apríl 1940. En Íslendingar fóru ekki að eins og Norðmenn, að bíða bara í ellefu daga eftir því hvort konungur gæti gegnt þeim störfum sem honum er skylt að fara með. Íslendingar eru búnir að bíða í þrjú ár og þeir eru reiðubúnir að bíða í fjögur. Og ætla Íslendingar að þessum fjórum árum liðnum fyrst og fremst að bera fyrir sig sömu ástæðuna og Norðmenn gerðu eftir ellefu daga? Nei. Þeir ætla að fylgja þeim tíma- mörkum sem sambandssáttmálinn sjálfur, gerður fyrir aldarfjórðungi, ákveður. Segja má að Norðmenn hafi, gagnstætt Íslendingum, farið harkalega að. En hvað hefur fremur eflt samvinnu Norðurlanda en sjálf- stæði Noregs? Og hvað hefur fremur varpað ljóma á Norðurlönd en frelsisþrá Norðmanna? En víst er, að þeir sem hana lofa, ættu ekki að tala um óbilgirni Íslendinga. Óþart ætti að vera að fara fleiri orðum um þessa lúðurþeytara undanhaldsins og uppgjafarsón þeirra, en áður frá þeim er horfið verður þó að víkja sérstaklega að ræðu dr. Björns Þórðar- sonar, sem áður var á drepið. Ber þar til, að hann gerir gleggsta grein fyrir máli sínu, að hann er góðviljaður maður og grandvar og hefur eftir ræðuna, að vísu án nokkurs sambands við hana, hlotið þá stöðu, að orðum hans hlýtur að fylgja sérstakur þungi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.