Þjóðmál - 01.06.2020, Blaðsíða 28

Þjóðmál - 01.06.2020, Blaðsíða 28
26 ÞJÓÐMÁL Sumar 2020 Auk samsæriskenninga flæddu vafasöm sóttvarna- og lækningaráð yfir internetið. Svindlarar nýttu sér óttann og óvissuna til að markaðssetja snákaolíu og einhver hélt því fram að hægt væri að drepa veiruna með því að innbyrða klór. Hugmyndir af þessu tagi voru snarlega leiðréttar. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin brást við og heilbrigðisyfirvöld víða um heim sendu út upplýsingar um hegðun veirunnar og vöruðu við skaðlegum húsráðum. Um allan hinn vestræna heim lögðu fjölmiðlar sig fram um að leiðrétta rangfærslur. Vinsælir þáttastjórnendur fjölluðu sérstaklega um falsfréttir með áherslu á klórdrykkju- kenninguna, listamenn, stjórnmálamenn og annað áhrifafólk talaði gegn skottu- lækningum og almenningur tísti undir myllu- merkinu #DontDrinkBleach. Vitaskuld fóru samsæriskenningasmiðir eftir sem áður hamförum á samfélagmiðlum yfir meintum launráðum stjórnvalda og alþjóða- stofnana, einhverjir gripu til vafasamra sjálfs- lækninga og aðrir sögðu veiruna upplogna og neituðu að grípa til varúðarráðstafana. En þar var ekki skorti á réttum upplýsingum um að kenna, það verður alltaf til fólk sem trúir því fjarstæðukenndasta sem er í boði hverju sinni. Á Íslandi sinntu yfirvöld upplýsingaskyldu sinni hreint prýðilega. Vefurinn covid.is var uppfærður nánast jafnhratt og tölur bárust og á daglegum upplýsingafundum var farið yfir það helsta sem vitað var um þróun faraldursins. Um leið gafst tækifæri til að leiðrétta misskilning og rangfærslur. Forræðishyggja og fjölmiðlafrelsi Ein birtingarmynd frjáls upplýsingasamfélags er það sjálfsprottna samfélagsátak sem við sjáum í viðleitni yfirvalda, fjölmiðla, heilbrigðis starfsfólks, áhrifafólks og almennings til að sporna gegn röngum og skaðlegum skilaboðum um kórónuveiruna. Frelsið til að dreifa vafasömum hugmyndum kemur ekki í veg fyrir að falsfréttir séu leið- réttar. Ég hef ekki séð gögn um útbreiðslu falsfrétta en líklega hefur hvatning til klór neyslu náð til mun færri Evrópu- og Bandaríkja manna en þeirra sem fyrst fréttu af því ráði þegar þeir sáu viðvaranir. Traust á frjálsu upplýsingaflæði er þó ekki sjálfgefið og sú hugmynd að yfirvöld þurfi að hafa vit fyrir borgurunum lifir góðu lífi við hlið samsæriskenninga og hættulegra heilsuráða. Síðari hluta aprílmánaðar skipaði Þjóðar- öryggisráð vinnuhóp sem ætlað er að „kortleggja birtingarmyndir og umfang upplýsingaóreiðu í tengslum við COVID-19 hér á landi og gera tillögur um aðgerðir til þess að sporna gegn henni“.1 Hvers vegna talin var þörf á kortlagningu falsfrétta og misskilnings um veiruna á Íslandi? Voru mikil brögð að því að fólk gripi til hættulegra ráða? Fór æstur múgur um götur í þeim tilgangi að eyðileggja farsímamöstur? Bar einhver eld að Kínverska sendiráðinu? Nei, ekkert af þessu gerðist. Okkur stafaði engin óvenjuleg hætta af falsfréttum, stóra vandamálið var hversu lítið var vitað með vissu um veiruna og veikindin sem hún veldur. Aðalhvatinn að baki framtaki Þjóðaröryggis- ráðs virðist vera sá að í nágrannaríkjunum var verið að rannsaka útbreiðslu rangra upp- Það er full ástæða til að vera vakandi fyrir frelsi fjölmiðla þegar fólk með þessa afstöðu til sannleikans fer með fjölmiðlaeftirlit og kortlagningu upplýsinga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.