Þjóðmál - 01.06.2020, Blaðsíða 7

Þjóðmál - 01.06.2020, Blaðsíða 7
ÞJÓÐMÁL Sumar 2020 5 *** Sem betur fer er það sjaldnast þannig að stjórnmálamenn hafi nokkuð um það að segja hverjir eru rannsakaðir og hverjir ekki. Við erum þó að sjá spurningar og færslur á samfélagsmiðlum og dálkum vinstrimiðlanna þar kallað er eftir því að hið opinbera, í nær öllum tilvikum eftirlits- eða löggæslustofnanir, beiti einhvers konar valdi vegna meintra brota einstakra fyrirtækja eða stjórnenda þeirra. Það er alltaf hætt við því að farið sé eftir kröfum þeirra sem fyrstir rífa fram heygafflana án þess að fyrir því séu nokkur haldbær rök. *** Við getum tekið nærtækt dæmi frá Noregi þar sem Kristin Halvorsen, fv. formaður Sósíalíska vinstriflokksins, hafði óeðlileg afskipti af rannsókn norsku efnahagsbrota- deildarinnar (Økokrim) á meintum brotum borfyrirtækisins Transocean (sem sérhæfir sig í olíuleit). Rannsóknin beindist að meintum skattalagabrotum og til að gera langa sögu stutta endaði hún með því að stjórnendur Transocean og þrír ráðgjafar félagsins voru árið 2011 ákærðir fyrir að hafa skotið undan 11 milljónum norskra króna. Þeir voru allir sýknaðir þremur árum síðar. Ákæruvaldið áfrýjaði en dró þá áfrýjun til baka áður en málið fór á æðra dómstig. Þeir sem sættu ákæru hafa nú höfðað skaðabótamál gegn norska ríkinu. Það sem Norðmenn gerðu, og við mættum taka okkur til fyrirmyndar, var að þeir létu gera úttekt á rannsókninni sjálfri. Sú úttekt leiddi í ljós margt vafasamt varðandi starfs- hætti Økokrim. Þá kom einnig í ljós að Halvorsen hafði sem fjármálaráðherra ráð- stafað fjármagni ríkisins sem eyrnamerkt var sérstaklega rannsókninni á Transocean. Því til viðbótar greiddi ráðuneyti hennar reikninga lögmanna sem unnu að málinu. Rannsóknarnefnd sú sem gerði úttekt á Transocean-málinu telur að draga megi hlut- leysi ákæruvaldsins í efa þegar rannsókn þess er sérstaklega fjármögnuð af fjármála- ráðuneytinu. Frændur okkar í Noregi líta þetta mjög alvarlegum augum og það ríkir þverpólitísk samstaða um að svona lagað eigi ekki að gerast aftur. *** Það er kannski ágætt að hafa þetta í huga næst þegar fluttar verða fréttir af meintum brotum einhvers aðila sem ekki fellur í kramið hjá vinstrisinnuðu miðlunum og kaffi- húsaspekingum landsins. Það er ekki nóg að fjölmiðlamenn eða stjórnmálamenn hafi hátt á samfélagsmiðlum og kalli eftir rannsóknum, frystingu eigna eða öðrum aðgerðum af hálfu ríkisvaldsins gegn einstaklingum eða fyrirtækjum. Réttarríkið er dýrmætara en svo að látið sé undan slíkum kröfum, sem iðulega byggjast á tilfinningu en ekki rökum. *** Þetta er því þunn lína. Stjórnmálamenn þurfa að setja skýr lög og tryggja um leið að stjórnendur eftirlitsstofnana starfi eftir þeim – og þeim eingöngu. Þeir geta lítið annað gert við dólgslegum vinnubrögðum þeirra sem stjórna eftirlitsstofnunum en að setja þeim skýr mörk. Það felast fagleg vinnubrögð í því að setja eftirlitsstofnunum skorður, jafn- vel þó það sé ekki vinsælt til skemmri tíma. Á sama tíma geta stjórnmálamenn ekki beitt sér fyrir rannsóknum á einstaka fyrirtækjum, alveg sama hversu mikill hávaðinn verður. Ef alþingismaður, sem einn daginn gæti vel orðið ráðherra dómsmála, þarf ekki nema einn sjónvarpsþátt til að frysta eignir fyrirtækja getum við allt eins lagt réttarríkið niður. Gísli Freyr Valdórsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.