Þjóðmál - 01.06.2020, Side 28

Þjóðmál - 01.06.2020, Side 28
26 ÞJÓÐMÁL Sumar 2020 Auk samsæriskenninga flæddu vafasöm sóttvarna- og lækningaráð yfir internetið. Svindlarar nýttu sér óttann og óvissuna til að markaðssetja snákaolíu og einhver hélt því fram að hægt væri að drepa veiruna með því að innbyrða klór. Hugmyndir af þessu tagi voru snarlega leiðréttar. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin brást við og heilbrigðisyfirvöld víða um heim sendu út upplýsingar um hegðun veirunnar og vöruðu við skaðlegum húsráðum. Um allan hinn vestræna heim lögðu fjölmiðlar sig fram um að leiðrétta rangfærslur. Vinsælir þáttastjórnendur fjölluðu sérstaklega um falsfréttir með áherslu á klórdrykkju- kenninguna, listamenn, stjórnmálamenn og annað áhrifafólk talaði gegn skottu- lækningum og almenningur tísti undir myllu- merkinu #DontDrinkBleach. Vitaskuld fóru samsæriskenningasmiðir eftir sem áður hamförum á samfélagmiðlum yfir meintum launráðum stjórnvalda og alþjóða- stofnana, einhverjir gripu til vafasamra sjálfs- lækninga og aðrir sögðu veiruna upplogna og neituðu að grípa til varúðarráðstafana. En þar var ekki skorti á réttum upplýsingum um að kenna, það verður alltaf til fólk sem trúir því fjarstæðukenndasta sem er í boði hverju sinni. Á Íslandi sinntu yfirvöld upplýsingaskyldu sinni hreint prýðilega. Vefurinn covid.is var uppfærður nánast jafnhratt og tölur bárust og á daglegum upplýsingafundum var farið yfir það helsta sem vitað var um þróun faraldursins. Um leið gafst tækifæri til að leiðrétta misskilning og rangfærslur. Forræðishyggja og fjölmiðlafrelsi Ein birtingarmynd frjáls upplýsingasamfélags er það sjálfsprottna samfélagsátak sem við sjáum í viðleitni yfirvalda, fjölmiðla, heilbrigðis starfsfólks, áhrifafólks og almennings til að sporna gegn röngum og skaðlegum skilaboðum um kórónuveiruna. Frelsið til að dreifa vafasömum hugmyndum kemur ekki í veg fyrir að falsfréttir séu leið- réttar. Ég hef ekki séð gögn um útbreiðslu falsfrétta en líklega hefur hvatning til klór neyslu náð til mun færri Evrópu- og Bandaríkja manna en þeirra sem fyrst fréttu af því ráði þegar þeir sáu viðvaranir. Traust á frjálsu upplýsingaflæði er þó ekki sjálfgefið og sú hugmynd að yfirvöld þurfi að hafa vit fyrir borgurunum lifir góðu lífi við hlið samsæriskenninga og hættulegra heilsuráða. Síðari hluta aprílmánaðar skipaði Þjóðar- öryggisráð vinnuhóp sem ætlað er að „kortleggja birtingarmyndir og umfang upplýsingaóreiðu í tengslum við COVID-19 hér á landi og gera tillögur um aðgerðir til þess að sporna gegn henni“.1 Hvers vegna talin var þörf á kortlagningu falsfrétta og misskilnings um veiruna á Íslandi? Voru mikil brögð að því að fólk gripi til hættulegra ráða? Fór æstur múgur um götur í þeim tilgangi að eyðileggja farsímamöstur? Bar einhver eld að Kínverska sendiráðinu? Nei, ekkert af þessu gerðist. Okkur stafaði engin óvenjuleg hætta af falsfréttum, stóra vandamálið var hversu lítið var vitað með vissu um veiruna og veikindin sem hún veldur. Aðalhvatinn að baki framtaki Þjóðaröryggis- ráðs virðist vera sá að í nágrannaríkjunum var verið að rannsaka útbreiðslu rangra upp- Það er full ástæða til að vera vakandi fyrir frelsi fjölmiðla þegar fólk með þessa afstöðu til sannleikans fer með fjölmiðlaeftirlit og kortlagningu upplýsinga.

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.